Erlent Fimm handteknir vegna morðs í Bradford Lögregla í í Lundúnum hefur handtekið fimm mans í tenglsum við skotárás á tvær lögreglukonur í Bradford í gær. Konurnar, sem voru óvopnaðar, höfðu brugðist við neyðarkalli um að verið væri að ræna ferðaskrifstofu. Ræningjarnir, sem voru þrír, skutu á konurnar og lést önnur þeirra en hin særðist og flýðu svo af vettvangi. Erlent 19.11.2005 17:23 Skjálftinn gæti komið af stað flóðbylgju Bandaríska jarðfræðistofnunin US Geological Survey segir að skjálftinn sem mældist á Indónesíu nú síðdegis hafi orðið um 1500 kílómetra norðvestur af Jakarta. Vísindamenn sem fylgjast með skjálftum og flóðbylgjum í Kyrrahafi segja að skjálfti af þessari stærð geti hleypt af stað flóðbylgju en engar fréttir hafa borist af slíku. Erlent 19.11.2005 16:03 Öflugur jarðskjálfti skekur Indónesíu Öflugur jarðskjálfti mældist við Indónesíu fyrir stundu. Skjálftinn er sagður hafa mælst 6,5 á Richter. Ekki er vitað á þessari stundu um tjón af völdum skjálftans. Erlent 19.11.2005 15:32 Vínfagnaður leystist upp í slagsmál Hátíðarhöld og gleði til að fagna nýjum rauðvínsárgangi leystust upp í slagsmál í borginni Grenoble í Frakklandi í gær. Þrjátíu slösuðust í átökum lögreglu og æstra ungmenna, sem greinilega höfðu fengið sér aðeins of mikið af Beaujolais Nouveau. Raunar segir í frönskum fjölmiðlum að ungmenninn hafi verið dauðadrukkin. Erlent 19.11.2005 13:15 Leitað að ræningjum sem drápu lögreglukonu Mikil leit er nú gerð að ræningjum sem skutu lögreglukonu til bana í Bradford á Englandi í gær. Erlent 19.11.2005 13:00 Fuglaflensa breiðist út með ógnarhraða í Kína Fuglaflensa breiðist nú út með ógnarhraða í kínverskum hænsnfuglum og yfirvöld fá ekki rönd við reist, þrátt fyrir umfangsmiklar forvarnaraðgerðir. Erlent 19.11.2005 12:03 Eldar í Kaliforníu Eldar geysa nú um hluta Kaliforníuríkis, um sextíu kílómetra frá Los Angeles. Mikill fjöldi hefur þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldsins sem þykir breiða óvenju hratt úr sér en vindasamt er á svæðinu. Berjast nú slökkviliðsmenn við að ráða niðurlögum hans og hefur allt tiltækt slökkvilið verið kallað á svæðið þar sem eldarnir eru. Erlent 19.11.2005 11:30 Nýr forseti segist munu ræða við Tamítígra Nýr forseti Srí Lanka var svarinn í embætti í morgun. Hann segist munu ræða við tígrana, uppreisnarmenn úr röðum Tamíla, og hyggst endurskoða þriggja ára gamalt vopnahlé. Erlent 19.11.2005 11:00 Árásir halda áfram í Írak Ellefu fórust þegar bílsprengja var sprengd á markaði í suðausturhluta Bagdad í morgun. Fimmtán særðust á árásinni og lögreglumenn á vettvangi segja allar líkur á að föllnum muni fjölga. Í gær fórust yfir áttatíu í árásum á tvær moskur í bænum Kanakín í norðausturhluta Íraks. Erlent 19.11.2005 10:07 Hannaði heimasíðu Ungur Svíi sem grunaður er um þátttöku í hryðjuverkastarfsemi heimsótti hryðjuverka-foringjann Abu Musab al-Zarqawi í Írak, að því er breska dagblaðið The Times hermir. Erlent 19.11.2005 08:30 CIA rekur net starfsstöðva um allan heim Bandaríska leyniþjónustan CIA rekur starfsstöðvar í samvinnu við leyniþjónustustofnanir ríflega tuttugu landa og er aðgerðum gegn grunuðum hryðjuverkamönnum stýrt þaðan. Þessi starfssemi hefur viðgengist í heilan áratug. Erlent 19.11.2005 08:00 Sjúkrahúsin lömuð Erlent 19.11.2005 07:45 Féllust ekki á skilmálana Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa hafnað boði Bandaríkjastjórnar um að heimsækja herstöðina í Guantanamo á Kúbu þar sem grunuðum hermdarverkamönnum er