Erlent Hitabeltisstormurinn Delta á Atlantshafi Hitabeltisstormurinn Delta, sem myndaðist í gær á Atlantshafinu, er 25. stormurinn sem nær þeim styrk að hann hljóti nafn á fellibyljatíðinni á þessu ári. Delta kann að ná fellibylsstyrk, en samkvæmt veðurspám er ekki hætta á að hann komi nærri landi. Erlent 24.11.2005 08:30 Bolton hótar að Bandaríkjamenn afgreiði ekki fjárlög fyrir SÞ John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur hótað því að Bandaríkin afgreiði ekki fjárlög fyrir Sameinuðu þjóðirnar nema starf samtakanna verði endurskipulagt og það fyrir næstu áramót. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að tillögur um endurskipulagningu muni ekki liggja fyrir fyrr en í febrúar á næsta ári. Erlent 24.11.2005 08:00 Pinochet í stofufangelsi vegna skattsvika Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, hefur verið hnepptur í stofufangelsi vegna gruns um skattsvik. Pinochet, sem er 89 ára að aldri, er einnig sakaður um að nota fölsuð opinber skjöl og að veita rangar upplýsingar um eignir sínar, upp á 1,7 milljarða íslenskra króna. Erlent 24.11.2005 07:30 Merkel segir Evrópu þurfa stjórnarskrá Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir Evrópusambandið ekki mega afskrifa stjórnarskrárdrögin sem Frakkar og Hollendingar höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslum í sumar. Sagði Merkel, er hún heimsótti höfuðstöðvar sambandsins í Brussel í dag, Evrópu þarfnast stjórnarskrár. Erlent 24.11.2005 07:00 Barnamjólk tekin úr verslunum vegna bleks Milljónir lítra af barnamjólk frá matvælarisanum Nestle hafa verið fjarlægðar úr verslunum eftir að blek fannst í mjólkinni. Stormur í vatnsglasi, segir forstjóri fyrirtækisins. Erlent 23.11.2005 21:11 Hersveitir fljótlega frá Írak? Það verður ekki þörf á öllum þeim hersveitum sem eru í Írak miklu lengur að mati Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Erlent 23.11.2005 20:00 Sirleaf lýst sigurvegari í forsetakosningum í Líberíu Ellen Johnson-Sirleaf varð í dag fyrsta konan sem kjörin er þjóðarleiðtogi í Afríkuríki þegar kjörstjórn í Líberíu lýsti hana sigurvegara í forsetakosningum sem fram fóru 8. nóvember síðastliðinn. Sirleaf, sem var áður fjármálráðherra landsins og er menntaður hagfræðingur, bar sigurorð að fyrrverandi knattspyrnuhetjunni George Weah sem hefur haldið því fram að svindlað hafi verið í kosningunum. Erlent 23.11.2005 13:30 Vopnaðir menn drápu feðga í Bagdad Vopnaðir menn í einkennisbúningi íraskra hermanna skutu og drápu í nótt sjötugan súnníta og þrjá syni hans á heimili þeirra í Bagdad. Konurnar á heimilinu voru látnar í friði. Erlent 23.11.2005 13:15 Merkel komin til Parísar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er komin til Parísar. Um er að ræða fyrstu opinberu heimsókn Merkels sem kanslari. Með í för er utanríkisráðherra Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier. Fréttaskýrendur telja ástæðuna fyrir því að París hafi verið fyrir valinu, sem fyrsti áfangastaður hennar sem kanslari, sú að hún hafi viljað styrkja samband þjóðanna tveggja. Merkel heldur áfram til Brussel í dag og endar för sína í London þar sem hún verður á morgun. Erlent 23.11.2005 12:50 Átta milljónir án vatns í Harbin í Kína Yfir átta milljónir manna eru nú án vatns í borginni Harbin í Kína. Mikil skelfing greip um sig meðal íbúa borgarinnar þegar ákveðið var að loka fyrir vatnsveitu borgarinnar en ástæðan var sprenging í efnaverksmiðju sem varð á dögunum. Erlent 23.11.2005 12:45 Pallbíll og lest skullu saman í Tyrklandi Að minnsta kosti níu manns fórust og um tuttugu slösuðust