Handbolti

Bjarki Már fékk væna sekt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Handknattleiksmaðurinn Bjarki Már Elísson stendur í ströngu þessa daganna með þýska handboltaliðinu Eisenach. Leikmaðurinn virðist samt sem áður vera gera eitthvað vitlaust í herbúðum liðsins.

Bjarki þarf að gjöra svo vel og greiða 100 evrur í sektarsjóð liðsins eftir fyrsta mánuðinn en leikmaðurinn greindi frá því á twitter-síðu sinni í dag.

Hornamaðurinn samdi við félagið í júlí en með liðinu leikur einnig Hannes Jón Jónsson og Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Eisenach.

Hér að neðan má sjá skjáskot af færslunni frá Bjarka Má.

„Ég er drykkjavörður hjá liðinu þessa daganna og það hefur gleymst hjá mér að sjá almennilega um það,“ segir Bjarki Már í samtali við Vísi í kvöld.

Það er hlutverk Bjarka Más að vera klár með vatnsbrúsa og sérstaka íþróttadrykki fyrir leikmenn liðsins. Hann hefur örlítið vanrækt það hlutverk á tímabilinu sem hefur skilað sér í sektum.

„Það kostar litlar 50 evrur að koma á seint á æfingu og það hefur komið einu sinni fyrir hjá mér.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×