haldið án ákæru. Erlent 19.11.2005 06:30 Moskurnar vettvangur blóðbaðsins Sjálfsmorðssprengjumenn létu til skarar skríða í tveimur moskum í Írak í gær með þeim afleiðingum að í það minnsta áttatíu manns létu lífið. Þá var gerð bílsprengjuárás á hótel blaðamanna í Bagdad þar sem átta manns biðu bana. Erlent 19.11.2005 06:00 Hryðjuverkamenn handteknir Þrír handteknir á Ítalíu Lögreglumenn í norsku víkingasveitinni tóku þátt í að taka höndum þrjá Alsíringa sem eru grunaðir um þátttöku í hryðjuverkastarfsemi. Að sögn Aftenposten hafa mennirnir búið í Noregi en voru handteknir á Ítalíu. Erlent 19.11.2005 06:00 Rætt um aðstoðarborgarstjóra Samningaviðræðurnar um embætti borgarstjóra í Kaupmannahöfn héldu áfram í gær. Ritt Bjerregaard, sem verður yfirborgarstjóri í Kaupmannahöfn, segir viðræðurnar snúast um hver fái eitt af embættum aðstoðarborgarstjóra. Líklegt þykir að frambjóðandi Einingarlistans verði fyrir valinu. Erlent 19.11.2005 06:00 Rajapakse var kjörinn forseti Mahinda Rajapakse forsætisráðherra bar sigur úr býtum í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu í fyrradag. Aðeins munaði tæpum tveimur prósentum á honum og helsta keppinauti hans. Erlent 19.11.2005 05:15 Brúðkaupið ekki skotmark Abu Musab al-Zarqawi, leiðtogi al-Kaída í Írak, sendi frá sér hljóðupptöku í gær þar sem hann lýsti því yfir að ekki hefði verið ætlunin að myrða gesti brúðkaupsveislu á Radisson SAS hótelinu í Amman 9. nóvember. Mikil reiði greip um sig í Mið-Austurlöndum þegar sjálfsmorðsárásir voru gerðar á þrjú hótel í höfuðborg Jórdaníu sem kostuðu 59 mannslíf. Erlent 19.11.2005 04:30 Kjarnavopn á leiðinni? Íranar eru komnir skrefi nær því að framleiða auðgað úran, sem hægt er að nota til framleiðslu kjarnorkuvopna. Yfirvöld í Íran virðast kæra sig kollótt um þrýsting heimsbyggðarinnar, og segjast nú enn nær auðgun úrans en áður. Erlent 18.11.2005 21:30 Lundúnabúar óttast ekki að taka neðanjarðarlestir Yfirmaður lögreglunnar í London segir aðeins tímaspursmál hvenær hryðjuverkaárásir verði gerðar aftur í London. Þrátt yfirlýsingar eins og þessa óttast Lundúnarbúar ekki hryðjuverk. Erlent 18.11.2005 21:30 Ræningjar drápu lögreglukonu í Bradford Lögreglukona lést og önnur særðist alvarlega þegar þær reyndu að stöðva ræningja í borginni Bradford í Bretlandi í dag. Ekki er ljóst hversu margir ræningjarnir voru en þeir höfðu ráðist inn á ferðaskrifstofu og rænt þaðan peningum. Víðtæk leik fer nú fram að þjófunum og hefur lögregla lokað götum í nágrenni ránsstaðarins af þeim sökum. Erlent 18.11.2005 18:27 Harðlínumaður sigraði Mahinda Rajapakse, forsætisráðherra Sri Lanka, hefur verið kjörinn forseti landsins. Munurinn á honum og hlesta keppinautinum var minni en tvö prósent. Erlent 18.11.2005 17:15 Fimmtíu fallnir í árásum í Írak í dag Um fimmtíu manns hafa fallið í hryðjuverkaárásum í Írak í dag. Að minnsta kosti átta manns féllu og yfir 40 særðust er tvær bílsprengjuárásir voru gerðar í Bagdad í morgun. Talið er að hótel, sem erlendir blaðamenn gista á, hafi verið skotmark árásarinnar sem talið er að hafi verið sjálfsmorðsárás. Innanríkisráðuneytið er einnig skammt frá. Þá féllu yfir 40 manns og yfir fimmtíu særðust í tveimur sjálfsmorðsárásum inni í tveimur moskum sjíta í austurhluta Íraks. Erlent 18.11.2005 14:30 Stjórnarsáttmáli undirritaður í Þýskalandi Kristilegir demórkratar og jafnaðarmenn í Þýskalandi undirrituðu í morgun sáttmála um stjórnarsamstarf í landinu eftir nærri tveggja mánaða samningaviðræður. Erlent 18.11.2005 