Erlent

Deilt um lög- sögu Svalbarða

Í Tromsøhöfn. Spænski togarinn Monte Meixueiro í Tromsøhöfn.
Í Tromsøhöfn. Spænski togarinn Monte Meixueiro í Tromsøhöfn.

Milliríkjadeila var komin upp í gær á milli norska og spænskra stjórnvalda um það hvor hefði lögsögu til að saksækja í máli tveggja spænskra togara sem norska strandgæslan tók við meintar ólöglegar veiðar á Svalbarðasvæðinu um helgina.

Norðmenn lýstu því einhliða yfir árið 1977 að þeir færu með eftirlitsvald með veiðum á Svalbarðamiðum. Hvorki Ísland, Rússland né Evrópusambandið hafa viðurkennt lögsögutilkall Noregs á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×