Erlent

Ísraelskir hermenn særðu palestínska unglinga

Sex palestínskir unglingar særðust alvarlega þegar ísraelskir hermenn skutu þá eftir áhlaup á borgina Jenín á Vesturbakkanum í morgun. Þá særðust einnig þrír hermenn í átökunum við uppreisnarmennina. Jenín hefur verið vettvangur blóðugustu átakanna sem hafa átt sér stað frá því að Palestínumenn hófu uppreisn fyrir fimm árum. Her Ísraelsmanna hefur dregið úr handtökum á Vesturbakkanum eftir að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, héldu friðarviðræður í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×