14:15 Best aftur á gjörgæslu Fyrrvernandi knattspyrnugoðið George Best hefur aftur verið lagður inn á gjörgæsludeild vegna alvarlegrar sýkingar. Best var lagður inn á sjúkrahús í síðasta mánuði vegna alvarlegra veikinda og var jafnvel búist við að hann myndi þá enda lífdaga sína. Hins vegar hefur hann sýnt ýmis batamerki undanfarnar vikur þar til í dag að hann var aftur lagður inn á gjörgæslu. Erlent 18.11.2005 13:00 Innan við hundrað bílar brenndir í nótt Innan við eitt hundrað bílar voru brenndir í Frakklandi í nótt, sem er mun minna en undanfarnar þrjár vikur og segir lögreglan ástandið orðið nær eðlilegt í stórborgum landsins. Þegar verst lét voru á annað þúsund bílar brenndir á einni nóttu. Erlent 18.11.2005 12:45 Myrti ófríska konu Ung kona af víetnömskum uppruna lést eftir hnífsstungu í Osló í gær. Konan var á gangi með barn í barnavagni þegar fyrrum sambýlismaður og barnsfaðir hennar kom aðsvífandi og stakk hana. Erlent 18.11.2005 12:45 Bannvænn tekíladauði Barþjónn í Vikersund í Noregi telur að hann hafi selt manni meira en 19 tekílaskot í maí árið 2003 með þeim afleiðingum að maðurinn lést. Þetta kom fram fyrir rétti í dag þar sem málið er til meðferðar gegn barþjóninum. Erlent 18.11.2005 12:45 Flugvél magalent í Atlanta Allir farþegar sluppu ómeiddir þegar lítil flugvél þurfti að magalenda í Atlanta í Bandaríkjunum í gær. Skömmu áður en vélin náði á áfangastað kom í ljós að lendingarbúnaðurinn var bilaður og því ekki um annað að ræða en að reyna að magalenda vélinni. Erlent 18.11.2005 12:30 Mikil uppsveifla í Danmörku Mikil uppsveifla er í efnahagslífinu í Danmörku. Talið er að á næstu tveimur árum muni fjöldi starfa ná sögulegu hámarki og atvinnuleysi muni mælast það minnsta í þrjátíu ár. Erlent 18.11.2005 12:15 « ‹ ›
Fimm handteknir vegna morðs í Bradford Lögregla í í Lundúnum hefur handtekið fimm mans í tenglsum við skotárás á tvær lögreglukonur í Bradford í gær. Konurnar, sem voru óvopnaðar, höfðu brugðist við neyðarkalli um að verið væri að ræna ferðaskrifstofu. Ræningjarnir, sem voru þrír, skutu á konurnar og lést önnur þeirra en hin særðist og flýðu svo af vettvangi. Erlent 19.11.2005 17:23
Skjálftinn gæti komið af stað flóðbylgju Bandaríska jarðfræðistofnunin US Geological Survey segir að skjálftinn sem mældist á Indónesíu nú síðdegis hafi orðið um 1500 kílómetra norðvestur af Jakarta. Vísindamenn sem fylgjast með skjálftum og flóðbylgjum í Kyrrahafi segja að skjálfti af þessari stærð geti hleypt af stað flóðbylgju en engar fréttir hafa borist af slíku. Erlent 19.11.2005 16:03
Öflugur jarðskjálfti skekur Indónesíu Öflugur jarðskjálfti mældist við Indónesíu fyrir stundu. Skjálftinn er sagður hafa mælst 6,5 á Richter. Ekki er vitað á þessari stundu um tjón af völdum skjálftans. Erlent 19.11.2005 15:32
Vínfagnaður leystist upp í slagsmál Hátíðarhöld og gleði til að fagna nýjum rauðvínsárgangi leystust upp í slagsmál í borginni Grenoble í Frakklandi í gær. Þrjátíu slösuðust í átökum lögreglu og æstra ungmenna, sem greinilega höfðu fengið sér aðeins of mikið af Beaujolais Nouveau. Raunar segir í frönskum fjölmiðlum að ungmenninn hafi verið dauðadrukkin. Erlent 19.11.2005 13:15
Leitað að ræningjum sem drápu lögreglukonu Mikil leit er nú gerð að ræningjum sem skutu lögreglukonu til bana í Bradford á Englandi í gær. Erlent 19.11.2005 13:00
Fuglaflensa breiðist út með ógnarhraða í Kína Fuglaflensa breiðist nú út með ógnarhraða í kínverskum hænsnfuglum og yfirvöld fá ekki rönd við reist, þrátt fyrir umfangsmiklar forvarnaraðgerðir. Erlent 19.11.2005 12:03
