Erlent

Samkynhneigðir ótækir sem prestar, segir Vatíkantið

Benedikt sextándi páfi.
Benedikt sextándi páfi. MYND/AP

Vatíkanið segir að samkynhneigðir menn sem stundi kynlíf séu ótækir til að gegna prestsembættum nema þeir hafi haft taumhald á samkynhneigðinni í að minnsta kosti þrjú ár. Kemur þetta fram í skjali sem ítalska fréttastofan Adista hefur birt á netinu. Það er ekki nýtt að Vatíkanið banni samkynhneigðum sem stunda kynlíf að verða prestar, en í kjölfar kynlífshneykslismála meðal presta í Bandaríkjunum hafa heyrst háværar raddir sem hafa krafist þess að bannið verði hert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×