Erlent

IKEA sakað um mútuþægni

IKEA í Þýskalandi sætir nú lögreglurannsókn eftir að upp komst að forsvarsmenn fyrirtækisins tóku við tugmilljóna króna mútum frá byggingaverktökum.

Erlent

Móðir berst gegn Íraksstríðinu

Barátta sorgmæddrar móður hefur vakið þjóðarathygli í Bandaríkjunum. Cindy Sheehan hefur staðið utan við búgarð Bush forseta svo dögum skiptir til að mótmæla Íraksstríðinu.

Erlent

Lét lífið fyrir eigin sprengju

Sautján ára norskur piltur lét lífið þegar sprengja sem hann var að setja saman heima hjá sér sprakk í loft upp. Pilturinn hafði fundið leiðbeiningar á Netinu um hvernig búa ætti til sprengju en lögregla segir enga ástæðu til að gruna að hryðjuverk hafi verið í undirbúningi. Bróðir piltsins slasaðist einnig í sprengingunni. Talsmenn lögreglu segja allt benda til þess að um barnaskap unglinga hafi verið að ræða.

Erlent

Sprengjuárásir í Bangladesh

Að minnsta kosti tveir létust og rúmlega 130 særðust þegar um 100 litlar sprengjur sprungu í Bangladesh í gær. Um 50 manns hafa verið handteknir vegna málsins en um heimagerðar sprengjur var að ræða og var mörgum þeirra komið fyrir við opinberar byggingar.

Erlent

Páfa fagnaði í Þýskalandi

Tugþúsundir skælbrosandi ungmenna fögnuðu Benedikt páfa sextánda gríðarlega þegar hann kom til Þýskalands í morgun. Hann er þar til að taka þátt í kaþólskum æskulýðsdegi og messu á sunnudaginn.

Erlent

NASA gagnrýnd harðlega

Stjórnendur bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA fá á baukinn í skýrslu rannsóknarnefndar sem rannsakaði vandræðin sem fylgdu ferð geimferjunnar Discovery á dögunum.

Erlent

Vilja ferðamenn á ný

Yfirvöld í Lundúnum ætla að eyða milljónum punda í auglýsingaherferð sem miðar að því að fá ferðamenn til borgarinnar en þeim hefur fækkað mikið í borginni síðan hryðjuverkaárásirnar voru gerðar í lestum og strætisvagni borgarinnar þann 7. júlí síðastliðinn.

Erlent

Landnemar fluttir úr bænahúsum

Landnemar á Gasa-svæðinu öskruðu og æptu þegar ísraelskar sveitir létu til skarar skríða gegn þeim í dag. Fólkið var flutt úr bænahúsum með valdi. Harkan sex var boðorðið í dag og ísraelskir hermenn fylgdu því eftir, þó að sumum þeirra hafi verið það á móti skapi. Fimmtíu þúsund lögreglu- og hermenn voru til reiðu en þetta er stærsta hernaðaraðgerð Ísraels á friðartímum.

Erlent

Milljón pílagrímar bíða páfa

Hundruð þúsunda ungmenna frá 184 löndum eru saman komin í Köln í Þýskalandi og bíða komu Benedikts páfa XVI. en alþjóðleg hátíð kaþólskra ungmenna stendur nú yfir í borginni.

Erlent

Flugslysið gerist æ dularfyllra

Líkur eru taldar á því að farþegar kýpversku þotunnar sem fórst á sunnudaginn með 121 manni innanborðs hafi misst meðvitund fljótlega eftir flugtak. Vélin flaug svo á sjálfstýringu þar til hún fórst.

Erlent

Átök á öðrum degi brottflutnings

Til alvarlega átaka kom á milli landtökumanna og hermanna í Neve Dekalim og Kfar Darom á Gaza-ströndinni í gær þegar herinn reyndi að rýma tvær sýnagógur í hverfinu.

Erlent

Sniglar valda usla í Danmörku

Risasniglar frá Spáni eru að gera garðeigendur í Danmörku brjálaða. Þeir hafa breiðst út um nánast allt landið, og Danir sem eru umhyggjusamir um garða sína geta tínt saman tvö til þrjúhundruð snigla á hverjum einasta morgni.

Erlent

Fjórir skæruliðar drepnir í Riyadh

Fjórir meintir skæruliðar voru drepnir og nokkrir til viðbótar handteknir eftir byssubardaga við öryggissveitir í Sádi-Arabíu í morgun. Lögregla umkringdi hús norður af höfuðborginni Riyadh, drap þar tvo eftirlýsta byssumenn og handsamaði þann þriðja.

Erlent

SAS selur aðra leið

SAS flugfélagið hefur skorið upp herör gegn lággjaldaflugfélögum, og mun hér eftir aðeins selja miða aðra leiðina, á flugleiðum sínum í Evrópu. Talsmaður flugfélagsins segir að þetta sé það sem viðskiptavinirnir vilji í stað þess að vera neyddir til þess að kaupa miða báðar leiðir, með allskonar skilyrðum um dvalarlengd og dvalardaga erlendis.

