Erlent

Pallbíll og lest skullu saman í Tyrklandi

Að minnsta kosti níu manns fórust og um tuttugu slösuðust þegar farþegalest skall á pallbifreið í suðurhluta Tyrklands í dag. Pallbifreiðin var að flytja vinnumenn á bóndabæ, en allir þeir sem létust voru í bifreiðinni. Bifreiðin var að aka þvert yfir lestarteina þegar slysið varð. Lestarslys eru tíð í landinu en þetta var það fjórða í landinu á síðustu tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×