Erlent

Neyðarlög framlengd

Nicolas Sarkozy Innanríkisráðherra Frakklands talar í þinginu í París í gær.
Nicolas Sarkozy Innanríkisráðherra Frakklands talar í þinginu í París í gær.

Franska þjóðþingið samþykkti í gær tillögu ríkisstjórnarinnar um að neyðarlög skyldu vera í gildi í þrjá mánuði til viðbótar. Þau voru sett til að auðvelda stjórnvöldum að binda enda á óeirðaölduna sem skekið hefur borgir landsins síðustu vikur.

Nicolas Sarkozy innanríkisráðherra hafði áður tjáð þingheimi að Frakkland stæði nú frammi fyrir skæðustu og flóknustu kreppu sem borgir landsins hefðu þurft að reyna og hún útheimti afdráttarlausar aðgerðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×