Friðrik Þór flottur í New York 24. mars 2010 07:30 Margrét Dagmar, mamma sólskinsdrengsins Kela, Rosie O‘Donnell, Friðrik Þór og Jackie Glover, varaforstjóri heimildarmyndadeildar HBO, voru að vonum glöð með daginn.NordicPhotos/Getty Íslenska heimildarmyndin A Mother’s Courage eftir Friðrik Þór Friðriksson var frumsýnd í höfuðstöðvum bandaríska sjónvarpsrisans HBO í New York á mánudagskvöldið. Spjallþáttastjórnandinn Rosie O‘Donnell stal eilítið senunni. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá keypti HBO sýningarréttinn að Sólskinsdrengnum og fer myndin í almenna dreifingu í byrjun apríl undir nafninu A Mother‘s Courage: Talking Back to Autism. Fyrirtækið hélt sérstaka viðhafnarsýningu í höfuðstöðvum sínum þar sem bandarískir fjölmiðlar tóku spjallþáttastjórnandann Rosie O‘Donnell tali. Hún kom myndinni í fyrirsagnir allra helstu dægurmálamiðla því hún lýsti því yfir að hún hygðist byrja með nýjan spjallþátt árið 2011. Kate Winslet sá sér hins vegar ekki fært að mæta en hún er sögumaður í enskri útgáfu myndarinnar. Nýlega var tilkynnt að hún og eiginmaður hennar, Sam Mendes, væru að skilja og í breska blaðinu Daily Mail kom fram að hún væri leið yfir því að geta ekki verið viðstödd þessa viðhafnarfrumsýningu. „Hún var búin að lofa Friðriki Þór að koma en treysti sér ekki til að horfast í augu við fjölmiðla og svara spurningum um hjónaband sitt,“ hefur Daily Mail eftir heimildarmanni sínum. freyrgigja@frettabladid.is Sigur Rósar-strákarnir Kjartan Sveinsson og Orri Páll Dýrason voru viðstaddir frumsýninguna en hljómsveitin á nokkur lög í myndinni sem hafa vakið verðskuldaða athygli. Vel fór á með Óskarsverðlaunahafanum Keith Carradine og Friðriki Þór fyrir sýningu myndarinnar en Keith lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Fálkar eftir Friðrik. Kristín Ólafsdóttir, eiginkona Björgólfs Thors Björgólfssonar, er ein af framleiðendum myndarinnar. Hér er hún ásamt Margréti Dagmar Ericsdóttur. Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fleiri fréttir Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Sjá meira
Íslenska heimildarmyndin A Mother’s Courage eftir Friðrik Þór Friðriksson var frumsýnd í höfuðstöðvum bandaríska sjónvarpsrisans HBO í New York á mánudagskvöldið. Spjallþáttastjórnandinn Rosie O‘Donnell stal eilítið senunni. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá keypti HBO sýningarréttinn að Sólskinsdrengnum og fer myndin í almenna dreifingu í byrjun apríl undir nafninu A Mother‘s Courage: Talking Back to Autism. Fyrirtækið hélt sérstaka viðhafnarsýningu í höfuðstöðvum sínum þar sem bandarískir fjölmiðlar tóku spjallþáttastjórnandann Rosie O‘Donnell tali. Hún kom myndinni í fyrirsagnir allra helstu dægurmálamiðla því hún lýsti því yfir að hún hygðist byrja með nýjan spjallþátt árið 2011. Kate Winslet sá sér hins vegar ekki fært að mæta en hún er sögumaður í enskri útgáfu myndarinnar. Nýlega var tilkynnt að hún og eiginmaður hennar, Sam Mendes, væru að skilja og í breska blaðinu Daily Mail kom fram að hún væri leið yfir því að geta ekki verið viðstödd þessa viðhafnarfrumsýningu. „Hún var búin að lofa Friðriki Þór að koma en treysti sér ekki til að horfast í augu við fjölmiðla og svara spurningum um hjónaband sitt,“ hefur Daily Mail eftir heimildarmanni sínum. freyrgigja@frettabladid.is Sigur Rósar-strákarnir Kjartan Sveinsson og Orri Páll Dýrason voru viðstaddir frumsýninguna en hljómsveitin á nokkur lög í myndinni sem hafa vakið verðskuldaða athygli. Vel fór á með Óskarsverðlaunahafanum Keith Carradine og Friðriki Þór fyrir sýningu myndarinnar en Keith lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Fálkar eftir Friðrik. Kristín Ólafsdóttir, eiginkona Björgólfs Thors Björgólfssonar, er ein af framleiðendum myndarinnar. Hér er hún ásamt Margréti Dagmar Ericsdóttur.
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fleiri fréttir Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið