Lífið

Skjaldborg haldin í fjórða sinn

Hvítasunnuhelgina 21.–24. maí verður Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildar­mynda, haldin í fjórða sinn á Patreksfirði. Auk þess að frumsýna nýjar íslenskar heimildarmyndir er hátíðinni ætlað að vera tækifæri fyrir kvikmyndagerðarfólk og áhugamenn um heimildarmyndir til að koma saman. Í lok hátíðarinnar verður besta heimildarmyndin á Skjaldborg 2010 valin af áhorfendum.

Lífið

Flúði frá Skotlandi

Leikarinn og hjartaknúsarinn Brad Pitt er ekkert alltof spenntur fyrir því að heimsækja Skotland eftir að hann lenti í vandræðum þar áður en hann varð frægur. Pitt var á ferðalagi um Skotland og kynntist þar konu í borginni Glasgow sem átti brjálaðan fyrrverandi kærasta.

Lífið

Björk syngur á plötu Ólafar Arnalds

Björk Guðmundsdóttir syngur dúett í einu lagi á væntanlegri plötu Ólafar Arnalds. Lagið verður eitt þriggja sem er sungið á ensku á plötunni, hin eru á íslensku. Líkt og á fyrstu plötu Ólafar, Við og við sem kom út 2007, vann Kjartan Sveinsson (í Sigur Rós) plötuna með henni. Platan er tilbúin og heitir Innundir skinni, en ekki er frágengið hvenær hún kemur út. Það gæti verið í vor eða í október. Útgefandinn, hið gamalgróna fyrirtæki Sykurmolanna og Bjarkar, One Little Indian, gefur plötuna út. OLI gaf Við og við út í Bandaríkjunum í janúar.

Lífið

Ellefu bönd í úrslit Músíktilrauna

„Þessi árgangur er ágætur. Þetta er fjölbreytt í ár og meira af „ekki-rokk-böndum“ en vanalega. Maður finnur að það er að koma inn þessi breska folk-bylgja í anda The XX, sem sló í gegn í fyrra,“ segir Kristján Kristjánsson, Kiddi Rokk hjá Smekkleysu, sem er í dómnefnd Músíktilrauna í sautjánda skipti í ár.

Lífið

Rokkþrenna á Dillon í kvöld

Hljómsveitirnar Reason To Believe, We Made God og Nögl ætla að troða upp á Dillon Rock Bar í kvöld. Allar spila rokk. Reason To Believe er lítt þekkt nafn en á uppleið. Sveitin var valin hljómsveit fólksins á Rokkstokk 2010.

Lífið

Rándýr retta hjá Damon

Damon Albarn, maðurinn á bak við Gorillaz, gæti verið í vondum málum eftir að hann kveikti sér í sígarettu á tónleikum með sveitinni. Gorillaz-tónleikarnir voru haldnir á reyklausum bar í Portsmouth. Damon verður að líkindum sektaður fyrir uppátækið og gæti sektin numið allt að hálfri milljón íslenskra króna.

Lífið

Kóngar á alnetinu

Bandaríska rokksveitin Kings of Leon heldur áfram að gera það gott í Bretlandi. Strákarnir frá Nashville hafa löngum notið mikilla vinsælda þar í landi og það sést vel á nýbirtum tölum yfir rafræna plötusölu. Only By the Night, fjórða plata sveitarinnar sem kom út í september árið 2008, hefur selst í 250 þúsund eintökum á Netinu í Bretlandi. Það gerir hana að söluhæstu plötunni á rafrænu formi frá upphafi.

Lífið

Sumar sandala og sverða

Þótt enn sé tæpur mánuður þangað til sumardagurinn fyrsti verður haldinn hátíðlegur í kulda og trekki eru menn þegar farnir að setja upp sólgleraugun og bíða eftir sumarsmellunum.

Lífið

Iggy hættur sviðsdýfum

Rokkarinn Iggy Pop er hættur sviðsdýfum í bili eftir að hann meiddist illa á tónleikum í Carnegie Hall í New York. Þar stökk Iggy af sviðinu eins og svo oft áður en í þetta sinn var enginn til að grípa hann. „Þegar ég lenti meiddi ég mig og ég áttaði mig á því að Carnegie Hall er kannski ekki rétti staðurinn fyrir sviðsdýfur,“ sagði Iggy sem er 62 ára.

