Erlent Laura Bush í Mið-Austurlöndum Laura Bush, forsetafrú Bandaríkjanna er nú á ferðalagi um Mið-Austurlönd. Hópur fólks mótmælti komu hennar harðlega þegar hún var á ferð í Jerúsalem. Erlent 23.5.2005 00:01 Gíslum fagnað við heimkomu Það urðu gríðarlegir fagnaðarfundir hjá þremur rúmenskum blaðamönnum og fjölskyldum þeirra í dag þegar blaðamennirnir sneru til síns heima eftir að hafa verið í haldi uppreisnarmanna í Írak í tæpa tvo mánuði. Þremenningunum, sjónvarpsfréttamanni, kvikmyndatökumanni og blaðamanni, var rænt í Bagdad 28. mars ásamt túlki sínum og þess krafist að Rúmenar kölluðu herlið sitt frá Írak, annars yrði fólkið tekið af lífi. Erlent 23.5.2005 00:01 Nýr forseti Mongólíu Nambariin Enkhbayar er nýkjörinn forseti Mongólíu. Hann er bókmenntafræðingur að mennt og sótti menntun sína til Bretlands. Hann kemur úr Byltingarflokki alþýðunnar sem er gamli kommúnistaflokkurinn í þessu fyrrverandi leppríki Sovétríkjanna. Erlent 23.5.2005 00:01 Úsbeskir flóttamenn aftur heim Stjórnvöld í Kirgisistan hafa meinað flóttamönnum frá Úsbekistan að koma inn í landið en þeir leituðu þar hælis eftir að átök brutust út í Andijan og nálægum borgum í síðustu viku. Flóttamennirnir ætla því sjálfviljugir aftur til Andijan og taka þar þátt í uppreisninni gegn stjórn Islam Karimov. Erlent 23.5.2005 00:01 Starfsmenn BBC í verkfall Fréttamenn og aðrir starfsmenn breska ríkisútvarpsins, BBC, hófu í morgun sólarhringsverkfall til að mótmæla fækkun starfsfólks hjá stofnuninni. Til stendur að fækka störfum um fimmtung eða um alls fjögur þúsund. Verkfallið þýðir að ýmsir þættir sem eru í beinni útsendingu hjá BBC falla niður. Erlent 23.5.2005 00:01 Svíar andvígir NATO aðild <font face="Helv"> </font>Andstæðingum þess að Svíþjóð sæki um aðild að Atlantshafsbandalaginu fer fjölgandi. Ný könnun sýnir að tæpur helmingur sænskra kjósenda er andvígur aðild en fylgjendur eru ekki nema 20 af hundraði og hefur fækkað um tvö prósentustig frá 2003. Erlent 23.5.2005 00:01 Sprengingar í bíóum í Nýju-Delí Að minnsta kosti tveir létu lífið og tugir slösuðust þegar tvær sprengjur sprungu í tveimur kvikmyndahúsum í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, í morgun. Sprengjurnar sprungu með fimmtán mínútna millibili en verið var að sýna sömu myndina í bíóunum tveimur, umdeilda trúarmynd sem fordæmd hefur verið af trúarleiðtogum sikha. Erlent 23.5.2005 00:01 Alifuglar bólusettir í Kína Kínversk stjórnvöld hafa flutt meira en þrjár milljónir skammta af bóluefni gegn fuglaflensu til afskekkts svæðis í landinu eftir að farfuglar fundust dauðir af völdum veirunnar. Erlent 23.5.2005 00:01 Stemma stigu við ofdrykkju Breskum krám og börum verður bannað að vera með svokallað <em>happy hour</em> til að koma í veg fyrir að viðskiptavinirnir verði ofurölvaðir. <em>Happy hour</em> er nokkurs konar útsala á ákveðnum drykkjum á ákveðnum tímum en við slíkar aðstæður freistast margur gesturinn til að drekka meira en hann þolir. Slík ofdrykkja er orðin að meiri háttar vandamáli í Bretlandi og hefur hún leitt til þess að ákveðin svæði í miðborgum eru þannig að aðrir koma ekki þangað á þessum tíma. Erlent 