Erlent

Vinstristjórn sennileg

Samkvæmt útgönguspá sem gerð var um miðjan dag í gær, á kjördegi kosninga til grænlenska Landsþingsins, stefndi í að vinstristjórn yrði mynduð. Samkvæmt spánni, sem gerð var á vegum grænlenska útvarpsins KNR, fær vinstriflokkurinn IA átta þingmenn en miðflokkurinn Demókratar níu fulltrúa.

Gangi þetta eftir geta þessir tveir flokkar myndað nýja landstjórn. Sú stjórn tæki við samstarfi IA og jafnaðarmannaflokksins Siumut. Samkvæmt spánni heldur Siumut reyndar sínu, níu þingsætum. Íhaldsflokkurinn Atassut fær aðeins fjögur þingsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×