Erlent

Howard lætur af embætti

Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi, greindi frá því fyrir stundu að hann hygðist láta af embætti eftir að reglum flokksins hefði verið breytt og nýr formaður hefur verið valinn. Hann sagði þó að kosningarnar í gær mörkuðu þáttaskil í sögu flokksins því að nú lægi leiðin upp á við.

Erlent

Málaferli hjá Mandela

Friðarfrömuðurinn Nelson Mandela hefur nú sagt þeim stríð á hendur sem misnota nafn hans í ágóðaskyni. Hann hefur ráðið hóp lögmanna til að gæta hagsmuna sinna.

Erlent

Fjórtán lík finnast

Írakskir lögreglumenn fundu í morgun fjórtán lík í norðurhluta Bagdad og hafði fólkið allt verið skotið til bana. Greinilegt var að um aftöku var að ræða.

Erlent

Töpuðu fyrir fyrrum samflokksmanni

Tvær konur í framboði fyrir Verkamannaflokkinn þurftu að lúta í lægra haldi fyrir fyrrverandi samflokksmönnum sínum í kjördæmum þar sem flokkurinn fékk meira en helming greiddra atkvæða í síðustu þingkosningum.

Erlent

6,4 milljarðar horfnir

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa hafið rannsókn á hvarfi hundrað milljón dollara, um 6,4 milljarða íslenskra króna,  sem áttu að fara í uppbyggingarstarf í Írak. Flest bendir til þess að stórfellt fjármálamisferli hafi átt sér stað hjá bandarískum embættismönnum í borginni Hillah í Írak.

Erlent

Líkfundur á öskuhaugunum

Á annan tug líka fannst á ruslahaugum í útjaðri Bagdad í gær en auk þess týndu í það minnsta 26 lífi í hryðjuverkaárásum gærdagsins. Fjöldi þeirra sem hafa fallið síðan ríkisstjórn al-Jaafari tók við völdum nálgast nú þriðja hundraðið.

Erlent

Rændu ferðamönnum og myrtu þá

Lögreglumenn í Georgíu fundu í gær átta lík nærri húsi sem glæpagengi hafði haft aðsetur í. Ekki er nákvæmlega vitað af hverjum líkin séu en talið er að glæpagengið hafi rænt þeim og myrt.

Erlent

Áfall fyrir Blair

Úrslit þingkosninganna í nótt eru nokkuð áfall fyrir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem það gerist að breski Verkamannaflokkurinn vinnur þrjár kosningar í röð en flokkurinn tapaði engu að síður miklu fylgi og mörgum þingmönnum.

Erlent

Tregablandin ánægja

Forystumenn allra helztu flokkanna í Bretlandi sáu hverjir sínar ástæður til að kætast yfir úrslitum þingkosninganna. En þeir urðu líka allir fyrir vonbrigðum.

Erlent

Varnarsigur Verkamannaflokksins

Þótt Verkamannaflokkurinn hafi haldið velli í bresku þingkosningunum í fyrradag þá er ljóst að þingmeirihlutinn má ekki naumari vera. Óvæntustu tíðindi gærdagsins voru þó afsögn Michaels Howard, leiðtoga íhaldsmanna.

Erlent

Þúsundir flýja Tógó

Ólgan í Tógó heldur áfram eftir að Faure Gnassingbe var kjörinn forseti landsins í kosningum sem margir telja vafasamar í meira lagi.

Erlent

Marburg-veiran lætur á sér kræla

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO skoðar nú hvort verið geti að að læknir og hjúkrunarfræðingur í Angóla hafi smitast af hinni óhugnanlegu Marburg-veiru.

Erlent

Sjö lögreglumenn féllu

Að minnsta kosti sjö lögreglumenn féllu í valinn og fimmtán særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Tíkrit í Írak í morgun. Árásarmaðurinn sprengdi sig í loft upp á námunda við rútu sem flytur lögreglumenn í og úr vinnu.

Erlent

Tugir handteknir vegna klámhrings

Tugir manna hafa verið handteknir og yfirheyrðir undanfarna daga í átta Evrópulöndum vegna meintrar aðildar þeirra að barnaklámhring á Netinu. Lögregluyfirvöld í Frakklandi segja að á tölvum hinna handteknu sé að finna þúsundir ljósmynda og myndbanda sem sýni börn misnotuð kynferðislega.

