Lífið

Ásdís Rán á batavegi, ræðir við módelskrifstofur

MYND/ArnoldStúdio
„Hún hefur það fínt, er bara hægt og rólega að komast aftur inn í daglegt líf." segir Garðar Gunnlaugsson knattspyrnukappi og eiginmaður fyrirsætunnar Ásdísar Ránar. Ásdís var flutt í snarhasti á sjúkrahús með blæðingar í kviðarholi fyrir um tveimur vikum. Skömmu eftir að hún flutti til Búlgaríu til að vera við hlið eiginmannsins sem leikur þar með CSKA Sofia.

Garðar segir lækna ekki vita hvað olli blæðingunum, en að þeir telji að Ásdís muni ná sér að fullu. Hún hefur verið heima frá því hún kom heim af spítalanum, en það er þó aldrei nein lognmolla í kringum Ásdísi. „Það er ein stærsta módelskrifstofan hérna á eftir henni, hún er að fara á kynningarkvöld hjá þeim í kvöld," segir Garðar. „Hún kann ekki að slappa af."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.