Erlent

Ástandið er nærri eðlilegt

Ástandið í óeirða­hrjáðum hverfum ­franskra­ borga er nú að færast í nærri eðlilegt horf að því er talsmenn franskra lögregluyfirvalda ­greindu­ frá í gær. Í fyrrinótt voru spellvirki framin í 79 sveitarfélögum en þau voru um 300 þegar óeirðaaldan var í hámarki.

Erlent

Dæmdur fyrir rauða stjörnu

Dómstóll í Búdapest staðfesti í gær fyrri dóm undirréttar, sem dæmdi stjórnmálamanninn Attila Vajnai í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að bera rauða stjörnu kommúnista í barminum á almannafæri.

Erlent

Hefur viðræður við Atassut

Úrslit kosninganna til grænlensku landsstjórnarinnar komu verulega á óvart því að Siumut-flokkurinn hélt sínu. Honum hafði verið spáð afhroði. Miðflokkurinn Demókratar vann ekki jafn mikið á og búist var við.

Erlent

Jafnaðarmenn sigurvegarar

Jafnaðarmenn komust í lykilstöðu í þremur af fjórum stærstu borgunum í Danmörku í sveitarstjórnarkosningunum í fyrradag. Í höfuðborginni fengu jafnaðar­menn um 35 prósent atkvæða og er fastlega búist við að þeir myndi meirihluta með sósíalistum og Radikale Venstre. Ritt ­Bjerre­gaard­ verður næsti borgarstjóri, fyrst kvenna sem gegnir því starfi.

Erlent

Austur-Þjóðverji í formannsstólinn

Matthias Platzeck, forsætisráðherra (fylkisstjóri) austur-þýska sambandslandsins Brandenborgar, var nær einróma kjörinn nýr formaður þýska Jafnaðarmannaflokksins, SPD, á flokksþingi á þriðjudag. Þar með eru Austur-Þjóðverjar komnir í formannsstól beggja stóru flokkanna í þýskum stjórn­málum, en þeir eru nú að hefja stjórnarsamstarf í annað sinn í sögu þýska sambandslýðveldisins.

Erlent

Bretar beittu hvítum fosfór í Írak

Bandaríkjamenn hafa viður­kennt að hafa notað sprengjur fylltar hvítum fosfór gegn uppreisnarmönnum í Falluja á síðasta ári. Bretar hafa einnig notað efnið en aðeins til reykframleiðslu.

Erlent

Lífríkið nær sér aldrei

Þúsundir manna gengu fylktu liði um götur borgarinnar Santiago de Compostela í byrjun vikunnnar. Þeir minntust þess að þrjú ár eru liðin síðan olíuskipið Prestige sökk undan vesturströnd Spánar með þeim afleiðingum að þykk olíuslikja lagðist yfir stóran hluta strandlengju norðvestanverðs landsins.

Erlent

Fjármálaráðherra ásakaður um spillingu

Fjármálaráðherra Brasilíu, Antonio Palocci, verður yfirheyrður í dag af öldungadeild þingsins vegna gruns um spillingu. Palocci, sem er ásakaður um mútuþægni þegar hann var borgarstjóri í Ribeirao Preto, neitar allri sök. Framtíð hans í starfi er óviss sem stendur og veldur það miklum óróa í fjármálaheiminum í Brasilíu. Antonio Palocci er náinn samstarfsmaður forsetans, Luiz Inacio Lula da Silva, en verkamannaflokkur hans hefur einnig setið undir ásökunum um spillingu undanfarna mánuði

Erlent

Kosningaúrslit á Grænlandi

Jafnaðarflokkurinn Siumut hélt velli sem stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands í kosningunum í gær. Flokkurinn hélt sínum tíu þingmönnum með 30,7% atkvæða. Hægri flokkurinn Atassut og vinstri flokkurinn Inuit Ataqatigiit misstu báðir einn mann en Demókratar bættu við sig tveimur.

Erlent

14 létust af völdum jarðsprengju í Kambódíu

Að minnsta kosti 14 Kambódíumenn létust þegar flutningabíll sem þeir voru í ók yfir jarðsprengju í norðurhluta landsins. Bíllinn var að flytja fólkið heim af hrísgrjónaökrum og létust 13 mannanna samstundis

Erlent

Umdeild en vinsæl

Ritt Bjerregaard verður næsti borgarstjóri í Kaupmannahöfn eftir stórsigur Jafnaðarmannaflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í Danmörku í gær. Endurkoma hennar í embætti þykir merkileg fyrir margra hluta sakir en hún hefur tvívegis verið neydd til að segja af sér embætti og verið mjög umdeildur stjórnmálamaður.

Erlent

Erdogan strunsaði út af fundi með Rasmussen

Blaðamannafundur Anders Fogh Rasmussens, forsætisráðherra Danmerkur, og starfsbróður hans frá Tyrklandi, Tayyips Erdogans, í Kaupmannahöfn í gær var heldur endasleppur. Sá tyrkneski rauk á dyr þegar í ljós kom að fulltrúi kúrdískrar sjónvarpsstöðvar, sem starfar í Danmörku, var á staðnum.

