Erlent

169 látnir samkvæmt yfirvöldum

Ríkissaksóknari í Úsbekistan lýsti því yfir í dag að 169 hefðu látið lífið í átökum mótmælenda og hermanna í borginni í Andijan í síðustu viku. Þetta er hæsta tala sem yfirvöld í landinu hafa látið hafa eftir sér um tölu fallinna en þó mun lægri tala en sjónarvottar áætla. Þeir segja mörg hundruð manns hafa fallið.

Erlent

Dómsuppkvaðningu enn frestað

Dómsuppkvaðningu í máli rússneska auðjöfursins Mikhails Khodorkovskys, eiganda Yukos-olíurisans, hefur enn á ný verið frestað þangað til á morgun. Enginn vafi virðist þó leika á því að Khodorkovsky verði fundinn sekur.

Erlent

Ný lög um öryggismál

Ný lög um öryggismál og heilbrigðisþjónustu verða efsta á baugi í stefnumálum verkamannaflokksins á nýju kjörtímabili. Elísabet Bretlandsdrottning mun síðar í dag kynna stefnumál flokksins við hátíðlega athöfn þegar þingið í Bretlandi verður sett.

Erlent

Newsweek sæti ábyrgð

Afganskir ráðamenn eru æfir út í bandaríska tímaritið Newsweek vegna frétta þess um vanhelgun Kóransins í fangabúðunum í Guantanamo sem það síðar dró til baka.

Erlent

Gengið gegn hryðjuverkum

Tugþúsundir Kúbverja hlýddu ákalli leiðtoga síns, Fidel Castro, og fóru í kröfugöngu að bandarísku sendiskrifstofunni í Havana í fyrradag.

Erlent

Khodorkovskí-dóms beðið enn

Uppkvaðningu dómsins yfir rússneska auðjöfrinum Mikhaíl Khodorkovskí var fram haldið í Moskvu í gær, en dómhaldi aftur frestað án þess að dómsúrskurðurinn sjálfur væri kveðinn upp. Dómsuppkvaðningin hófst á mánudag.

Erlent

Fóru naktar að heimili forsetans

Fimmtán mexíkóskar konur örkuðu um naktar fyrir framan heimili forseta Mexíkós í gær og kröfðust afsagnar tveggja þingmanna vegna spillingar. Konurnar eru í hópi 800 indíána frá Veracruz en þær segja mennina eiga að vera rekna úr embætti fyrir að hafa gert land þeirra upptækt.

Erlent

Verst ásökunum þingnefndar

Bandarísk þingnefnd sakar breska, franska og rússneska stjórnmálamenn, en einnig bandarísk fyrirtæki og stjórnvöld, um þátttöku í spillingu í kringum olíu-fyrir-mat áætlun SÞ í Írak. Ásakanir ganga á víxl.

Erlent

Högnuðust á viðskiptum við Saddam?

Bandarísk þingnefnd, sem rannsakar spillingamál í tengslum við olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna, sakar rússneska stjórnmálamenn um að hafa hagnast um tugmilljónir dollara í olíuviðskiptum við Saddam Hussein.

Erlent

Sprautuðu viagra í veðhlaupahesta

Trú manna á stinningarlyfinu viagra virðist fá takmörk sett. Lögeglan á Ítalíu hefur handtekið hóp manna, sem taldir eru tangjast mafíunni þar í landi, fyrir að reyna að hafa áhrif á úrslit veðreiða með því að sprauta keppnishross með viagra.

Erlent

Lýsa yfir yfirburðasigri

Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Eþíópíu lýsti í morgun yfir yfirburðasigri í kjördæmi höfuðborgar landsins, Addis Ababa, í þingkosningunum í gær. Flokkurinn segist hafa fengið 20 af 23 sætum í kjördæminu.

Erlent

Móðir hengdi son sinn

Móðir hefur verið ákærð fyrir að hengja 4 ára gamlan son sinn með laki. Konunni sem er 23 ára er gert að sök að hafa reiðst syni sínum á laugardag fyrir að hafa óhlýðnast henni og farið út að leika sér þrátt fyrir að hafa verið bannað það.

Erlent

Þáðu mútur frá Saddam?

Tveir fyrrverandi aðstoðarmenn Pútíns Rússlandsforseta og þjóðernisöfgamaðurinn Zhirinovsky eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá Saddam Hussein. Í staðinn áttu þeir að tala máli Íraksstjórnar, bæði í Moskvu og á alþjóðavettvangi.

Erlent

Eldur í neðanjarðarlest í Svíþjóð

Tólf voru lagðir inn á sjúkrahús í Stokkhólmi með reykeitrun eftir að eldur kom upp í neðanjarðarlest snemma í morgun.  Lögregla telur líklegt að brennuvargur hafi verið á ferð.

Erlent

Refsing ákveðin síðar

Rússneski olíuauðjöfurinn Mikhail Khodorkovsky var í morgun fundinn sekur, meðal annars um þjófnað og skattsvik. Málið hefur skaðað orðspor Pútíns Rússlandsforseta enda hefur allur málareksturinn gegn Khodorkovsky sætt mikilli gagnrýni á Vesturlöndum. Refsing yfir honum verður ákveðin síðar.