23.5.2005 00:01 Karpað um kjarnorkumálin Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hvöttu í gær Írana til að sýna sveigjanleika við samningaborðið í viðræðum um kjarnorkumál sem haldnar verða síðar í vikunni. Erlent 23.5.2005 00:01 Fox verst gagnrýni á ummæli Vicente Fox, forseti Mexíkó, reyndi í gær að skýra ummæli sem hann lét falla og fulltrúar bandarískra blökkumanna tóku mjög illa. Fyrr í mánuðinum var haft eftir Fox í útvarpsviðtali að Mexíkanar í Bandaríkjunum tækju þar að sér störf "sem ekki einu sinni svartir vilja". Erlent 22.5.2005 00:01 Hollendingar á móti ESB-sáttmála Í það virðist stefna að hollenskir kjósendur hafni stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins með öruggum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu 1. júní næstkomandi. Erlent 22.5.2005 00:01 Sjö unglingsstúlkur drukknuðu Að minnsta kosti sjö unglingsstúlkur drukknuðu undan ströndum Suður-Afríku í dag eftir að hafa farið að synda áður en strandverðir voru mættir á svæðið. Stúlkurnar voru á ferðalagi með skólafélögum og kennurum við austurströnd landsins. Erlent 22.5.2005 00:01 Skæruliðar felldir í Afganistan Bandarískar hersveitir í Afganistan felldu tólf skæruliða sem réðust á hermenn í eftirlitsleiðangri við landamærin að Pakistan á laugardag, að því er talsmaður hersins greindi frá í gær. Jafnframt fordæmdi talsmaður Sameinuðu þjóðanna misþyrmingu fanga sem uppvíst hefur orðið að voru stundaðar í herstöð Bandaríkjahers í landinu. Erlent 22.5.2005 00:01 Bannað að bera nakið fram Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að banna að matur sé borinn fram á nöktum kvenlíkömum á veitingastöðum í landinu. Í tilkynningu frá viðskiptaráðuneytinu í Peking segir að slíkt athæfi sé ósiður sem brjóti í bága við almennt velsæmi. Erlent 22.5.2005 00:01 S.þ. fordæma meintar pyntingar Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu í morgun meintar pyntingar bandarískra hermanna á afgönskum stríðsföngum í herstöð skammt frá Kabúl árið 2002. Samtökin krefjast þess að málið verði rannsakað. Erlent 22.5.2005 00:01 Útlit fyrir afhroð Schröders Allt útlit er fyrir að flokkur Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, Jafnaðarmannaflokkurinn, bíði afhroð og tapi í kosningum sem fram fara í dag í þýska sambandsríkinu Nordrhein-Westfalen en flokkurinn hefur verið þar við völd í tæpa fjóra áratugi. Erlent 22.5.2005 00:01 Schröder boðar kosningar í haust Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sagðist í gær vilja að kosningum til Sambandsþingsins yrði flýtt um heilt ár, til komandi hausts, í kjölfar mikils ósigurs jafnaðarmannaflokks hans í héraðsþingkosningum í Nordrhein-Westfalen. Kristilegir demókratar unnu þar afgerandi sigur. Erlent 22.5.2005 00:01 Rúmenskir gíslar lausir í Írak Þrír rúmenskir fréttamenn og írask-bandarískur túlkur þeirra voru í gær látnir lausir úr gíslingu sem íraskir uppreisnarmenn hnepptu þá í fyrir tveimur mánuðum. Frá þessu greindu talsmenn Rúmeníuforseta. Erlent 22.5.2005 00:01 Bráðaaðgerðir gegn fuglaflensu Kínversk stjórnvöld hafa fyrirskipað bráðaaðgerðir til að hindra útbreiðslu fuglaflensu, í kjölfar þess að í ljós kom að farfuglar sem fundust dauðir í vesturhluta landsins fyrr í þessum mánuði hefðu verið sýktir af veirunni. Erlent 22.5.2005 00:01 Sprenging í tveimur kvikmyndahúsum Að minnsta kosti sextán særðust þegar tvær sprengjur sprungu nánast á sama tíma í tveimur kvikmyndahúsum á Indlandi í dag. