Erlent

Lífríkið nær sér aldrei

Verksummerki skoðuð. Jose Luis Zapa­tero, forsætisráðherra Spánar, skoðaði í sumar áhrif olíuslyssins á lífríki svæðisins.
Verksummerki skoðuð. Jose Luis Zapa­tero, forsætisráðherra Spánar, skoðaði í sumar áhrif olíuslyssins á lífríki svæðisins.

Þúsundir manna gengu fylktu liði um götur borgarinnar Santiago de Compostela í byrjun vikunnnar. Þeir minntust þess að þrjú ár eru liðin síðan olíuskipið Prestige sökk undan vesturströnd Spánar með þeim afleiðingum að þykk olíuslikja lagðist yfir stóran hluta strandlengju norðvestanverðs landsins.

Þótt hreinsunstarf, sem þúsundir sjálfboðaliða tóku þátt í, hafi tekist bærilega hafði mengunarslysið afar neikvæð áhrif á lífríki svæðisins.

Auk þess hefur fjöldi íbúa sem stundaði sjósókn frá bæjum við ströndina verið nauðbeygður að leita sér annarra starfa þar sem fiskistofnar á Biskajaflóa hafa ekki náð sér á strik að nýju síðan slysið varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×