Lífið

Uppgjör við frægðina

Dúettinn MGMT sló í gegn árið 2007 með plötunni Oracular Spectacular. Þar var sleginn ferskur og poppaður tónn sem nú er tekinn og afmyndaður á nýrri plötu, Congratula­­tions. Platan er sett á útgáfudag 13. apríl, en má þegar heyra víða á Netinu.

Lífið

Höfðinglegur Matt

Leikarinn Matt Damon skildi eftir bros á andlitum starfsfólks veitingastaðarins Stanton Social í New York um helgina þegar hann skildi eftir þjórfé upp á rúmar 50 þúsund krónur eftir að hann, eiginkonan Luciana og nokkrir vinir höfðu snætt þar. Matt Damon kemst þó ekki í hálfkvisti við Johnny Depp sem gaf starfsfólki á veitingahúsi í Chicago tífalda þá upphæð í fyrra.

Lífið

Meðferðarúrræðin duga

Á laugardagskvöldið er frumsýning í Borgarleikhúsinu á nýju íslensku leikverki sem kallast Eilíf óhamingja. Höfundarnir eru þeir Andri Snær Magnason og Þorleifur Arnarsson. Verkið er sjálfstætt framhald verksins Eilíf hamingja, sem hlaut mjög góðar viðtökur gagnrýnenda sem og áhorfenda.

Lífið

Ævisaga Jónasar á ensku

Von er á góðum gesti hingað til lands um næstu helgi. Dick Ringler, prófessor og Íslandsvinur, er höfundur bókarinnar Bard of Iceland sem kom út hjá Máli og menningu í liðinni viku. Þar rekur Ringler ævi Jónasar Hallgrímssonar og útlínur af sögu Íslands fram að tíma hans en þorri bókarinnar, sem er 474 síður, eru rómaðar þýðingar Dicks á ensku á ljóðum og prósa eftir þetta höfuðskáld Íslendinga. Bard of Iceland er viðamesta og markverðasta bók sem út hefur komið um íslenskt þjóðskáld á erlendu máli og um leið afar áhugavert fræðirit um ljóðaþýðingar.

Lífið

Austin kemur aftur

Einkabarn kanadíska grínistans Mike Myers, Austin Powers, snýr aftur á hvíta tjaldið. Leikstjórinn Jay Roach hefur skrifað undir samning um að leikstýra fjórðu myndinni en væntanlega vita fáir hvort þeir eiga að gráta eða gleðjast yfir þeim tíðindum. Myers hefur undanfarin ár misst „mojo-ið“ sitt ef undanskilið er lítið hlutverk í Inglorious Basterds.

Lífið

Hélt framhjá Söndru með fleiri en einni konu

Fullyrt er í bandaríska tímaritinu US Weekly að Jesse James, hinn ótrúi eiginmaður Söndru Bullcok, hafi haldið fram hjá eiginkonu sinni með fleiri konum en Michelle McGee. „Hún er bara sú fyrsta sem hefur sagt frá þessu opinberlega,“ hefur tímaritið eftir ónafngreindum heimildarmanni. „Þetta var ekki einangrað tilfelli. Honum leiddist þegar Sandra var ekki heima.“

Lífið

Viltu kaupa alvöru Supermanbúning?

Búningur sem Christopher Reeves heitinn klæddist við tökur á Superman myndunum verður boðinn upp í Las Vegas í júní. Fleira eigulegra muna verður falt á uppboðinu, eins og búningurinn sem Mel Gibson klæddist í Braveheart myndinni og sverðið sem hann notaði. Þá verða eyrnalokkarnir sem Kate Winslet klæddist í Titanic einnig til sölu.

Lífið

Cowell gerir kaupmála

Idoldómarinn alræmdi Simon Cowell er á leið upp að altarinu með sinni heittelskuðu Mezhgan Hussainy. Eins og alsiða er á meðal stjarnanna hefur hann rissað upp kaupmála svo stúlkan geti ekki hlaupist á brott daginn eftir brúðkaupið með helming eigna hans, sem eru víst töluverðar.

Lífið

Bullock getur ekki fyrirgefið framhjáhaldið

Óskarsverðlaunahafinn Sandra Bullock hefur sagt vinum sínum að það sé enginn möguleiki á að hjónabandi hennar og Jesse James verði bjargað. Tímaritið OK segir að leikkonan telji að hún geti ekki treyst Jesse nógu mikið til að grundvöllur sé fyrir framhaldi á sambandi þeirra. Jesse hélt framhjá Bullock með lítt þekktri sýningarstúlku.

