Handbolti

Spenna en smá stress fyrir kvöldinu

Stella Sigurðardóttir og Karen Knútsdóttir leika báðar með danska handknattleiksliðinu SønderjyskE en þær þurfa að láta til skara skríða með liðinu strax frá byrjun. Mikil meiðsli hafa herjað á liðið korteri fyrir mót og mun mæða mikið á þeim frænkum.

Handbolti

Snorri Steinn puttabrotinn

Snorri Steinn Guðjónsson byrjar tímabilið ekki vel í Danmörku en leikmaðurinn fór úr lið og virðist einnig hafa fingurbrotnað á æfingu hjá liði sínu GOG í vikunni.

Handbolti

Bjarki Már fékk væna sekt

Handknattleiksmaðurinn Bjarki Már Elísson stendur í ströngu þessa daganna með þýska handboltaliðinu Eisenach en leikmaðurinn virðist samt sem áður vera gera eitthvað vitlaust í herbúðum liðsins.

Handbolti

Benedikt Reynir til FH

Handknattleiksdeild FH hefur gengið frá samningi við hornamanninn Benedikt Reyni Kristinsson. Benedikt kemur til liðs við FH frá Aftureldingu þar sem hann lék á síðasta tímabili.

Handbolti

Öruggt hjá Löwen

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen unnu frekar þægilegan sigur, 34-23, á Wetzlar í þýska handboltanum í dag.

Handbolti

FH-ingar unnu Val og eru með fullt hús á Hafnarfjarðarmótinu

FH-ingar hafa unnið báða leiki sína á Hafnarfjarðarmótinu í handbolta karla en þeir unnu nauman og dramatískan sigur á Val í kvöld, 25-24, með marki á síðustu sekúndunni. Valsmenn og Haukar hafa bæði unnið einn leik og tapað einum. Hafnarfjarðarmótið er orðin árlegur viðburður á undirbúningstímabilinu.

Handbolti

Hafnarfjarðarstelpurnar á sigurbraut

Hafnarfjarðarliðin unnu bæði sína leiki á fyrsta kvöldi UMSK-móts kvenna í handbolta sem fer fram í Digranesi um helgina. Konurnar byrjuðu í kvöld en karlarnir hefja síðan leik á morgun. Handboltinn er að byrja aftur eftir sumarfrí og er þetta eitt af undirbúningsmótunum.

Handbolti

Efast stórlega um að ná að spila handbolta í vetur

Gunnar Harðarson mun að öllum líkindum ekki leika meiri handbolta á þessu ári og óvíst er hvort næsta tímabil er í hættu hjá leikmanninum. Gunnar hefur síðustu ár verið á mála hjá Valsmönnum og leikið þar stórt hlutverk í varnarleik liðsins sem og verið ákveðinn leiðtogi innan vallar. Hann hefur oft og tíðum verið fyrirliði liðsins.

Handbolti

Strákarnir hans Dags óþekkjanlegir í seinni hálfleik

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin töpuðu 23-28 á útivelli á móti MT Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en leikur refanna frá Berlín hrundi hreinlega í seinni hálfleiknum. Ólafur Gústafsson og félagar í Flensburg unnu á sama tíma 25-24 sigur á Frisch Auf Göppingen eftir frábæran endasprett.

Handbolti

Sér um að hausinn á dómurum sé í lagi

Jóhann Ingi Gunnarsson, íþróttasálfræðingur og fyrrum handknattleiksþjálfari, stendur fyrir námskeiði fyrir evrópska handknattleiksdómara með því markmiðið að bæta leiðtogahæfileika þeirra og sjálfstraust.

Handbolti