Erlent

Vill upplýsingar frá Íslandi

Dragoljub Ojdanic. Serbneski hershöfðinginn fyrrverandi fyrir dómstólnum í Haag árið 2002.
Dragoljub Ojdanic. Serbneski hershöfðinginn fyrrverandi fyrir dómstólnum í Haag árið 2002.

Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag hefur sent Atlantshafsbandalaginu og stjórnvöldum í Bandaríkjunum, Kanada, Lúxemborg og á Íslandi beiðni um afrit af hleruðum fjarskiptum fyrrverandi yfir­manns júgóslavneska heraflans. Beiðnin er send í tengslum við rannsókn á meintum stríðsglæpum hershöfðingjans fyrrverandi, Dragoljubs Ojdanic.

Samkvæmt frétt Reuters-fréttastofunnar nær beiðnin til allra hleraðra símtala, tölvupósta, minnisblaða eða annars þar sem Ojdanic kemur við sögu og sem vitni gæti borið um athafnir hans og ákvarðanir á fyrri árshelmingi 1999, þ.e. meðan á Kosovostríðinu stóð.

Þeir talsmenn stjórnarráðsins sem Fréttablaðið náði tali af í gær sögðust ekki getað séð að hér á landi væru nokkrar þær upplýsingar að finna af því tagi sem dómstóllinn leitar eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×