Erlent

Lögregla lokar Manhattan-brúnni

Manhattan-brúnni í New York hefur verið lokað vegna grunsamlegs bögguls að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. Sprengjusérfræðingar eru að störfum við brúna. Sprenging varð við ræðismannsskrifstofu Breta í borginni í fyrrakvöld.

Erlent

58 látnir eftir sjálfsmorðsárás

Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir sjálfsmorðsárás í bænum Suwayra í Írak síðdegis. Árásarmaðurinn ók bifreið upp að mannfjölda á grænmetismarkaði í bænum og sprengdi sig þar í loft upp.

Erlent

Með myndir af tilræðismanninum

Lögregla í New York kveðst hafa góðar myndir af þeim sem kom fyrir sprengjum við ræðismannsskrifstofu Breta í borginni í fyrrakvöld. Öryggismyndavélar mynduðu manninn í bak og fyrir og er hans leitað.

Erlent

Japanir hyggjast kæra

Japanar hyggjast kæra Norður-Kóreumenn til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á næstu vikum, áður en þeir sprengja kjarnorkusprengju í tilraunaskyni.

Erlent

Hljómsveitargryfjan of lítil

Aðeins nokkrum mánuðum eftir að hið glæsilega óperuhús Kaupmannahafnar var opnað, er komið á daginn að hljómsveitargryfjan er of lítil. 

Erlent

Ekki sátt um lokun herstöðva

Samningaviðræður um lokun rússneskra herstöðva í Georgíu fór út um þúfur í dag að sögn utanríkisráðherra Georgíu. Af þeim sökum mun forseti landsins, Mikhail Saakashvili, ekki verða viðstaddur sérstök hátíðahöld í Rússlandi næstkomandi mánudag í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari. 

Erlent

Bretar veðja um kosningaúrslit

Bretar hafa gaman af því að veðja og eitt af því sem þeir hafa veðjað á er veðrið í dag, kosningadaginn, en þeir veðja líka grimmt um úrslit kosninganna og ýmislegt fleira.

Erlent

Danir biðja gyðinga afsökunar

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðist afsökunar á því að Danir vísuðu gyðingum og fleirum frá landinu í seinni heimsstyrjöldinni, í opinn dauðann í Þýskalandi. Afsökunarbeiðnin kemur í kjölfar upplýsinga frá Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni fornleifafræðingi.

Erlent

Kjaftað við kjörkassann

Óánægja með Blair-stjórnina var áberandi meðal kjósenda í Kensington-Chelsea-kjördæmi í Lundúnum í gær. Auðunn Arnórsson blaðamaður ræddi við nokkra þeirra.

Erlent

Hörð átök í Afganistan

Sjötíu manns hafa fallið í átökum í suðurhluta Afganistans síðustu þrjá daga. Bandaríkjaher segir að 40 talibanar og einn afganskur lögreglumaður hafi látist í átökum í héraðinu Zabul á þriðjudag í mannskæðusutu bardögum í landinu í níu mánuði. Sex bandarískir hermenn og fimm afganskir lögreglumenn særðust í átökunum.

Erlent

Talabani til Jórdaníu til viðræðna

Jalal Talabani, hinn nýi forseti Íraks, fer í fyrstu erlendu heimsókn sína á laugadaginn, en þá heimsækir hann Jórdaníu til þess að ræða við þarlend yfirvöld um samvinu á sviði öryggis- og efnahagsmála. Talabani, sem varð fyrsti kúrdíski forseti Íraks í síðasta mánuði, mun hitta Abdullah konung Jórdaníu og munu þeir meðal annars ræða um hvernig vinna megi sigur á uppreisnarmönnum í Írak, en Jórdanar hafa stutt Bandaríkjamenn í aðgerðum þeirra í Írak.

Erlent

Orþódoxar deila

Harðvítugar deilur eru komnar upp í grísku rétttrúnaðarkirkjunni í Ísrael eftir að upp komst að Íreneus patríarki í Jerúsalem hefði lánað verðmæta kirkjumuni til landnema í austurhluta borgarinnar.

Erlent

Hart barist í Afganistan

Til mjög harðs bardaga kom í vikunni í suðaustanverðu Afganistan þegar bandarískir og afganskir hermenn gengu milli bols og höfuðs á uppreisnarmönnum.

Erlent