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort einhver sé lífshættulega særður. Í dag er nákvæmlega ár síðan ný ríkisstjórn tók við völdum á Indlandi og ekki er talið ólíklegt að ódæðið tengist því. Erlent 22.5.2005 00:01 Vó aðeins 300 grömm við fæðingu Stúlkubarn sem fæddist rúmum þremur mánuðum fyrir tímann í Bandaríkjunum í síðustu viku vegur aðeins rúmlega þrjú hundruð grömm. Læknar telja góðar líkur á að barnið lifi. Erlent 22.5.2005 00:01 Hermannaveiki á norsku sjúkrahúsi Staðfest var í gær að banamein þriggja aldraðra sjúklinga á sjúkrahúsi í Fredrikstad í Noregi hefði verið hermannaveiki. Erlent 22.5.2005 00:01 Þingkosningum flýtt í Þýskalandi Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hefur flýtt almennum þingkosningunum í landinu um eitt ár og boðað þær strax í haust eftir að flokkur hans, þýski Jafnaðarmannaflokkurinn, galt afhroð í kosningum í sambandsríkinu Nordrhein-Westfalen í dag. Erlent 22.5.2005 00:01 Sterkasta vígi þýskra krata fallið Kristilegir demókratar unnu í gær langþráðan sigur í héraðsþingkosningum í Nordrhein-Westfalen, sem með um 18 milljónir íbúa er langfjölmennast þýsku sambandslandanna 16. Þeir stefna á að taka einnig við stjórnartaumunum í Berlín í haust. Erlent 22.5.2005 00:01 Rúmensku gíslunum sleppt Rúmensku blaðamönnunum þremur, sem verið hafa í haldi mannræningja í Írak í nærri tvo mánuði, var sleppt í dag. Fjórði gíslinn, sem starfað hefur sem túlkur Rúmenanna, fékk einnig frelsi. Erlent 22.5.2005 00:01 Persson fengið nóg af brjóstum Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur fengið nóg af myndum af berbrjósta konum í sænskum fjölmiðlum og boðar lagasetningu sem takmarkar slíkar myndbirtingar. Hann vill skoða leiðir til að koma í veg fyrir sömu þróun og í Bretlandi þar sem fáklæddar konur tröllríða tímaritum og dagblöðum. Erlent 22.5.2005 00:01 Samherji Saddams látinn laus Yfirvöld í Írak hafa látið lausan úr fangelsi einn þeirra manna sem voru háttsettir í stjórn Saddams Husseins á sínum tíma. Að sögn íraska innanríkisráðherrans er maðurinn, Ghazi Hammud al-Obeidi, dauðvona vegna magakrabbameins. Erlent 22.5.2005 00:01 Kanslaraembættið í hættu Samkvæmt nýjustu útgangsspám bíður þýski Jafnaðarmannaflokkurinn, undir forystu Gerhards Schröders kanslara, afhroð í kosningum sem fram fara í dag í þýska sambandsríkinu Nordrhein-Westfalen. Ef fer sem horfir verður það gríðarlegt áfall fyrir Schröder og gæti orðið til þess að hann nái ekki endurkjöri í þingkosningunum á næsta ári. </font /> Erlent 22.5.2005 00:01 Líka pyntingar í Afganistan? Bandarískir hermenn eru sakaðir um að hafa pyntað afganska fanga í aðalherstöð Bandaríkjahers skammt frá Kabúl árið 2002. Bandaríska stórblaðið <em>The New York Times</em> birti grein um þetta í gær þar sem vitnað er í leyniskýrslu hersins. Erlent 21.5.2005 00:01 « ‹ ›