Eldar í Kaliforníu Eldar geysa nú um hluta Kaliforníuríkis, um sextíu kílómetra frá Los Angeles. Mikill fjöldi hefur þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldsins sem þykir breiða óvenju hratt úr sér en vindasamt er á svæðinu. Berjast nú slökkviliðsmenn við að ráða niðurlögum hans og hefur allt tiltækt slökkvilið verið kallað á svæðið þar sem eldarnir eru. Erlent 19.11.2005 11:30
Nýr forseti segist munu ræða við Tamítígra Nýr forseti Srí Lanka var svarinn í embætti í morgun. Hann segist munu ræða við tígrana, uppreisnarmenn úr röðum Tamíla, og hyggst endurskoða þriggja ára gamalt vopnahlé. Erlent 19.11.2005 11:00
Árásir halda áfram í Írak Ellefu fórust þegar bílsprengja var sprengd á markaði í suðausturhluta Bagdad í morgun. Fimmtán særðust á árásinni og lögreglumenn á vettvangi segja allar líkur á að föllnum muni fjölga. Í gær fórust yfir áttatíu í árásum á tvær moskur í bænum Kanakín í norðausturhluta Íraks. Erlent 19.11.2005 10:07
Hannaði heimasíðu Ungur Svíi sem grunaður er um þátttöku í hryðjuverkastarfsemi heimsótti hryðjuverka-foringjann Abu Musab al-Zarqawi í Írak, að því er breska dagblaðið The Times hermir. Erlent 19.11.2005 08:30
CIA rekur net starfsstöðva um allan heim Bandaríska leyniþjónustan CIA rekur starfsstöðvar í samvinnu við leyniþjónustustofnanir ríflega tuttugu landa og er aðgerðum gegn grunuðum hryðjuverkamönnum stýrt þaðan. Þessi starfssemi hefur viðgengist í heilan áratug. Erlent 19.11.2005 08:00
Féllust ekki á skilmálana Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa hafnað boði Bandaríkjastjórnar um að heimsækja herstöðina í Guantanamo á Kúbu þar sem grunuðum hermdarverkamönnum er haldið án ákæru. Erlent 19.11.2005 06:30
Moskurnar vettvangur blóðbaðsins Sjálfsmorðssprengjumenn létu til skarar skríða í tveimur moskum í Írak í gær með þeim afleiðingum að í það minnsta áttatíu manns létu lífið. Þá var gerð bílsprengjuárás á hótel blaðamanna í Bagdad þar sem átta manns biðu bana. Erlent 19.11.2005 06:00
Hryðjuverkamenn handteknir Þrír handteknir á Ítalíu Lögreglumenn í norsku víkingasveitinni tóku þátt í að taka höndum þrjá Alsíringa sem eru grunaðir um þátttöku í hryðjuverkastarfsemi. Að sögn Aftenposten hafa mennirnir búið í Noregi en voru handteknir á Ítalíu. Erlent 19.11.2005 06:00
Rætt um aðstoðarborgarstjóra Samningaviðræðurnar um embætti borgarstjóra í Kaupmannahöfn héldu áfram í gær. Ritt Bjerregaard, sem verður yfirborgarstjóri í Kaupmannahöfn, segir viðræðurnar snúast um hver fái eitt af embættum aðstoðarborgarstjóra. Líklegt þykir að frambjóðandi Einingarlistans verði fyrir valinu. Erlent 19.11.2005 06:00
Rajapakse var kjörinn forseti Mahinda Rajapakse forsætisráðherra bar sigur úr býtum í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu í fyrradag. Aðeins munaði tæpum tveimur prósentum á honum og helsta keppinauti hans. Erlent 19.11.2005 05:15
Brúðkaupið ekki skotmark Abu Musab al-Zarqawi, leiðtogi al-Kaída í Írak, sendi frá sér hljóðupptöku í gær þar sem hann lýsti því yfir að ekki hefði verið ætlunin að myrða gesti brúðkaupsveislu á Radisson SAS hótelinu í Amman 9. nóvember. Mikil reiði greip um sig í Mið-Austurlöndum þegar sjálfsmorðsárásir voru gerðar á þrjú hótel í höfuðborg Jórdaníu sem kostuðu 59 mannslíf. Erlent 19.11.2005 04:30
Kjarnavopn á leiðinni? Íranar eru komnir skrefi nær því að framleiða auðgað úran, sem hægt er að nota til framleiðslu kjarnorkuvopna. Yfirvöld í Íran virðast kæra sig kollótt um þrýsting heimsbyggðarinnar, og segjast nú enn nær auðgun úrans en áður. Erlent 18.11.2005 21:30
Lundúnabúar óttast ekki að taka neðanjarðarlestir Yfirmaður lögreglunnar í London segir aðeins tímaspursmál hvenær hryðjuverkaárásir verði gerðar aftur í London. Þrátt yfirlýsingar eins og þessa óttast Lundúnarbúar ekki hryðjuverk. Erlent 18.11.2005 21:30
Ræningjar drápu lögreglukonu í Bradford Lögreglukona lést og önnur særðist alvarlega þegar þær reyndu að stöðva ræningja í borginni Bradford í Bretlandi í dag. Ekki er ljóst hversu margir ræningjarnir voru en þeir höfðu ráðist inn á ferðaskrifstofu og rænt þaðan peningum. Víðtæk leik fer nú fram að þjófunum og hefur lögregla lokað götum í nágrenni ránsstaðarins af þeim sökum. Erlent 18.11.2005 18:27
Harðlínumaður sigraði Mahinda Rajapakse, forsætisráðherra Sri Lanka, hefur verið kjörinn forseti landsins. Munurinn á honum og hlesta keppinautinum var minni en tvö prósent. Erlent 18.11.2005 17:15
Fimmtíu fallnir í árásum í Írak í dag Um fimmtíu manns hafa fallið í hryðjuverkaárásum í Írak í dag. Að minnsta kosti átta manns féllu og yfir 40 særðust er tvær bílsprengjuárásir voru gerðar í Bagdad í morgun. Talið er að hótel, sem erlendir blaðamenn gista á, hafi verið skotmark árásarinnar sem talið er að hafi verið sjálfsmorðsárás. Innanríkisráðuneytið er einnig skammt frá. Þá féllu yfir 40 manns og yfir fimmtíu særðust í tveimur sjálfsmorðsárásum inni í tveimur moskum sjíta í austurhluta Íraks. Erlent 18.11.2005 14:30
Stjórnarsáttmáli undirritaður í Þýskalandi Kristilegir demórkratar og jafnaðarmenn í Þýskalandi undirrituðu í morgun sáttmála um stjórnarsamstarf í landinu eftir nærri tveggja mánaða samningaviðræður. Erlent 18.11.2005 14:15
Best aftur á gjörgæslu Fyrrvernandi knattspyrnugoðið George Best hefur aftur verið lagður inn á gjörgæsludeild vegna alvarlegrar sýkingar. Best var lagður inn á sjúkrahús í síðasta mánuði vegna alvarlegra veikinda og var jafnvel búist við að hann myndi þá enda lífdaga sína. Hins vegar hefur hann sýnt ýmis batamerki undanfarnar vikur þar til í dag að hann var aftur lagður inn á gjörgæslu. Erlent 18.11.2005 13:00
Innan við hundrað bílar brenndir í nótt Innan við eitt hundrað bílar voru brenndir í Frakklandi í nótt, sem er mun minna en undanfarnar þrjár vikur og segir lögreglan ástandið orðið nær eðlilegt í stórborgum landsins. Þegar verst lét voru á annað þúsund bílar brenndir á einni nóttu. Erlent 18.11.2005 12:45
Myrti ófríska konu Ung kona af víetnömskum uppruna lést eftir hnífsstungu í Osló í gær. Konan var á gangi með barn í barnavagni þegar fyrrum sambýlismaður og barnsfaðir hennar kom aðsvífandi og stakk hana. Erlent 18.11.2005 12:45
Bannvænn tekíladauði Barþjónn í Vikersund í Noregi telur að hann hafi selt manni meira en 19 tekílaskot í maí árið 2003 með þeim afleiðingum að maðurinn lést. Þetta kom fram fyrir rétti í dag þar sem málið er til meðferðar gegn barþjóninum. Erlent 18.11.2005 12:45
Flugvél magalent í Atlanta Allir farþegar sluppu ómeiddir þegar lítil flugvél þurfti að magalenda í Atlanta í Bandaríkjunum í gær. Skömmu áður en vélin náði á áfangastað kom í ljós að lendingarbúnaðurinn var bilaður og því ekki um annað að ræða en að reyna að magalenda vélinni. Erlent 18.11.2005 12:30
Mikil uppsveifla í Danmörku Mikil uppsveifla er í efnahagslífinu í Danmörku. Talið er að á næstu tveimur árum muni fjöldi starfa ná sögulegu hámarki og atvinnuleysi muni mælast það minnsta í þrjátíu ár. Erlent 18.11.2005 12:15