Erlent

Sakfelldur fyrir aðild að al-Qaida í Bandaríkjunum

MYND/AP

Hinn 24 ára gamli Ahmed Omar Abu Ali var í gær fundinn sekur af alríkisdómstól í Bandaríkjunum um aðild að hryðjuverkasamtökunum al-Qaida og samsæri um að ætla að ráða George Bush Bandaríkjaforseta af dögum. Kviðdómur hafnaði fullyrðingu verjenda mannsins um að yfirvöld í Sádi-Arabíu hafi beitt hann pyntingum til að knýja fram játningu. Maðurinn á yfir höfði sér ævilanga fangelsisvist. Abu Ali er bandarísku ríkisborgari af jórdönsku bergi brotinn. Það tók kviðdóm tvo og hálfan dag að kveða upp úrskurð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×