Laura Bush í Mið-Austurlöndum Laura Bush, forsetafrú Bandaríkjanna er nú á ferðalagi um Mið-Austurlönd. Hópur fólks mótmælti komu hennar harðlega þegar hún var á ferð í Jerúsalem. Erlent 23.5.2005 00:01
Gíslum fagnað við heimkomu Það urðu gríðarlegir fagnaðarfundir hjá þremur rúmenskum blaðamönnum og fjölskyldum þeirra í dag þegar blaðamennirnir sneru til síns heima eftir að hafa verið í haldi uppreisnarmanna í Írak í tæpa tvo mánuði. Þremenningunum, sjónvarpsfréttamanni, kvikmyndatökumanni og blaðamanni, var rænt í Bagdad 28. mars ásamt túlki sínum og þess krafist að Rúmenar kölluðu herlið sitt frá Írak, annars yrði fólkið tekið af lífi. Erlent 23.5.2005 00:01
Nýr forseti Mongólíu Nambariin Enkhbayar er nýkjörinn forseti Mongólíu. Hann er bókmenntafræðingur að mennt og sótti menntun sína til Bretlands. Hann kemur úr Byltingarflokki alþýðunnar sem er gamli kommúnistaflokkurinn í þessu fyrrverandi leppríki Sovétríkjanna. Erlent 23.5.2005 00:01
Úsbeskir flóttamenn aftur heim Stjórnvöld í Kirgisistan hafa meinað flóttamönnum frá Úsbekistan að koma inn í landið en þeir leituðu þar hælis eftir að átök brutust út í Andijan og nálægum borgum í síðustu viku. Flóttamennirnir ætla því sjálfviljugir aftur til Andijan og taka þar þátt í uppreisninni gegn stjórn Islam Karimov. Erlent 23.5.2005 00:01
Starfsmenn BBC í verkfall Fréttamenn og aðrir starfsmenn breska ríkisútvarpsins, BBC, hófu í morgun sólarhringsverkfall til að mótmæla fækkun starfsfólks hjá stofnuninni. Til stendur að fækka störfum um fimmtung eða um alls fjögur þúsund. Verkfallið þýðir að ýmsir þættir sem eru í beinni útsendingu hjá BBC falla niður. Erlent 23.5.2005 00:01
Svíar andvígir NATO aðild <font face="Helv"> </font>Andstæðingum þess að Svíþjóð sæki um aðild að Atlantshafsbandalaginu fer fjölgandi. Ný könnun sýnir að tæpur helmingur sænskra kjósenda er andvígur aðild en fylgjendur eru ekki nema 20 af hundraði og hefur fækkað um tvö prósentustig frá 2003. Erlent 23.5.2005 00:01
Sprengingar í bíóum í Nýju-Delí Að minnsta kosti tveir létu lífið og tugir slösuðust þegar tvær sprengjur sprungu í tveimur kvikmyndahúsum í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, í morgun. Sprengjurnar sprungu með fimmtán mínútna millibili en verið var að sýna sömu myndina í bíóunum tveimur, umdeilda trúarmynd sem fordæmd hefur verið af trúarleiðtogum sikha. Erlent 23.5.2005 00:01
Alifuglar bólusettir í Kína Kínversk stjórnvöld hafa flutt meira en þrjár milljónir skammta af bóluefni gegn fuglaflensu til afskekkts svæðis í landinu eftir að farfuglar fundust dauðir af völdum veirunnar. Erlent 23.5.2005 00:01
Stemma stigu við ofdrykkju Breskum krám og börum verður bannað að vera með svokallað <em>happy hour</em> til að koma í veg fyrir að viðskiptavinirnir verði ofurölvaðir. <em>Happy hour</em> er nokkurs konar útsala á ákveðnum drykkjum á ákveðnum tímum en við slíkar aðstæður freistast margur gesturinn til að drekka meira en hann þolir. Slík ofdrykkja er orðin að meiri háttar vandamáli í Bretlandi og hefur hún leitt til þess að ákveðin svæði í miðborgum eru þannig að aðrir koma ekki þangað á þessum tíma. Erlent 23.5.2005 00:01
