Erlent

Ófrísk en heiladauð

Susan Torres, 26 ára Bandaríkjamaður, féll í dá í maí síðastliðinn eftir að óuppgötvað heilaæxli olli henni heilablóðfalli þar sem hún sat við kvöldverðarborðið heima hjá sér.

Erlent

Súnníar aftur með í ferlinu

Súnní-Arabar hafa aftur tekið sæti sín í nefnd sem fjallar um stjórnarskrá fyrir Írak. Þeir höfðu sniðgengið nefndina í tæpa viku til að mótmæla morðum á tveimur samstarfsmanna þeirra, Súnnía sem sæti áttu í nefndinni.

Erlent

Lögreglan í kappi við tímann

Breska lögreglan er nú í kappi við tímann en fjögurra tilræðismanna, sem gerðu misheppnaðar tilraunir til hryðjuverka á fimmtudaginn, er nú leitað. Óttast er að þeir leggi á ráðin um frekari árásir í London og að borgin sé orðin meginskotmark alþjóðlegra hryðjuverkamanna.

Erlent

Vopnuð átök um helgina

Til vopnaðra átaka kom í Darfur-héraði í vesturhluta Súdan nú um helgina. Þetta hafa yfirmenn hersins þar í landi viðurkennt.

Erlent

Lestarstöð í New York rýmd

Lestarstöð í Pennsylvaníu í New York í Bandaríkjunum var lokuð og stöðin rýmd í um klukkustund í gær eftir að pakka var hent í starfsmann stöðvarinnar og sagt að í væri sprengja.

Erlent

Drepin af ásettu ráði

Lögmenn fjölskyldu kanadísks ljósmyndara, sem lést í haldi yfirvalda í Íran fyrir tveimur árum, fullyrða að ljósmyndarinn, Zahra Kazemi að nafni, hafi verið drepinn af ásettu ráði. Zahra var handtekin fyrir utan fangelsi í Tehran, höfuðborg Írans, þar sem hún var að taka myndir en margir fanganna sem þar sitja inni hafa unnið sér það eitt til saka að vera andvígir stefnu stjórnvalda í landinu.

Erlent

Forsetanum mótmælt

Gloria Arroyo forseti Filippseyja flutti árlegt þingávarp sína í gær við allsérstæðar aðstæður. Stjórnarandstaðan var ekki viðstödd athöfnina og utan við þinghúsið voru saman komnir tugir þúsunda mótmælenda.

Erlent

Flóðbylgjuviðvörun afturkölluð

Yfirvöld í Indónesíu og á Taílandi segja enga hættu vera á flóðbylgju og hafa afturkallað flóðbylgjuviðvörun eftir að jarðskjálfti upp á 7,2 á Richter skók Nicobar-eyjurnar í Indlandshafi í gærkvöld. Mikil skelfing greip um sig á eyjunum en engar fréttir hafa þó borist af mannfalli.

Erlent

Ánægja með reykingabann í Noregi

Þann 1. júní í fyrra urðu allir veitinga- og skemmtistaðir í Noregi reyklausir. Nú er komin út skýrsla þar sem kemur fram að breytingarnar hafi gengið mjög vel fyrir sig og að 10% starfsmanna hafi hætt að reykja.

Erlent

Landamæradeila Kanada og Danmerkur

Kanadamenn og Danir eru að lenda í landamæradeilu um Hans-eyju, norðaustur af Grænlandi. Deilan tók nýja stefnu í síðustu viku eftir að Bill Graham, varnarmálaráðherra Kanada, steig þar á land og hermenn reistu kanadíska fánann, en danski fáninn var þar fyrir.

Erlent

Ólétt af syni djöfulsins

Ítalskt par stal 50 þúsund evrum af 47 ára gamalli konu í borginni Palermo á Sikiley eftir að hafa fullvissað hana um að þau væru vampírur sem myndu gera hana ólétta af syni djöfulsins ef hún borgaði þeim ekki. Parið stal peningunum af konunni á fjögurra ára tímabili með því að selja henni pillur á 3000 evrur sem áttu að koma í veg fyrir óléttuna.

Erlent

Dularfullur sjúkdómur í Kína

Að minnsta kosti nítján manns hafa nú látist úr dularfullum sjúkdómi í Kína og yfir fjörutíu eru veikir. Allir hinna látnu eru bændur og koma úr tugum þorpa í suðurhluta landsins.

Erlent

56 létust í rútuslysi í Nígeríu

Fimmtíu og sex manns létu lífið og sex slösuðust þegar rúta ók út í á í Nígeríu í gær. Einungis náðist að bjarga sex manns úr rútunni en þeir voru allir fluttir á sjúkrahús með alvarleg meiðsl.

Erlent

Discovery skotið á loft á morgun

NASA hefur ákveðið að Discovery verði skotið á loft á morgun en förin verður sú fyrsta í tvö og hálft ár eða frá því Columbia fórst þegar hún undirbjó lendingu á jörðinni eftir tveggja vikna för úti í geimnum árið 2003. För Discovery er heitið að Alþjóðlegu geimstöðinni og mun ferðin taka tólf daga. 