Erlent

Kúveiskar konur fá kosningarétt

Konur munu fá að taka þátt í kosningum í Kúveit í framtíðinni. Það er, þær geta bæði kosið og boðið sig fram. Tillaga um að konur fengju að taka þátt í kosningunum hefur verið til umræðu innan kúveiska þingsins undanfarnar vikur og hefur ekki gengið þrautalaust að fá hana samþykkta.

Erlent

Venjulegir Danir gera út á vændi

Millistéttarfólk í Danmörku, sem aldrei hefur komist í kast við lögin, er í auknum mæli farið að flytja erlendar konur til Danmerkur og gera þær út sem vændiskonur.

Erlent

Ofdrykkja fer verr með konur

Konur eru mun líklegri til að verða fyrir skaða af völdum áfengis en karlar samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem unnin var í Háskólanum í Heidelberg í Þýskalandi. BBC greinir frá þessu.

Erlent

Khodorkovsky fundinn sekur

Rússneski olíujöfurinn Mikhail Khodorkovsky hefur verið fundinn sekur um a.m.k. fjögur atriði af þeim sjö sem hann er ákærður fyrir. Hann var fundinn sekur um þjófnað, skattsvik, brot á eignarétti og fyrir að hunsa dómsúrskurð.

Erlent

Írakar sagðir hafa mútað Rússum

Menn úr ríkisstjórn Saddams Hussein segja að þeir hafi látið milljónir dollara renna til rússneskra stjórnmálamanna í skiptum fyrir stuðning þeirra á vettvangi Sameinuðu þjóðanna

Erlent

Útilokar allar friðarviðræður

Nýr leiðtogi uppreisnarmanna í Tsjetsjeníu segir að þeir muni aldrei óska eftir friðarviðræðum við Rússa. Hann segir í yfirlýsingu sem birtist á tsjetsjenskri vefsíðu í dag að friðarumleitanir forvera síns, Aslan Maskhadov, hafi ekki skilað neinu og augljóst sé að rússnesk stjórnvöld hafi ekki hug á að slíðra sverðin.

Erlent

70 enn saknað eftir ferjuslys

Meira en sjötíu manns er enn saknað eftir að ferja sökk í fljótasiglingu í Bangladess í gær. Að minnsta kosti átján eru látnir og er talið nánast öruggt að allir þeir sem saknað er séu látnir.

Erlent

Ítala rænt í Afganistan

Ítölskum ríkisborgara var rænt í Afganistan í dag. Talsmaður í ítalska sendiráðinu í Kabúl, höfuðborg Afganistans, staðfesti þetta fyrir stundu. Hann vildi ekki gefa nánari upplýsingar um málið, t.a.m. kyn, aldur og starf þess sem rænt var.

Erlent

Uppreisn í Úsbekistan

Mótmælendur hafa farið mikinn í borginni Andijan í austurhluta Úsbekistans undanfarna daga í mótmælum gegn ríkisstjórn Islams Karimov. Meira en 700 manns hafa látist í landinu síðan á föstudag þegar uppreisnarmenn réðust í fangelsi í borginni og frelsuðu þaðan 23 pólitíska fanga.

Erlent

Dómsuppsögunni frestað

Dómarinn í málinu gegn Mikhail Khodorkovsky mun ljúka dómsuppsögu í málinu á morgun. Hann kvað upp dóm í fjórum atriðum af þeim sjö sem Khodorkovsky er ákærður fyrir í morgun og fann olíujöfurinn sekan af öllum ákæruatriðum.

Erlent

Níkaragvamenn óvelkomnir til BNA

Dagblað í Managua greindi frá því að Bandaríkin hefðu bannað 89 stjórnmálamönnum frá Níkaragva að koma til landsins á þeim forsendum að þeir væru spilltir og hefðu stutt við bakið á hryðjuverkamönnum.

Erlent

Áfengi hættulegra konum

Konur eru í meiri hættu á að verða háðar áfengi en karlar. Það er niðurstaða rannsóknar vísindamanna í Þýskalandi sem rannsökuðu 158 sjálfboðaliða. Niðurstöðurnar sýna einnig að konur geta fengið heilaskemmdir og hjarta- og lifrarsjúkdóma vegna áfengisdrykkju mun fyrr en karlar og þótt þær neyti minna magns.

Erlent

Enn skothríð í Úsbekistan

Enn má heyra skothríð í bænum Andijan í Úsbekistan þar sem íbúar risu upp gegn yfirvöldum fyrir helgi. Svo virðist sem uppreisnin sé að breiðast út um landið því að yfirvöld hafa nú einnig lokað nálægum landamærabæ vegna mótmæla og óeirða.

Erlent

Réttarhöld í Beslan hefjast

Réttarhöldin yfir fyrstu sakborningunum sem er gefið að sök að hafa staðið að gíslatökunni í barnaskólanum í Beslan í Rússlandi í fyrra, hefjast í dag.

Erlent