Karpað um kjarnorkumálin Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hvöttu í gær Írana til að sýna sveigjanleika við samningaborðið í viðræðum um kjarnorkumál sem haldnar verða síðar í vikunni. Erlent 23.5.2005 00:01
Fox verst gagnrýni á ummæli Vicente Fox, forseti Mexíkó, reyndi í gær að skýra ummæli sem hann lét falla og fulltrúar bandarískra blökkumanna tóku mjög illa. Fyrr í mánuðinum var haft eftir Fox í útvarpsviðtali að Mexíkanar í Bandaríkjunum tækju þar að sér störf "sem ekki einu sinni svartir vilja". Erlent 22.5.2005 00:01
Hollendingar á móti ESB-sáttmála Í það virðist stefna að hollenskir kjósendur hafni stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins með öruggum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu 1. júní næstkomandi. Erlent 22.5.2005 00:01
Sjö unglingsstúlkur drukknuðu Að minnsta kosti sjö unglingsstúlkur drukknuðu undan ströndum Suður-Afríku í dag eftir að hafa farið að synda áður en strandverðir voru mættir á svæðið. Stúlkurnar voru á ferðalagi með skólafélögum og kennurum við austurströnd landsins. Erlent 22.5.2005 00:01
Skæruliðar felldir í Afganistan Bandarískar hersveitir í Afganistan felldu tólf skæruliða sem réðust á hermenn í eftirlitsleiðangri við landamærin að Pakistan á laugardag, að því er talsmaður hersins greindi frá í gær. Jafnframt fordæmdi talsmaður Sameinuðu þjóðanna misþyrmingu fanga sem uppvíst hefur orðið að voru stundaðar í herstöð Bandaríkjahers í landinu. Erlent 22.5.2005 00:01
Bannað að bera nakið fram Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að banna að matur sé borinn fram á nöktum kvenlíkömum á veitingastöðum í landinu. Í tilkynningu frá viðskiptaráðuneytinu í Peking segir að slíkt athæfi sé ósiður sem brjóti í bága við almennt velsæmi. Erlent 22.5.2005 00:01
S.þ. fordæma meintar pyntingar Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu í morgun meintar pyntingar bandarískra hermanna á afgönskum stríðsföngum í herstöð skammt frá Kabúl árið 2002. Samtökin krefjast þess að málið verði rannsakað. Erlent 22.5.2005 00:01
Útlit fyrir afhroð Schröders Allt útlit er fyrir að flokkur Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, Jafnaðarmannaflokkurinn, bíði afhroð og tapi í kosningum sem fram fara í dag í þýska sambandsríkinu Nordrhein-Westfalen en flokkurinn hefur verið þar við völd í tæpa fjóra áratugi. Erlent 22.5.2005 00:01
Schröder boðar kosningar í haust Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sagðist í gær vilja að kosningum til Sambandsþingsins yrði flýtt um heilt ár, til komandi hausts, í kjölfar mikils ósigurs jafnaðarmannaflokks hans í héraðsþingkosningum í Nordrhein-Westfalen. Kristilegir demókratar unnu þar afgerandi sigur. Erlent 22.5.2005 00:01
Rúmenskir gíslar lausir í Írak Þrír rúmenskir fréttamenn og írask-bandarískur túlkur þeirra voru í gær látnir lausir úr gíslingu sem íraskir uppreisnarmenn hnepptu þá í fyrir tveimur mánuðum. Frá þessu greindu talsmenn Rúmeníuforseta. Erlent 22.5.2005 00:01
