Erlent

Ísraelsþing samþykkir nýjan flokk Sharons

Ariel Sharon og Shimon Peres á þingi, en Peres hefur verið boðið að ganga til liðs við hinn nýja miðjuflokk Sharons.
Ariel Sharon og Shimon Peres á þingi, en Peres hefur verið boðið að ganga til liðs við hinn nýja miðjuflokk Sharons. MYND/AP

Ísraelska þingið lagði í dag blessun sína yfir hinn nýja miðjuflokk Ariels Sharons forsætisráðherra sem hann stofnaði á mánudaginn eftir að hann sagði sig úr Likud-bandalaginu. Flokkurinn hefur enn ekki fengið nafn en hefur stuðning sextán þingmanna á ísraelska þinginu, 15 sem áður voru í Likud-bandalaginu og eins úr Verkamannaflokknum. Búist er við að ísraelska þingið samþykki í dag að boðað verði til kosninga í Ísrael 28. mars á næsta ári, en skoðanakannanir benda til að flokkur Sharons geti fengið um fjórðung sæta á þinginu, eða um 30 sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×