Erlent

Vill rétta yfir Saddam í Svíþjóð

Giovanni di Stefano, einn verjenda Saddams Husseins, hefur farið þess á leit við írösku ríkisstjórnina að réttarhöld yfir forsetanum fyrrverandi verði færð til Svíþjóðar. Þetta segir di Stefano nauðsynlegt vegna þess að ástandið í Írak sé of hættulegt til að hægt sé að rétta yfir honum þar.

Erlent

Mótmæltu hryðjuverkaárásunum

Þúsundir manna, bæði heimamenn og ferðamenn, söfnuðust saman á ferðamannastaðnum Sharm el-Sheik í Egyptalandi í gær til að mótmæla hryðjuverkaárásunum á laugardag sem urðu 88 manns að bana og særðu yfir 120.

Erlent

Blair eyðir fúlgum í snyrtivörur

Það skiptir máli að líta vel út, koma vel fyrir og snyrta sig. Púður og kinnalitur eru lykilatriði. Í það minnsta er erfitt að komast að annarri niðurstöðu þegar litið er til reikninga Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands.

Erlent

Kennsl borin á tvo tilræðismenn

Vitað er hverjir tveir hryðjuverkamannanna eru sem gerðu tilraun til árásar í London í síðustu viku. Lundúnalögreglan handtók í dag tvo menn en tilræðismannanna er leitað og óttast að þeir leggi á ráðin um fleiri tilræði.

Erlent

Enn ein árásin í Írak

Að minnsta kosti fimm féllu og tólf særðust er sjálfsmorðssprengjuárás var gerð í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Árásarmaðurinn sprengdi upp litla rútu nálægt hótelinu Sadeer en allir þeir sem létust voru írakskir öryggisverðir sem eru taldir hafa unnið hjá hótelinu.

Erlent

Öflug sprenging í Bagdad

Sjálfsmorðsárás var gerð á lögreglustöð í Baghdad í dag. Árásarmaðurinn keyrði vörubíl hlöðnum sprengiefni á lögreglustöðina og talið er að a.m.k. 22 hafi látist og 30 særst. Sprengjan var gríðarlega öflug og ummerki hennar sýnileg á stóru svæði, stór sprengigígur og einnig skemmdust hús og bílar.

Erlent

Átök á Gaza svæðinu

Palestínumenn drápu tvo Ísraela nálægt landamærum Gaza svæðisins í dag. Það gerðist rétt í þann mund sem Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, yfirgaf Ísrael. Hún kom til Miðausturlanda til að reyna að stöðva ofbeldisölduna sem stefnir friðarferlinu í hættu.

Erlent

Lögreglan heldur vinnureglum

Breska lögreglan hefur harmað að saklaus maður skyldi skotinn til bana, í Lundúnum, síðastliðinn föstudag. Lögreglustjóri höfuðborgarinnar segir að lögreglan muni samt halda áfram að skjóta til þess að drepa, ef þörf krefji.

Erlent

Kínverjar rýmka ferðaleyfi

Fyrsti hópur kínverskra ferðamanna í skipulagðri hópferð kom til Bretlands í dag. Búist er við að margir þeirra verði horfnir, þegar að heimferðinni kemur. Fyrr á þessu ári bættu kínversk stjórnvöld Bretlandi við þau lönd kínverjar mega heimsækja, sem ferðamenn.

Erlent

Gleðipillur skemma tennur

Þunglyndislyf geta aukið hættuna á tannskemmdum. Í Danmörku eru dæmi um að fólk, sem tekur slík lyf, hafi fengið tíu holur í tennurnar á einu ári.

Erlent

Kærður fyrir afneitun þjóðarmorðs

Tyrkneskur stjórnmálamaður sætir nú sakarannsókn í Sviss vegna ummæla sinna um að þjóðarmorð Tyrkja á Armenum á tímum fyrri heimsstyrjaldar væri "lygi". Dogu Perincek, sem á tímabili var formaður Verkamannafloks Tyrklands, er grunaður um að hafa brotið gegn svissneskum lögum sem banna hatursáróður og kynþáttamisrétti.

Erlent

Sprengja slasar tvo í Tyrklandi

Að minnsta kosti tveir slösuðust í sprengingu á kaffihúsi í Istanbul seint á laugardagskvöld. Lögreglan telur að sprengjan hafi annað hvort verið sprengd með fjarstýringu eða búin tímastilli. Sprengt var á vinsælum ferðamannastað við Galata-brúna.

Erlent

Ferðamenn yfirgefa Egyptaland

Myndbandsupptaka hefur borist af annarri bílsprengjunni í Egyptalandi. Evrópskir ferðamenn streyma frá Sharm el-Sheikh, þúsundum saman.

Erlent

Yfir 70 manns í haldi lögreglu

Lögreglan í Egyptalandi hefur tekið yfir 70 manns til yfirheyrslu vegna sprenginganna á föstudagskvöld. Einn ódæðismanna mun hafa látið lífið í sprengingunni en þriggja er enn leitað. Ódæðin valda búsifjum í ferðaþjónustu landsins.

Erlent