Erlent

Pinochet í stofufangelsi vegna skattsvika

Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile.
Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile. MYND/AP

Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, hefur verið hnepptur í stofufangelsi vegna gruns um skattsvik. Pinochet, sem er 89 ára að aldri, er einnig sakaður um að nota fölsuð opinber skjöl og að veita rangar upplýsingar um eignir sínar, upp á 1,7 milljarða íslenskra króna. Pinochet hefur einnig á undanförnum árum verið ákærður fyrir mannréttindabrot, sem áttu sér stað á valdatíma hans. Vegna slæmrar heilsu Pinochets hafa þau mál ekki náð fram að ganga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×