þegar farþegalest skall á pallbifreið í suðurhluta Tyrklands í dag. Pallbifreiðin var að flytja vinnumenn á bóndabæ, en allir þeir sem létust voru í bifreiðinni. Bifreiðin var að aka þvert yfir lestarteina þegar slysið varð. Lestarslys eru tíð í landinu en þetta var það fjórða í landinu á síðustu tveimur árum. Erlent 23.11.2005 12:30 Slagsmál í þinginu Slagsmál brutust út í þinginu í suður-kóreu í morgun þegar frumvarp um að opna hrísgrjónamarkaðinn og greiða fyrir innflutningi á þessari vöru, var samþykkt. Þingmenn lítils stjórnarandstöðuflokks reyndu að hertaka forsetasætið í þingsalnum en þingmenn stjórnarflokkanna komu í veg fyrir það. Hundruð bænda mótmæltu utan við þinghúsið en þeir óttast um afkomu sína og þúsundir bænda stóðu fyrir mótmælum víðs vegar um landið. Forseti þingsins, sagði þingið ekki haft aðra kosti en að samþykkja frumvarpið þar sem Suður-Kórea væri í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Erlent 23.11.2005 11:50 Ísraelskir hermenn særðu palestínska unglinga Sex palestínskir unglingar særðust alvarlega þegar ísraelskir hermenn skutu þá eftir áhlaup á borgina Jenín á Vesturbakkanum í morgun. Þá særðust einnig þrír hermenn í átökunum við uppreisnarmennina. Jenín hefur verið vettvangur blóðugustu átakanna sem hafa átt sér stað frá því að Palestínumenn hófu uppreisn fyrir fimm árum. Erlent 23.11.2005 11:44 Ísraelsþing samþykkir nýjan flokk Sharons Ísraelska þingið lagði í dag blessun sína yfir hinn nýja miðjuflokk Ariels Sharons forsætisráðherra sem hann stofnaði á mánudaginn eftir að hann sagði sig úr Likud-bandalaginu. Flokkurinn hefur enn ekki fengið nafn en hefur stuðning sextán þingmanna á ísraelska þinginu, 15 sem áður voru í Likud-bandalaginu og eins úr Verkamannaflokknum. Erlent 23.11.2005 10:45 Barir lengur opnir á Bretlandi frá miðnætti Ný lög um afgreiðslutíma vínveitingastaða í Bretlandi taka gildi á miðnætti í kvöld en þá verður eigendum staðanna leyft að hafa opið allan sólarhringinn kjósi þeir það. Hingað til hafa barir aðeins mátt vera opnir til klukkan 11 en frá og með morgundeginum geta bjórþyrstir Bretar setið lengur að sumbli á fjölmörgum stöðum. Erlent 23.11.2005 10:15 Sífellt fleiri rottur ónæmar fyrir eitri í Danmörku Æ fleiri rottur í Danmörku eru verða ónæmar fyrir þeim eiturefnum sem notuð hafa verið til að drepa þær. Greint er frá því í Politiken í dag að stórum hluta landsins hafi meindýraeyðar fundið rottur sem þola vel þrjú af sex eiturefnum sem finnast á markaðnum. Erlent 23.11.2005 10:15 Venesúelamenn aðstoða fátæka Massachusetts-búa Ríkisstjórn Venesúela hefur nú hlaupið undir bagga með fátækum íbúum Massachusetts í Bandaríkjunum með því að selja þeim olíu til húshitunar á mun lægra verði en gengur og gerist. Erlent 23.11.2005 09:30 Samkynhneigðir ótækir sem prestar, segir Vatíkantið Vatíkanið segir að samkynhneigðir menn sem stundi kynlíf séu ótækir til að gegna prestsembættum nema þeir hafi haft taumhald á samkynhneigðinni í að minnsta kosti þrjú ár. Kemur þetta fram í skjali sem ítalska fréttastofan Adista hefur birt á netinu. Erlent 23.11.2005 09:15 Þingkosningar í Ísrael 28. mars Þingkosningar verða haldnar í Ísrael þann 28. mars á næsta ári. