Meðferðarúrræðin duga 25. mars 2010 04:00 Átök í merðferðarprógramminu? Við bíðum og sjáum hvað setur: Orri og Sara að slást. Mynd Lifandi leikhús/Guðmundur Rúnar Kristjánsson Á laugardagskvöldið er frumsýning í Borgarleikhúsinu á nýju íslensku leikverki sem kallast Eilíf óhamingja. Höfundarnir eru þeir Andri Snær Magnason og Þorleifur Arnarsson. Verkið er sjálfstætt framhald verksins Eilíf hamingja, sem hlaut mjög góðar viðtökur gagnrýnenda sem og áhorfenda. Í kynningartextum leikflokksins Lifandi leikhúss, sem Þorleifur Arnarsson stendur fyrir, segir svo um erindi hópsins sem að sýningunni stendur: „Um hvað á að skrifa leikverk á Íslandi í dag? Hvernig á að skrifa dramatík þegar hún blasir alls staðar við? Hver vill fara í leikhús til að upplifa aftur harmleik hversdagsins þegar embættismenn lofa skýrslum sem munu láta karlmenn gráta?“ Verkið er kallað samtímaleikrit enda sett saman á síðustu mánuðum og þar er reynt, reyndar í Góðum Íslendingum sem einnig var á fjölum Litla sviðsins fyrr í vetur, að takast á við núið, það sem er að gerast, og ekki gerast, í samfélagi okkar í dag. Hér og nú. Andri Snær og Þorleifur segja um sýninguna: „Það er skylda leikhússins að kryfja og rannsaka.“ Þeir hafa rætt við þúsund Íslendinga segja þeir og hlustuðu á fimm þeirra og settu þá á svið: Við erum stödd í óræðu herbergi. Fimm manneskjur eru komnar saman. Ólíkar manneskjur en samt allar tengdar á einhvern hátt. Dr. Matthildur fær þetta fólk til meðferðar. Hún setur skýrar leikreglur. Það er bannað að segja Ísland, það er bannað að segja hrun. Það er bannað að segja útrás, IceSave og stjórnarskrá. Matthildur krefst fullkomins heiðarleika, fullkomins gegnsæis. Allt verður að koma fram – það má ekki leyna neinu. Heimurinn fylgist með og vill læra af okkur. Matthildur kemur af stað uppgjöri og það kemst enginn út – fyrr en allt liggur á borðinu! Leikstjóri og annar höfundur, Þorleifur Örn Arnarsson, var að ljúka námi frá einum helsta leiklistarskóla Þýskalands, Ernst Busch í Berlín. Á síðustu tveimur árum hefur hann leikstýrt sýningum á stórum leiksviðum í Þýskalandi við góðan orðstír, nú síðast með uppsetningu á Clockwork Orange, og hefur hún hlotið mikið lof áhorfenda og gagnrýnenda. Andra Snæ Magnason þarf vart að kynna enda löngu landsþekktur fyrir verk sín og hugmyndaauðgi. Andri Snær hlaut hin virtu Kairos-verðlaun í Þýskalandi nýlega fyrir framlag sitt til samfélagsumræðu með verkum sínum. Verk hans hafa verið gefin út eða sýnd í 22 löndum og þau hafa hlotið margvíslegar innlendar og alþjóðlegar viðurkenningar. Aðrir aðstandendur sýningarinnar eru þau Símon Örn Birgisson dramatúrg, leikmynd annast Drífa Freyju-Ármannsdóttir, búninga gerir Judith Amalía Jóhannsdóttir, Kjartan Þórisson lýsir en leikendur eru Atli Rafn Sigurðsson, Guðjón Þorsteinn Pálmason, Orri Huginn Ágústsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Sólveig Arnarsdóttir. Verkið er sett upp í samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur og Borgarleikhúsið. pbb@frettabladid.is Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Á laugardagskvöldið er frumsýning í Borgarleikhúsinu á nýju íslensku leikverki sem kallast Eilíf óhamingja. Höfundarnir eru þeir Andri Snær Magnason og Þorleifur Arnarsson. Verkið er sjálfstætt framhald verksins Eilíf hamingja, sem hlaut mjög góðar viðtökur gagnrýnenda sem og áhorfenda. Í kynningartextum leikflokksins Lifandi leikhúss, sem Þorleifur Arnarsson stendur fyrir, segir svo um erindi hópsins sem að sýningunni stendur: „Um hvað á að skrifa leikverk á Íslandi í dag? Hvernig á að skrifa dramatík þegar hún blasir alls staðar við? Hver vill fara í leikhús til að upplifa aftur harmleik hversdagsins þegar embættismenn lofa skýrslum sem munu láta karlmenn gráta?“ Verkið er kallað samtímaleikrit enda sett saman á síðustu mánuðum og þar er reynt, reyndar í Góðum Íslendingum sem einnig var á fjölum Litla sviðsins fyrr í vetur, að takast á við núið, það sem er að gerast, og ekki gerast, í samfélagi okkar í dag. Hér og nú. Andri Snær og Þorleifur segja um sýninguna: „Það er skylda leikhússins að kryfja og rannsaka.“ Þeir hafa rætt við þúsund Íslendinga segja þeir og hlustuðu á fimm þeirra og settu þá á svið: Við erum stödd í óræðu herbergi. Fimm manneskjur eru komnar saman. Ólíkar manneskjur en samt allar tengdar á einhvern hátt. Dr. Matthildur fær þetta fólk til meðferðar. Hún setur skýrar leikreglur. Það er bannað að segja Ísland, það er bannað að segja hrun. Það er bannað að segja útrás, IceSave og stjórnarskrá. Matthildur krefst fullkomins heiðarleika, fullkomins gegnsæis. Allt verður að koma fram – það má ekki leyna neinu. Heimurinn fylgist með og vill læra af okkur. Matthildur kemur af stað uppgjöri og það kemst enginn út – fyrr en allt liggur á borðinu! Leikstjóri og annar höfundur, Þorleifur Örn Arnarsson, var að ljúka námi frá einum helsta leiklistarskóla Þýskalands, Ernst Busch í Berlín. Á síðustu tveimur árum hefur hann leikstýrt sýningum á stórum leiksviðum í Þýskalandi við góðan orðstír, nú síðast með uppsetningu á Clockwork Orange, og hefur hún hlotið mikið lof áhorfenda og gagnrýnenda. Andra Snæ Magnason þarf vart að kynna enda löngu landsþekktur fyrir verk sín og hugmyndaauðgi. Andri Snær hlaut hin virtu Kairos-verðlaun í Þýskalandi nýlega fyrir framlag sitt til samfélagsumræðu með verkum sínum. Verk hans hafa verið gefin út eða sýnd í 22 löndum og þau hafa hlotið margvíslegar innlendar og alþjóðlegar viðurkenningar. Aðrir aðstandendur sýningarinnar eru þau Símon Örn Birgisson dramatúrg, leikmynd annast Drífa Freyju-Ármannsdóttir, búninga gerir Judith Amalía Jóhannsdóttir, Kjartan Þórisson lýsir en leikendur eru Atli Rafn Sigurðsson, Guðjón Þorsteinn Pálmason, Orri Huginn Ágústsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Sólveig Arnarsdóttir. Verkið er sett upp í samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur og Borgarleikhúsið. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira