Handbolti

Refirnir hans Dags með þægilegan sigur á Balingen

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dagur Sigurðsson
Dagur Sigurðsson MYND/NORDIC PHOTOS/BONGARTS
Füchse Berlin vann góðan sigur á Balingen, 33-25, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin voru aldrei í vandræðum í leiknum og unnu að lokum þægilegan átta marka sigur.

Silvio Heinevetter, markvörður liðsins, gerði tvö mörk í leiknum en hann kastaði boltanum yfir endilangan völlinn.

Fredrik Raahauge Petersen skoraði sjö mörk fyrir gestina frá Berlín en það var Christoph Theuerkauf sem var atkvæðamestur hjá Balingen einnig með sjö mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×