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Jerúsalem í gær. Ariel Sharon, forsætisráðherra landsins, sagði sig úr Likud-bandalaginu í vikunni en hann hyggst stofna nýjan flokk og hefur boðið Simoni Perez um að ganga til liðs við sig í flokki, sem hann kallar hófstilltan miðjuflokk. Erlent 23.11.2005 08:45 Sakfelldur fyrir aðild að al-Qaida í Bandaríkjunum Hinn 24 ára gamli Ahmed Omar Abu Ali var í gær fundinn sekur af alríkisdómstól í Bandaríkjunum um aðild að hryðjuverkasamtökunum al-Qaida og samsæri um að ætla að ráða George Bush Bandaríkjaforseta af dögum. Erlent 23.11.2005 08:30 Ítalskir hermenn heim frá Írak Ítalir ætla að draga herlið sitt heim frá Írak. Áætlanir um brottflutning hersins verða kynntar í janúar á næsta ári. Varnarmálráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfeld, hitti Antonio Martino, varnarmálaráðherra Ítalíu, í gær þar sem Martino tilkynnti honum um áætlanir Ítala. Erlent 23.11.2005 08:15 Stóra samsteypa hefst handa Angela Merkel sór í gær embættiseið sem kanslari Þýskalands. Hún er fyrsta konan sem gegnir því embætti. Nýju samsteypustjórnarinnar bíður erfið glíma við atvinnuleysis-, efnahags- og kerfisvanda. Erlent 23.11.2005 07:45 Merkel tekin við völdum Angela Merkel, formaður Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, er tekin við embætti kanslara Þýskalands af Gerard Schröder. Hún er áttundi kanslari Þýskalands frá stríðslokum og fyrsta konan sem gegnir embætti þessu. Þýska þingið, Bundestag, valdi hana með 397 atkvæðum af 614. Erlent 23.11.2005 07:30 Lokað fyrir vatn í Harbin vegna sprengingar í efnaverksmiðju Mikil skelfing greip um sig meðal íbúa í Harbin, einni af stærstu borgum Kína, þegar ákveðið var að loka fyrir vatnsrennsli vegna sprengingar í efnaverksmiðju á dögunum sem varð fimm manns að bana. Til þess ð tryggja öryggi íbúa borgarinnar var ákveðið að skrúfa fyrir vatnið í fjóra daga. Erlent 23.11.2005 07:15 Saka Sharon um valdníðslu Kosningabaráttan fyrir þingkosningarnar í Ísrael í vor er þegar hafin. Stuðningsmenn Ariels Sharon forsætisráðherra, sem í fyrradag klauf Likud-bandalagið, ítrekuðu í gær markmið hins nýja flokks um að friðarsamkomulagi við Palestínumenn yrði náð og þeir fengju að stofna sjálfstætt ríki. Erlent 23.11.2005 07:00 Gambíturinn gæti borgað sig Brotthvarf Ariel Sharon úr Likud-bandalaginu markar upphaf nýs kafla í stjórnmálasögu í Ísrael. Ljóst er að þessi aldni haukur tekur umtalsverða áhættu með þessu bragði sínu en skoðanakannanir benda þó til að flétta forsætisráðherrans geti vel gengið upp. Erlent 23.11.2005 07:00 Vill upplýsingar frá Íslandi Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag hefur sent Atlantshafsbandalaginu og stjórnvöldum í Bandaríkjunum, Kanada, Lúxemborg og á Íslandi beiðni um afrit af hleruðum fjarskiptum fyrrverandi yfirmanns júgóslavneska heraflans. Beiðnin er send í tengslum við rannsókn á meintum stríðsglæpum hershöfðingjans fyrrverandi, Dragoljubs Ojdanic. Erlent 23.11.2005 07:00 Skipta hugsanlega úr F-35 í Eurofighter Nýja vinstristjórnin í Noregi ætlar að endurskoða þátttöku Norðmanna í þróun nýju F-35 orrustuþotunnar sem Bandaríkjamenn hafa forgöngu um, og áskilur stjórnin sér rétt til að kaupa frekar evrópsku Eurofighter-þotuna. Norðmenn áforma að kaupa nýjar orrustuþotur árið 2008 fyrir andvirði 600 milljarða íslenskra króna. Erlent 23.11.2005 06:15 Engar sannanir fundnar enn Stjórnandi rannsóknarinnar sem nú er í gangi á vegum Evrópuráðsins á ásökunum um að bandaríska leyniþjónustan CIA reki leynifangelsi í Austur-Evrópulöndum, greindi frá því í gær að verið væri að safna upplýsingum um grunsamlegar ferðir 31 flugvélar um evrópska flugvelli. Erlent 23.11.2005 05:45 Deilt um lög- sögu Svalbarða Milliríkjadeila var komin upp í gær á milli norska og spænskra stjórnvalda um það hvor hefði lögsögu til að saksækja í máli tveggja spænskra togara sem norska strandgæslan tók við meintar ólöglegar veiðar á Svalbarðasvæðinu um helgina. Erlent 23.11.2005 04:00 « ‹ ›
