Allt í mínus hjá Mínus 24. mars 2010 07:00 Mynd/Vilhelm Gunnarsson „Þetta er svakalegt! Það brennur allt til grunna sem maður kemur við! En við áttum síðasta tóninn þarna," segir Krummi í Mínus. Hljómsveitin hélt síðustu tónleikana í Batteríinu á föstudagskvöldið. Tónleikastaðurinn brann sem kunnugt er í gærmorgun. Mínus-menn skildu bassa- og gítarmagnara eftir í kjallaranum og hluta af trommusettinu því morguninn eftir tónleikana flaug bandið til Kaupmannahafnar og spilaði þar á laugardagskvöldið. „Við hefðum eflaust verið löngu komnir heim og búnir að taka græjurnar ef við hefðum ekki verið fastir í Danmörku út af þessum bölvuðu flugvirkjum og þessu eldgosi!" segir Krummi, allt annað en ánægður. Þegar það náðist í hann síðdegis í gær var hann ekki búinn að skoða verksummerkin og vissi hreinlega ekki hversu illa græjurnar voru farnar. „Þetta var allt í hefí dútí flight-keisum, svo þetta gæti hafa sloppið," segir hann. „Þarna var magnari sem Bjarni gítarleikari er búinn að eiga í 17 ár, alvöru Marshall JCM græja, svo það væri mjög slæmt ef hann væri farinn. Það munaði litlu að ég ætlaði að geyma mitt dót þarna, en sem betur fer fór ég með það heim áður en við flugum út." Auk dótsins hjá Mínus var magnari í eigu Gregs Barrett í DLX ATX fyrir barðinu á vatni og sóti. Bruninn er slæmur fyrir bransann því það er ekki eins og það sé allt vaðandi í heppilegum búllum til að spila á. Grand Rokk var til að mynda lokað nýlega. En það er ljós við enda ganganna hjá Krumma og félaga. „Sem betur fer hefur gengið frábærlega hjá okkur að semja nýju plötuna og við byrjum að taka hana upp í lok apríl," segir hann.- drg Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Smitsjúkdómar í Evrópusambandinu Harmageddon Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Sparnaður í mjólkurdrykkju Menning Heimatilbúið súrkál Matur Hulin barátta um helstu kennileiti Reykjavíkur Leikjavísir Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu Lífið Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
„Þetta er svakalegt! Það brennur allt til grunna sem maður kemur við! En við áttum síðasta tóninn þarna," segir Krummi í Mínus. Hljómsveitin hélt síðustu tónleikana í Batteríinu á föstudagskvöldið. Tónleikastaðurinn brann sem kunnugt er í gærmorgun. Mínus-menn skildu bassa- og gítarmagnara eftir í kjallaranum og hluta af trommusettinu því morguninn eftir tónleikana flaug bandið til Kaupmannahafnar og spilaði þar á laugardagskvöldið. „Við hefðum eflaust verið löngu komnir heim og búnir að taka græjurnar ef við hefðum ekki verið fastir í Danmörku út af þessum bölvuðu flugvirkjum og þessu eldgosi!" segir Krummi, allt annað en ánægður. Þegar það náðist í hann síðdegis í gær var hann ekki búinn að skoða verksummerkin og vissi hreinlega ekki hversu illa græjurnar voru farnar. „Þetta var allt í hefí dútí flight-keisum, svo þetta gæti hafa sloppið," segir hann. „Þarna var magnari sem Bjarni gítarleikari er búinn að eiga í 17 ár, alvöru Marshall JCM græja, svo það væri mjög slæmt ef hann væri farinn. Það munaði litlu að ég ætlaði að geyma mitt dót þarna, en sem betur fer fór ég með það heim áður en við flugum út." Auk dótsins hjá Mínus var magnari í eigu Gregs Barrett í DLX ATX fyrir barðinu á vatni og sóti. Bruninn er slæmur fyrir bransann því það er ekki eins og það sé allt vaðandi í heppilegum búllum til að spila á. Grand Rokk var til að mynda lokað nýlega. En það er ljós við enda ganganna hjá Krumma og félaga. „Sem betur fer hefur gengið frábærlega hjá okkur að semja nýju plötuna og við byrjum að taka hana upp í lok apríl," segir hann.- drg
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Smitsjúkdómar í Evrópusambandinu Harmageddon Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Sparnaður í mjólkurdrykkju Menning Heimatilbúið súrkál Matur Hulin barátta um helstu kennileiti Reykjavíkur Leikjavísir Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu Lífið Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið