Erlent

Fleiri hermenn til Afganistans

Jaap de Hoop Scheffer framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.
Jaap de Hoop Scheffer framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.

Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hvatti í gær aðildarríki bandalagsins til að senda fleiri hermenn til Afganistans, nú þegar verið er að stækka friðargæsluliðið þar sem NATO fer fyrir.

Gæsluliðið í Afganistan, ISAF, hefur nú 12.000 mönnum á að skipa. Í liðinu þjóna hermenn frá 36 þjóðlöndum. Þar á meðal eru á annan tug liðsmanna Íslensku friðargæslunnar. Til stendur að ISAF taki á næsta ári einnig við gæslu í suðurhluta Afganistans, er bandarískum hermönnum fækkar í landinu. Skæruliðar talibana eru enn virkir í suðurhlutanum. Því fleiri bandamenn sem geta styrkt ISAF-liðið, er það tekur við í suðurhluta Afganistans, því betra, sagði de Hoop Scheffer í heimsókn í Kaupmannahöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×