Hitabeltisstormurinn Delta á Atlantshafi Hitabeltisstormurinn Delta, sem myndaðist í gær á Atlantshafinu, er 25. stormurinn sem nær þeim styrk að hann hljóti nafn á fellibyljatíðinni á þessu ári. Delta kann að ná fellibylsstyrk, en samkvæmt veðurspám er ekki hætta á að hann komi nærri landi. Erlent 24.11.2005 08:30
Bolton hótar að Bandaríkjamenn afgreiði ekki fjárlög fyrir SÞ John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur hótað því að Bandaríkin afgreiði ekki fjárlög fyrir Sameinuðu þjóðirnar nema starf samtakanna verði endurskipulagt og það fyrir næstu áramót. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að tillögur um endurskipulagningu muni ekki liggja fyrir fyrr en í febrúar á næsta ári. Erlent 24.11.2005 08:00
Pinochet í stofufangelsi vegna skattsvika Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, hefur verið hnepptur í stofufangelsi vegna gruns um skattsvik. Pinochet, sem er 89 ára að aldri, er einnig sakaður um að nota fölsuð opinber skjöl og að veita rangar upplýsingar um eignir sínar, upp á 1,7 milljarða íslenskra króna. Erlent 24.11.2005 07:30
Merkel segir Evrópu þurfa stjórnarskrá Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir Evrópusambandið ekki mega afskrifa stjórnarskrárdrögin sem Frakkar og Hollendingar höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslum í sumar. Sagði Merkel, er hún heimsótti höfuðstöðvar sambandsins í Brussel í dag, Evrópu þarfnast stjórnarskrár. Erlent 24.11.2005 07:00
Barnamjólk tekin úr verslunum vegna bleks Milljónir lítra af barnamjólk frá matvælarisanum Nestle hafa verið fjarlægðar úr verslunum eftir að blek fannst í mjólkinni. Stormur í vatnsglasi, segir forstjóri fyrirtækisins. Erlent 23.11.2005 21:11
Hersveitir fljótlega frá Írak? Það verður ekki þörf á öllum þeim hersveitum sem eru í Írak miklu lengur að mati Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Erlent 23.11.2005 20:00
Sirleaf lýst sigurvegari í forsetakosningum í Líberíu Ellen Johnson-Sirleaf varð í dag fyrsta konan sem kjörin er þjóðarleiðtogi í Afríkuríki þegar kjörstjórn í Líberíu lýsti hana sigurvegara í forsetakosningum sem fram fóru 8. nóvember síðastliðinn. Sirleaf, sem var áður fjármálráðherra landsins og er menntaður hagfræðingur, bar sigurorð að fyrrverandi knattspyrnuhetjunni George Weah sem hefur haldið því fram að svindlað hafi verið í kosningunum. Erlent 23.11.2005 13:30
Vopnaðir menn drápu feðga í Bagdad Vopnaðir menn í einkennisbúningi íraskra hermanna skutu og drápu í nótt sjötugan súnníta og þrjá syni hans á heimili þeirra í Bagdad. Konurnar á heimilinu voru látnar í friði. Erlent 23.11.2005 13:15
Merkel komin til Parísar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er komin til Parísar. Um er að ræða fyrstu opinberu heimsókn Merkels sem kanslari. Með í för er utanríkisráðherra Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier. Fréttaskýrendur telja ástæðuna fyrir því að París hafi verið fyrir valinu, sem fyrsti áfangastaður hennar sem kanslari, sú að hún hafi viljað styrkja samband þjóðanna tveggja. Merkel heldur áfram til Brussel í dag og endar för sína í London þar sem hún verður á morgun. Erlent 23.11.2005 12:50
Átta milljónir án vatns í Harbin í Kína Yfir átta milljónir manna eru nú án vatns í borginni Harbin í Kína. Mikil skelfing greip um sig meðal íbúa borgarinnar þegar ákveðið var að loka fyrir vatnsveitu borgarinnar en ástæðan var sprenging í efnaverksmiðju sem varð á dögunum. Erlent 23.11.2005 12:45