Erlent

Innflutningshöft á kínversk föt

Bandaríkin og Kína eru nálægt því að komast að samkomulagi um umfangsmikla takmörkun á innflutningi á kínverskri vefnaðarvöru og kínverskum fatnaði til Bandaríkjanna. Bandarískir framleiðendur fatnaðar og vefnaðarvöru hafa lagt mikla áherslu á að höft verði sett á innflutning á vörum frá Kína.

Erlent

Heræfingar Rússa og Kínverja

Rússar og Kínverjar hafa tekið höndum saman og æfa heri sína sameiginlega í tilraun sem stendur yfir næstu átta daga. Flug, sjó og landherir ríkjanna æfa nú stíft en í tilkynningu frá yfirvöldum beggja ríkja kemur fram að æfingar þessar séu ekki til að hræða neinn heldur sé tilgangurinn að styrkja samband ríkjanna sem löngum hefur verið ansi stíft.

Erlent

Lögreglustjóri vildi ekki rannsókn

Yfirmaður lögreglunnar í Lundúnum vildi að lögreglan sjálf rannsakaði tildrög þess að lögreglumenn skutu Brasilíumann til bana á lestarstöð í júlí og mælti gegn utanaðkomandi rannsókn. Ekki var farið að beiðni hans en rannsóknarnefndin fékk ekki aðgang að lestarstöðinni fyrr en þremur dögum eftir atvikið. </font /></b />

Erlent

Krefjast afsagnar Ian Blair

Ian Blair, lögreglustjóri Lundúnaborgar, verður að segja af sér, segja ættingjar Brasilíumannsins Jeans Charles de Menezes, sem skotinn var í misgripum í neðanjarðarlestarstöð í borginni í síðasta mánuði.

Erlent

Ratvís dúfa

Norsk bréfdúfa villtist á leið sinni á dögunum og lenti óvart í Svíþjóð. Engu að síður sýndi hún óvenjulegar gáfur í viðleitni sinni við að rata.

Erlent

Svipt leyfi vegna útlendingahaturs

Útvarpsstöð í Danmörku hefur verið svipt útvarpsleyfi í þrjá mánuði fyrir að ala á útlendingahatri. Stöðin heitir Radio Holgeir og er þar vísað til goðsagnarinnar um Holgeir danska, sem á að vakna til þess að verja Danmörku, þegar hætta steðjar að.

Erlent

Sprenging í Ósló

Sautján ára gamall piltur af sýrlenskum uppruna beið bana þegar sprengja sem hann hafði búið til sprakk í höndunum á honum á heimili hans í Ósló. Nítján ára bróðir hans slasaðist alvarlega.

Erlent

Kapphlaup við tímann

Íraskir þingmenn leggja nú allt kapp á að ljúka við frumvarp til stjórnarskrár landsins en frestur þeirra rennur út eftir helgi. Fjórir bandarískir hermenn létu lífið í sprengjuárás í gær.

Erlent

Brottflutningur með valdi hafinn

Ísraeli myrti fjóra Palestínumenn á Vesturbakkanum í gær og særði tvo til viðbótar. Ekki skarst verulega í odda á milli hermanna og landnema á Gaza þótt margir hefðu verið fluttir á brott með valdi.

Erlent

Atvinnuleysi eykst í Bretlandi

Atvinnuleysi jókst í Bretlandi í júlí, sjötta mánuðinn í röð og er nú hið mesta í heilt ár, samkvæmt tölum frá bresku hagstofunni.

Erlent

Menezes skotinn vegna mistaka

Mistök leiddu til þess að breskir lögreglumenn skutu til bana brasilískan mann sem þeir töldu hryðjuverkamann, í Lundúnum fyrir nokkru. Lögreglumennirnir skutu Jean Charles de Menezes átta sinnum á neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum þann tuttugasta og annan júlí síðastliðinn, daginn eftir seinni hrinu árása í borginni.

Erlent

Munkur myrtur

Stofnandi Taize-reglunnar svonefndu, bróðir Roger, var myrtur í fyrrakvöld á bænasamkomu, í Búrgúndarhéraði, Frakklandi frammi fyrir þúsundum trúaðra.

Erlent

Stríðsbörn heimsækja fangabúðir

Á þriðja tug Breta og Bandaríkjamanna sem eyddu fjórum árum af æsku sinni í japönskum fangabúðum í Síðari heimsstyrjöldinni heimsóttu fangabúðirnar í gær af því tilefni að sextíu ár eru liðin frá því að þeir voru látnir lausir að stríðinu loknu.

Erlent

Lögreglan sökuð um ósannindi

Brasilíumaðurinn sem breska lögreglan skaut til bana á neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum var ekki á flótta undan lögreglunni þegar hann var skotinn, heldur gekk rólega í gegn um hlið á lestarstöðinni.

Erlent

Tímabundið framsal á Hussain

Dómstóll á Ítalíu fjallar sem stendur um framsalsbeiðni Breta sem vilja að Osman Hussain, sem einnig er þekktur sem Hamdi Isaac, verði sendur til Bretlands. Yfirvöld þar vilja yfirheyra og ákæra hann fyrir aðild að misheppnuðum hryðjuverkaárásum þann tuttugasta og fyrsta júlí síðastliðinn.

Erlent