Snorri Steinn puttabrotinn Stefán Árni Pálsson skrifar 5. september 2013 08:30 Snorri Steinn og félagar í GOG setja stefnuna á úrslitakeppnina í dönsku úrvalsdeildinni. Leikmaðurinn telur það raunhæft. fréttablaðið/VIlhelm Snorri Steinn Guðjónsson byrjar tímabilið ekki vel í Danmörku en leikmaðurinn fór úr lið og virðist einnig hafa fingurbrotnað á æfingu hjá liði sínu GOG í vikunni. GOG er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni og fór vel af stað í fyrstu umferðinni er liðið bar sigur úr býtum gegn Nordsjælland, 35-23, en nú er staðan sú að leikstjórnandi liðsins verður frá næstu vikurnar og óvíst hvenær Snorri Steinn verður kominn aftur á völlinn. „Þetta gerðist þegar ég átti síðasta skot æfingarinnar,“ segir Snorri Steinn í samtali við Fréttablaðið í gær. Snorri var upptekinn við eldamennsku þegar blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af leikmanninum en eldhúsverkin höfðu vafist örlítið fyrir honum, enda mikið meiddur á fingri. „Ég varð fyrir því óláni að fylgja skotinu of mikið eftir með þeim afleiðingum að puttinn á mér fór einhvern veginn í ennið á manninum fyrir framan mig.“ Snorri fór því næst úr lið á fingrinum og líklega brotnaði hann einnig lítillega. „Það á eftir að skoða þetta betur og læknir liðsins hefur áframsent röntgenmynd til sérfræðings. Það er því ekki ljóst hversu lengi ég verð frá.“ GOG Håndbold komst á ný í úrvalsdeildina í ár eftir þriggja ára fjarveru en félagið varð gjaldþrota árið 2010 og varð að hefja keppni í dönsku C-deildinni eftir fjárhagsvandræðin. Snorri Steinn lék áður með liðinu á árunum 2007-2009. „Ég átti von á því að liðið myndi styrkja sig meira fyrir komandi tímabil og það hafði verið gefið sterklega til kynna við mig þegar ég skrifaði undir við GOG,“ segir Snorri en leikmaðurinn gerði þriggja ára samning við félagið í lok árs 2012. „Við ætlum okkur samt sem áður að komast í úrslitakeppnina og ég tel það raunhæft markmið. Þetta verður fróðlegur vetur fyrir félagið enda margir ungir strákar að stíga sín fyrstu skref í handboltanum.“ Snorri Steinn lék einnig áður með danska félaginu AG København, sem var stjörnum prýtt lið og eigandinn vel efnaður. Félagið fór í gjaldþrot en nú er komið nýtt risalið í Danmörku, KIF Kolding København. „Þeir verða gríðarlega sterkir í vetur og eiga sennilega eftir að fara alla leið í dönsku deildinni. Ég sé ekkert annað lið eiga í raun möguleika í Kolding. Það er bara spurning hversu langt þeir fara í Meistaradeild Evrópu. Ég efast um það að liðið fari eins langt og við náðum í AG á sínum tíma en maður veit aldrei, þeir geta verið heppnir með drátt og annað.“ Handbolti Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson byrjar tímabilið ekki vel í Danmörku en leikmaðurinn fór úr lið og virðist einnig hafa fingurbrotnað á æfingu hjá liði sínu GOG í vikunni. GOG er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni og fór vel af stað í fyrstu umferðinni er liðið bar sigur úr býtum gegn Nordsjælland, 35-23, en nú er staðan sú að leikstjórnandi liðsins verður frá næstu vikurnar og óvíst hvenær Snorri Steinn verður kominn aftur á völlinn. „Þetta gerðist þegar ég átti síðasta skot æfingarinnar,“ segir Snorri Steinn í samtali við Fréttablaðið í gær. Snorri var upptekinn við eldamennsku þegar blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af leikmanninum en eldhúsverkin höfðu vafist örlítið fyrir honum, enda mikið meiddur á fingri. „Ég varð fyrir því óláni að fylgja skotinu of mikið eftir með þeim afleiðingum að puttinn á mér fór einhvern veginn í ennið á manninum fyrir framan mig.“ Snorri fór því næst úr lið á fingrinum og líklega brotnaði hann einnig lítillega. „Það á eftir að skoða þetta betur og læknir liðsins hefur áframsent röntgenmynd til sérfræðings. Það er því ekki ljóst hversu lengi ég verð frá.“ GOG Håndbold komst á ný í úrvalsdeildina í ár eftir þriggja ára fjarveru en félagið varð gjaldþrota árið 2010 og varð að hefja keppni í dönsku C-deildinni eftir fjárhagsvandræðin. Snorri Steinn lék áður með liðinu á árunum 2007-2009. „Ég átti von á því að liðið myndi styrkja sig meira fyrir komandi tímabil og það hafði verið gefið sterklega til kynna við mig þegar ég skrifaði undir við GOG,“ segir Snorri en leikmaðurinn gerði þriggja ára samning við félagið í lok árs 2012. „Við ætlum okkur samt sem áður að komast í úrslitakeppnina og ég tel það raunhæft markmið. Þetta verður fróðlegur vetur fyrir félagið enda margir ungir strákar að stíga sín fyrstu skref í handboltanum.“ Snorri Steinn lék einnig áður með danska félaginu AG København, sem var stjörnum prýtt lið og eigandinn vel efnaður. Félagið fór í gjaldþrot en nú er komið nýtt risalið í Danmörku, KIF Kolding København. „Þeir verða gríðarlega sterkir í vetur og eiga sennilega eftir að fara alla leið í dönsku deildinni. Ég sé ekkert annað lið eiga í raun möguleika í Kolding. Það er bara spurning hversu langt þeir fara í Meistaradeild Evrópu. Ég efast um það að liðið fari eins langt og við náðum í AG á sínum tíma en maður veit aldrei, þeir geta verið heppnir með drátt og annað.“
Handbolti Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Sjá meira