Pallbíll og lest skullu saman í Tyrklandi Að minnsta kosti níu manns fórust og um tuttugu slösuðust þegar farþegalest skall á pallbifreið í suðurhluta Tyrklands í dag. Pallbifreiðin var að flytja vinnumenn á bóndabæ, en allir þeir sem létust voru í bifreiðinni. Bifreiðin var að aka þvert yfir lestarteina þegar slysið varð. Lestarslys eru tíð í landinu en þetta var það fjórða í landinu á síðustu tveimur árum. Erlent 23.11.2005 12:30
Slagsmál í þinginu Slagsmál brutust út í þinginu í suður-kóreu í morgun þegar frumvarp um að opna hrísgrjónamarkaðinn og greiða fyrir innflutningi á þessari vöru, var samþykkt. Þingmenn lítils stjórnarandstöðuflokks reyndu að hertaka forsetasætið í þingsalnum en þingmenn stjórnarflokkanna komu í veg fyrir það. Hundruð bænda mótmæltu utan við þinghúsið en þeir óttast um afkomu sína og þúsundir bænda stóðu fyrir mótmælum víðs vegar um landið. Forseti þingsins, sagði þingið ekki haft aðra kosti en að samþykkja frumvarpið þar sem Suður-Kórea væri í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Erlent 23.11.2005 11:50
Ísraelskir hermenn særðu palestínska unglinga Sex palestínskir unglingar særðust alvarlega þegar ísraelskir hermenn skutu þá eftir áhlaup á borgina Jenín á Vesturbakkanum í morgun. Þá særðust einnig þrír hermenn í átökunum við uppreisnarmennina. Jenín hefur verið vettvangur blóðugustu átakanna sem hafa átt sér stað frá því að Palestínumenn hófu uppreisn fyrir fimm árum. Erlent 23.11.2005 11:44
Ísraelsþing samþykkir nýjan flokk Sharons Ísraelska þingið lagði í dag blessun sína yfir hinn nýja miðjuflokk Ariels Sharons forsætisráðherra sem hann stofnaði á mánudaginn eftir að hann sagði sig úr Likud-bandalaginu. Flokkurinn hefur enn ekki fengið nafn en hefur stuðning sextán þingmanna á ísraelska þinginu, 15 sem áður voru í Likud-bandalaginu og eins úr Verkamannaflokknum. Erlent 23.11.2005 10:45
Barir lengur opnir á Bretlandi frá miðnætti Ný lög um afgreiðslutíma vínveitingastaða í Bretlandi taka gildi á miðnætti í kvöld en þá verður eigendum staðanna leyft að hafa opið allan sólarhringinn kjósi þeir það. Hingað til hafa barir aðeins mátt vera opnir til klukkan 11 en frá og með morgundeginum geta bjórþyrstir Bretar setið lengur að sumbli á fjölmörgum stöðum. Erlent 23.11.2005 10:15
Sífellt fleiri rottur ónæmar fyrir eitri í Danmörku Æ fleiri rottur í Danmörku eru verða ónæmar fyrir þeim eiturefnum sem notuð hafa verið til að drepa þær. Greint er frá því í Politiken í dag að stórum hluta landsins hafi meindýraeyðar fundið rottur sem þola vel þrjú af sex eiturefnum sem finnast á markaðnum. Erlent 23.11.2005 10:15
Venesúelamenn aðstoða fátæka Massachusetts-búa Ríkisstjórn Venesúela hefur nú hlaupið undir bagga með fátækum íbúum Massachusetts í Bandaríkjunum með því að selja þeim olíu til húshitunar á mun lægra verði en gengur og gerist. Erlent 23.11.2005 09:30
Samkynhneigðir ótækir sem prestar, segir Vatíkantið Vatíkanið segir að samkynhneigðir menn sem stundi kynlíf séu ótækir til að gegna prestsembættum nema þeir hafi haft taumhald á samkynhneigðinni í að minnsta kosti þrjú ár. Kemur þetta fram í skjali sem ítalska fréttastofan Adista hefur birt á netinu. Erlent 23.11.2005 09:15
Þingkosningar í Ísrael 28. mars Þingkosningar verða haldnar í Ísrael þann 28. mars á næsta ári. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Jerúsalem í gær. Ariel Sharon, forsætisráðherra landsins, sagði sig úr Likud-bandalaginu í vikunni en hann hyggst stofna nýjan flokk og hefur boðið Simoni Perez um að ganga til liðs við sig í flokki, sem hann kallar hófstilltan miðjuflokk. Erlent 23.11.2005 08:45