Lífið

Claudia á von á stelpu

Þýska ofurfyrirsætan Claudia Schiffer á nú von á sínu þriðja barni með kvikmyndaframleiðandanum Matthew Vaughn. Hún kom fram í sjónvarpsþætti í Þýskalandi í gær þar sem hún sagði frá því að í þetta sinn væri stelpa á leiðinni.

Lífið

Meðferðin gengur vel hjá Mark Owen

Mark Owen gengur vel í meðferðinni sem hann skráði sig í fyrr í mánuðinum. Take That stjarnan fyrrverandi skellti sér í meðferð eftir að upp komst um framhjáhald hans en hann viðurkennir að hafa haldið við að minnsta kosti tíu konur þrátt fyrir að vera kvæntur Emmu Ferguson.

Lífið

Hera fær ókeypis Eurovision-myndband

„Nemendur og starfsfólk felldu eiginlega bara tár yfir þessum fréttum, að Hera gæti ekki gert tónlistarmyndband og ákváðu bara að ráðast í gerð slíks myndbands,“ segir Elísabet Bjarkardóttir, framkvæmdastjóri Kvikmyndaskóla Íslands. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá ákváðu þau Hera Björk og Örlygur Smári að gera ekki myndband við Eurovision-framlag Íslands, Je ne sais quoi, eins og háttur hefur verið á undanfarin tólf skipti. Ástæðan var einfaldlega peningaleysi. En nú hafa nemendur Kvikmyndaskólans ákveðið að koma Heru til hjálpar og gera eitt stykki tónlistarmyndband frítt.

Lífið

Friðrik Þór flottur í New York

Íslenska heimildarmyndin A Mother’s Courage eftir Friðrik Þór Friðriksson var frumsýnd í höfuðstöðvum bandaríska sjónvarpsrisans HBO í New York á mánudagskvöldið. Spjallþáttastjórnandinn Rosie O‘Donnell stal eilítið senunni.

Lífið

Allt í mínus hjá Mínus

„Þetta er svakalegt! Það brennur allt til grunna sem maður kemur við! En við áttum síðasta tóninn þarna,“ segir Krummi í Mínus. Hljómsveitin hélt síðustu tónleikana í Batteríinu á föstudagskvöldið. Tónleikastaðurinn brann sem kunnugt er í gærmorgun. Mínus-menn skildu bassa- og gítarmagnara eftir í kjallaranum og hluta af trommusettinu því morguninn eftir tónleikana flaug bandið til Kaupmannahafnar og spilaði þar á laugardagskvöldið.

Lífið

Raggi Bjarna með stórsveit

Stórsöngvari íslenskrar dægurtónlistar, Ragnar Bjarnason, snýr aftur til upphafs síns á tveimur tónleikum með Stórsveit suðurlands þegar hann syngur með sveitinni lög úr söngbók big-bandsins á tónleikum á Selfossi í kvöld og í Iðnó annað kvöld.

Lífið

Magnús sem álfur í allra síðasta sinn

Nú styttist í mikla sýningu fyrir alla fjölskylduna en á laugardag leggur Latibær undir sig Laugardalshöllina. Hefur undirbúningur að Latabæjarhátíðinni staðið í langan tíma og verður öllu til tjaldað en fullyrt er að á hátíðinni komi Magnús Scheving fram í síðasta sinn sem íþróttaálfurinn. Staðfest er hverjir leika hinar landsþekktu persónur úr Latabæ:

Lífið

Systkini spila döbb

Hljómsveitin Ojba Rasta er níu manna döbb-hljómsveit sem spilar á Bakkusi í kvöld. Í bandinu eru fjögur alsystkini, Unnur, Valgerður, Gylfi og Arnljótur Sigurðarbörn. Gylfi og Arnljótur hafa líka spilað með Berndsen. „Við byrjuðum að spila tökulög fyrst en svo nenntum við því ekki, nú er allt frumsamið,“ segir Arnljótur. „Þetta er þykkt, hefí, hægt og kraftmikið. Mikið brass og smá bíómyndaáhrif á köflum.“

Lífið

Lýtalæknir heldur tónleika

Þórdís Kjartansdóttir, sem er eini kvenkyns lýtalæknirinn á Íslandi, heldur sína fyrstu tónleika hér á landi á Café Rosenberg á föstudagskvöld. Þar ætlar hún að syngja létta og ástríðufulla djasstónlist með frönsku ívafi.

Lífið