Handbolti

Kiel valtaði yfir Emsdetten

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Þýskalandsmeistarar Kiel unnu afar auðveldan 25-40 sigur á nýliðum Emsdetten í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Guðjón Valur Sigurðsson komst ekki á blað hjá Kiel í kvöld og Aron Pálmarsson gat ekki leikið vegna meiðsla. Marko Vujin var markahæstur með níu mörk.

Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Emsdetten og Ernir Hrafn Arnarson þrjú.

Kiel er búið að vinna báða leiki sína í deildinni til þessa en Emsdetten bíður enn eftir fyrstu stigum sínum í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×