Sakfelldur fyrir aðild að al-Qaida í Bandaríkjunum Hinn 24 ára gamli Ahmed Omar Abu Ali var í gær fundinn sekur af alríkisdómstól í Bandaríkjunum um aðild að hryðjuverkasamtökunum al-Qaida og samsæri um að ætla að ráða George Bush Bandaríkjaforseta af dögum. Erlent 23.11.2005 08:30
Ítalskir hermenn heim frá Írak Ítalir ætla að draga herlið sitt heim frá Írak. Áætlanir um brottflutning hersins verða kynntar í janúar á næsta ári. Varnarmálráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfeld, hitti Antonio Martino, varnarmálaráðherra Ítalíu, í gær þar sem Martino tilkynnti honum um áætlanir Ítala. Erlent 23.11.2005 08:15
Stóra samsteypa hefst handa Angela Merkel sór í gær embættiseið sem kanslari Þýskalands. Hún er fyrsta konan sem gegnir því embætti. Nýju samsteypustjórnarinnar bíður erfið glíma við atvinnuleysis-, efnahags- og kerfisvanda. Erlent 23.11.2005 07:45
Merkel tekin við völdum Angela Merkel, formaður Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, er tekin við embætti kanslara Þýskalands af Gerard Schröder. Hún er áttundi kanslari Þýskalands frá stríðslokum og fyrsta konan sem gegnir embætti þessu. Þýska þingið, Bundestag, valdi hana með 397 atkvæðum af 614. Erlent 23.11.2005 07:30
Lokað fyrir vatn í Harbin vegna sprengingar í efnaverksmiðju Mikil skelfing greip um sig meðal íbúa í Harbin, einni af stærstu borgum Kína, þegar ákveðið var að loka fyrir vatnsrennsli vegna sprengingar í efnaverksmiðju á dögunum sem varð fimm manns að bana. Til þess ð tryggja öryggi íbúa borgarinnar var ákveðið að skrúfa fyrir vatnið í fjóra daga. Erlent 23.11.2005 07:15
Saka Sharon um valdníðslu Kosningabaráttan fyrir þingkosningarnar í Ísrael í vor er þegar hafin. Stuðningsmenn Ariels Sharon forsætisráðherra, sem í fyrradag klauf Likud-bandalagið, ítrekuðu í gær markmið hins nýja flokks um að friðarsamkomulagi við Palestínumenn yrði náð og þeir fengju að stofna sjálfstætt ríki. Erlent 23.11.2005 07:00
Gambíturinn gæti borgað sig Brotthvarf Ariel Sharon úr Likud-bandalaginu markar upphaf nýs kafla í stjórnmálasögu í Ísrael. Ljóst er að þessi aldni haukur tekur umtalsverða áhættu með þessu bragði sínu en skoðanakannanir benda þó til að flétta forsætisráðherrans geti vel gengið upp. Erlent 23.11.2005 07:00
Vill upplýsingar frá Íslandi Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag hefur sent Atlantshafsbandalaginu og stjórnvöldum í Bandaríkjunum, Kanada, Lúxemborg og á Íslandi beiðni um afrit af hleruðum fjarskiptum fyrrverandi yfirmanns júgóslavneska heraflans. Beiðnin er send í tengslum við rannsókn á meintum stríðsglæpum hershöfðingjans fyrrverandi, Dragoljubs Ojdanic. Erlent 23.11.2005 07:00
Skipta hugsanlega úr F-35 í Eurofighter Nýja vinstristjórnin í Noregi ætlar að endurskoða þátttöku Norðmanna í þróun nýju F-35 orrustuþotunnar sem Bandaríkjamenn hafa forgöngu um, og áskilur stjórnin sér rétt til að kaupa frekar evrópsku Eurofighter-þotuna. Norðmenn áforma að kaupa nýjar orrustuþotur árið 2008 fyrir andvirði 600 milljarða íslenskra króna. Erlent 23.11.2005 06:15
Engar sannanir fundnar enn Stjórnandi rannsóknarinnar sem nú er í gangi á vegum Evrópuráðsins á ásökunum um að bandaríska leyniþjónustan CIA reki leynifangelsi í Austur-Evrópulöndum, greindi frá því í gær að verið væri að safna upplýsingum um grunsamlegar ferðir 31 flugvélar um evrópska flugvelli. Erlent 23.11.2005 05:45
Deilt um lög- sögu Svalbarða Milliríkjadeila var komin upp í gær á milli norska og spænskra stjórnvalda um það hvor hefði lögsögu til að saksækja í máli tveggja spænskra togara sem norska strandgæslan tók við meintar ólöglegar veiðar á Svalbarðasvæðinu um helgina. Erlent 23.11.2005 04:00