Erlent

Venesúelamenn aðstoða fátæka Massachusetts-búa

Joseph P. Kennedy II, stjórnarformaður Citizens Energy Corporation, fyrirtækis sem flytur olíuna til hinna fátæku íbúa, heldur á olíuslöngu.
Joseph P. Kennedy II, stjórnarformaður Citizens Energy Corporation, fyrirtækis sem flytur olíuna til hinna fátæku íbúa, heldur á olíuslöngu.

Ríkisstjórn Venesúela hefur nú hlaupið undir bagga með fátækum íbúum Massachusetts í Bandaríkjunum með því að selja þeim olíu til húshitunar á mun lægra verði en gengur og gerist. Það var þingmaður frá fylkinu sem komst að samkomulagi við Venesúela þar að lútandi, en dótturfélag ríkisolíufyrirtækis Venesúela útvegar íbúunum 45 milljónir lítra af olíu á næstu fjórum mánuðum á verði sem er 40 prósentum undir markaðsverði.

Óvenjulegt er að Bandaríkjamenn fái aðstoð frá öðrum löndum og enn þá óvenjulegra að hún komi frá Venesúela enda hefur andað köldu milli Bandaríkjastjórnar og Hugos Chavez, forseta Venesúela, sem segir stefnu Bush-stjórnarinnar í efnahagsmálum valda gríðarlegri fátækt í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×