Handbolti

HM 2013: Spilum alltaf með bensínið í botni

Þorsteinn J. spjallar við Dag Sigurðsson þjálfara Fücshe Berlin í Max-Schmeling höllinni í Berlín. Dagur segir karakter íslenska landsliðsins sé á heimsmælikvarða. "Þetta er það sem talað er um hér í Þýskalandi, þessi seigla og óbilandi trú í leikmönnum íslenska landsliðsins.Við spilum alltaf með bensínið í botni.“

Handbolti

Rússarnir unnu æfingamót - mæta Íslandi í fyrsta leik

Íslenska handboltalandsliðið er að undirbúa sig fyrir Heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst á Spáni í næstu viku en sömu sögu er að segja af andstæðingum íslenska liðsins. Rússar, sem verða fyrstu mótherjar Íslendinga á mótinu, unnu fjögurra landa mót í Lettlandi á milli Jóla og nýárs.

Handbolti

HM 2013: Alltof mikið álag á leikmenn

Þorsteinn J. ræðir við Alfreð Gíslason þjálfara Kiel á Atlantic hótelinu í Kiel, um möguleika Íslands á HM sem hefst þann 11.janúar. "Við erum með gott lið,“ segir Alfreð. ,,Aron Kristjánsson er góður þjálfari og í rauninni höfum við náð betri árangri síðustu ár en margar stórþjóðir í handbolta, eins og til dæmis Þjóðverjar.“

Handbolti

Finnst best að spila undir pressu

Handknattleiksmaðurinn Aron Pálmarsson er íþróttamaður ársins 2012. Hann segist ekki hafa áhuga á því að vera farþegi í sínum liðum og kann best við sig þegar hann þarf að bera ábyrgð. Aron dreymir um að vinna gullverðlaun á stórmóti með landsliðinu.

Handbolti

Aron Pálmarsson kjörinn íþróttamaður ársins

Handknattleiksmaðurinn Aron Pálmarsson var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins árið 2012 í kjöri samtaka íþróttafréttamanna. Aron fékk yfirburðakosningu en þetta er í fyrsta skipti sem hann hlýtur þessa nafnbót.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Túnis 34-24

Ísland vann öruggan sigur á Túnis 34-24 í seinni æfingaleik liðanna í undirbúningi fyrir Heimsmeistaramótið á Spáni. Ísland var mikið betra líkt og í fyrri leiknum í gær og sigurinn aldrei í hættu.

Handbolti

Kristian Asmussen yfirgefur Magdeburg

Danski markvörðurinn Kristian Asmussen, sem fenginn var til Magdeburg í haust til að leysa af Björgvin Pál Gústavsson sem átti við meiðsli að stríða, hefur haldið heim Danmerkur á ný.

Handbolti

Chile verður án línumannsins sterka

Karlalandslið Chile í handbolta hefur orðið fyrir blóðtöku því ljóst er að liðið verður án Marco Oneto, línumannsins sterka, á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar.

Handbolti

Landsliðsfólkið eyðir klukkutíma með krökkunum á morgun

Íslensku handboltalandsliðin hafa verið í sviðsljósinu á árinu 2012 og tóku saman þátt í þremur stórmótum. Karlarnir eru á leið á HM á Spáni í upphafi næsta árs en voru á Ólympíuleikunum í London í ágúst og á EM í Serbíu í janúar. Konurnar eru nýkomnar heim frá EM í Serbíu.

Handbolti

Tekst Fram að stöðva sigurgöngu Valskvenna?

Valur og Fram mætast í úrslitaleik deildabikars kvenna í Laugardalshöll klukkan 17.30 í kvöld. Valskonur mörðu sigur á Stjörnunni eftir tvíframlengdan leik og vítakeppni í gærkvöldi en Fram fór létt með ÍBV.

Handbolti

Fer Aron aðrar leiðir en forverarnir?

Í fyrsta skipti frá árinu 1990 er þjálfari íslenska karlalandsliðsins ekki úr skóla Pólverjans Bogdans Kowalczyk. Þorbergur Aðalsteinsson, Viggó Sigurðsson, Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson sóttu allir í smiðju Bogdans en mentor Arons var í Danmörku.

Handbolti

Bjarki Már: Baráttan er á milli okkar Stefáns

Bjarki Már Elísson, markahæsti leikmaður N1-deildar karla, mætti á fyrstu æfingu karlalandsliðsins í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Kópavogsbúinn hefur skorað 83 mörk í leikjunum tólf og klár í slaginn fyrir landsleikina tvo gegn Túnisum í kvöld og á morgun.

Handbolti

Óskar Bjarni stýrði Viborg til sigurs í kvöld

Óskar Bjarni Óskarsson og lærisveinar hans í Viborg HK unnu 24-23 heimasigur á Tvis Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og enduðu þar með þriggja leikja taphrinu sína. Þetta var síðasti leikur liðsins fyrir HM-fríið og strákarnir hans Óskar Bjarna fara því inn í nýja árið með nauðsynlegan sigur í farteskinu.

Handbolti

Ólafur ekki með á HM

Ólafur Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram á Spáni í næsta mánuði.

Handbolti