Erlent

Slagsmál í þinginu

Slagsmál brutust út í þinginu í suður-kóreu í morgun þegar frumvarp um að opna hrísgrjónamarkaðinn og greiða fyrir innflutningi á þessari vöru, var samþykkt. Þingmenn lítils stjórnarandstöðuflokks reyndu að hertaka forsetasætið í þingsalnum en þingmenn stjórnarflokkanna komu í veg fyrir það. Hundruð bænda mótmæltu utan við þinghúsið en þeir óttast um afkomu sína og þúsundir bænda stóðu fyrir mótmælum víðs vegar um landið. Forseti þingsins, sagði þingið ekki haft aðra kosti en að samþykkja frumvarpið þar sem Suður-Kórea væri í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×