Erlent

Afgreiðslutími kráa gefinn frjáls í Bretlandi í næstu viku

Ný lög um frjálsan afgreiðslutíma kráa í Bretlandi taka gildi í næstu viku eftir tilraun íhaldsmanna til að seinka gildistíma laganna var hrundið á breska þinginu í gær. Andstæðingar laganna óttast hið versta en stuðningsmenn þess segja það bæta drykkjumenningu Breta.

Erlent

Ísraelskur hermaður sýknaður af morðákæru

Ísraelskur hermaður, sem ákærður var fyrir að hafa myrt 13 ára stúlku á Gasasvæðinu í Palestínu á síðasta ári, var í gær sýknaður af ísraelskum herdómstóli. Í niðurstöðum herréttarins kom fram að stúlkan hafi þegar verið látin þegar hermaðurinn skaut hana.

Erlent

Jórdanir setja lög gegn hryðjuverkum

Ný hryðjuverkalög hafa verið sett í Jórdaníu í kjölfar árásanna á Amman, höfuðborg landsins í síðustu viku sem urðu 57 mönnum að bana. Fela þau meðal í sér að almennir borgarar verði að veita upplýsingar um útlendinga ef þeir leigja þeim húsnæði. 11 yfirmenn hjá ríkinu, meðal annars yfirmaður öryggismála, sögðu upp störfum í gær vegna árásanna á landið.

Erlent

Kínversk stjórnvöld kosta bólusetningu fugla gegn fuglaflensu

Yfir 14 miljarðar fugla, verða bólusettir gegn fuglaflensu í Kína á næstu vikum. Í tilkynningu frá yfirvöldum þar í landi segir að nauðsynlegt sé að gera allt til að hefta útbreiðslu fuglaflensunnar og mun ríkisstjórnin standa straum af öllum kostnaði við bólusetninguna.

Erlent

160 íraskir fangar fundust í leynilegu fangesli í Bagdad

Forsætisráðherra Íraks segir yfir 160 íraskir fangar hafa fundist í leynilegu fangelsi innanríkisráðuneytisins í Bagdad um helgina. Fangarnir höfðu verið pyntaðir og voru allir mjög vannærðir. Ráðherrann sagði rannsókn hafna á tildrögum málsins og hafa mannréttindasamtökin Amnestry International fagnað ákvörðun ráðherrans. Þá hvöttu þau hann til að gera niðurstöðurnar opinberar.

Erlent

Fór í fússi

Heimsókn tyrkneska forsætisráðherrans Recep Erdogans til Danmerkur hlaut snubbóttan endi í gær. Hann var ósáttur við að fréttamenn sjónvarpsstöðvar Kúrda í Danmörku væru á fréttamannafundi sem til stóð að báðir forsætisráðherrarnir héldu við lok heimsóknarinnar. Því kom Anders Fogh Rasmussen einn fram á fundinum.

Erlent

Ritt kjörin borgarstjóri

Ritt Bjerregaard, borgarstjóraefni jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn, vann yfirburða­sigur í kosningunum samkvæmt útgönguspá sem Gallup gerði fyrir TV2 og vitnað er til á fréttavef dagblaðsins Politiken.

Erlent

Eyðing skóga viðvarandi vandamál

Lítið lát er á skógareyðingu í heiminum samkvæmt nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem birt var í vikunni. Skýrslan sýnir að 7,3 milljónir hektara skóglendis hverfa ár hvert en það samsvarar stærð Panama eða Sierra Leone.

Erlent

Árétta mannréttindi

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er ásamt Vaclav Havel, fyrrverandi Tékklandsforseta, í hópi sex fyrrverandi þjóðar- og ríkisstjórnarleiðtoga sem skrifa undir bréf til Vladimírs Pútín Rússlandsforseta þar sem skorað er á hann og rússnesku ríkisstjórnina að standa sig betur í að virða mannréttindi.

Erlent

Vinstristjórn sennileg

Samkvæmt útgönguspá sem gerð var um miðjan dag í gær, á kjördegi kosninga til grænlenska Landsþingsins, stefndi í að vinstristjórn yrði mynduð. Samkvæmt spánni, sem gerð var á vegum grænlenska útvarpsins KNR, fær vinstriflokkurinn IA átta þingmenn en miðflokkurinn Demókratar níu fulltrúa.

Erlent

Ölið selt lengur hjá enskum

Bresk stjórnvöld hleyptu í gær af stokkunum nýju baráttuátaki gegn kappdrykkju ungmenna og drykkjutengdu ofbeldi. Átakið tengist gildistöku nýrra laga sem gefa afgreiðslutíma breskra kráa frjálsan.

Erlent

Neyðarlög framlengd

Franska þjóðþingið samþykkti í gær tillögu ríkisstjórnarinnar um að neyðarlög skyldu vera í gildi í þrjá mánuði til viðbótar. Þau voru sett til að auðvelda stjórnvöldum að binda enda á óeirðaölduna sem skekið hefur borgir landsins síðustu vikur.

Erlent

Fleiri hermenn til Afganistans

Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hvatti í gær aðildarríki bandalagsins til að senda fleiri hermenn til Afganistans, nú þegar verið er að stækka friðargæsluliðið þar sem NATO fer fyrir.

Erlent