Handbolti

Arnór og Björgvin í sigurliði Bergischer gegn Hamburg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þýska liðið Bergischer vann í kvöld magnaðan sigur á HSV Hamburg, 34-27, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Bergischer eru nýliðar í deildinni en með liðinu leika Arnór Þór Gunnarsson og Björgvin Páll Gústavsson.

Arnór gerði fimm mörk í leiknum og Björgvin Páll átti stórfínan leik með í marki Bergischer.

Hamburg hefur undanfarin ár verið með eitt besta lið í heiminum og þykja úrslitin gríðarlega óvænt en liðið er án stiga í deildinni.

Hamburg mætir Þýskalandsmeisturum Kiel í stórleik helgarinnar í þýska boltanum á laugardaginn og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×