Bráðaaðgerðir gegn fuglaflensu Kínversk stjórnvöld hafa fyrirskipað bráðaaðgerðir til að hindra útbreiðslu fuglaflensu, í kjölfar þess að í ljós kom að farfuglar sem fundust dauðir í vesturhluta landsins fyrr í þessum mánuði hefðu verið sýktir af veirunni. Erlent 22.5.2005 00:01
Sprenging í tveimur kvikmyndahúsum Að minnsta kosti sextán særðust þegar tvær sprengjur sprungu nánast á sama tíma í tveimur kvikmyndahúsum á Indlandi í dag. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort einhver sé lífshættulega særður. Í dag er nákvæmlega ár síðan ný ríkisstjórn tók við völdum á Indlandi og ekki er talið ólíklegt að ódæðið tengist því. Erlent 22.5.2005 00:01
Vó aðeins 300 grömm við fæðingu Stúlkubarn sem fæddist rúmum þremur mánuðum fyrir tímann í Bandaríkjunum í síðustu viku vegur aðeins rúmlega þrjú hundruð grömm. Læknar telja góðar líkur á að barnið lifi. Erlent 22.5.2005 00:01
Hermannaveiki á norsku sjúkrahúsi Staðfest var í gær að banamein þriggja aldraðra sjúklinga á sjúkrahúsi í Fredrikstad í Noregi hefði verið hermannaveiki. Erlent 22.5.2005 00:01
Þingkosningum flýtt í Þýskalandi Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hefur flýtt almennum þingkosningunum í landinu um eitt ár og boðað þær strax í haust eftir að flokkur hans, þýski Jafnaðarmannaflokkurinn, galt afhroð í kosningum í sambandsríkinu Nordrhein-Westfalen í dag. Erlent 22.5.2005 00:01
Sterkasta vígi þýskra krata fallið Kristilegir demókratar unnu í gær langþráðan sigur í héraðsþingkosningum í Nordrhein-Westfalen, sem með um 18 milljónir íbúa er langfjölmennast þýsku sambandslandanna 16. Þeir stefna á að taka einnig við stjórnartaumunum í Berlín í haust. Erlent 22.5.2005 00:01
Rúmensku gíslunum sleppt Rúmensku blaðamönnunum þremur, sem verið hafa í haldi mannræningja í Írak í nærri tvo mánuði, var sleppt í dag. Fjórði gíslinn, sem starfað hefur sem túlkur Rúmenanna, fékk einnig frelsi. Erlent 22.5.2005 00:01
Persson fengið nóg af brjóstum Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur fengið nóg af myndum af berbrjósta konum í sænskum fjölmiðlum og boðar lagasetningu sem takmarkar slíkar myndbirtingar. Hann vill skoða leiðir til að koma í veg fyrir sömu þróun og í Bretlandi þar sem fáklæddar konur tröllríða tímaritum og dagblöðum. Erlent 22.5.2005 00:01
Samherji Saddams látinn laus Yfirvöld í Írak hafa látið lausan úr fangelsi einn þeirra manna sem voru háttsettir í stjórn Saddams Husseins á sínum tíma. Að sögn íraska innanríkisráðherrans er maðurinn, Ghazi Hammud al-Obeidi, dauðvona vegna magakrabbameins. Erlent 22.5.2005 00:01
Kanslaraembættið í hættu Samkvæmt nýjustu útgangsspám bíður þýski Jafnaðarmannaflokkurinn, undir forystu Gerhards Schröders kanslara, afhroð í kosningum sem fram fara í dag í þýska sambandsríkinu Nordrhein-Westfalen. Ef fer sem horfir verður það gríðarlegt áfall fyrir Schröder og gæti orðið til þess að hann nái ekki endurkjöri í þingkosningunum á næsta ári. </font /> Erlent 22.5.2005 00:01
Líka pyntingar í Afganistan? Bandarískir hermenn eru sakaðir um að hafa pyntað afganska fanga í aðalherstöð Bandaríkjahers skammt frá Kabúl árið 2002. Bandaríska stórblaðið <em>The New York Times</em> birti grein um þetta í gær þar sem vitnað er í leyniskýrslu hersins. Erlent 21.5.2005 00:01