Erlent

Vændiskonur á landsbyggðinni mun eldri

Vændiskonur á landsbyggðinni eru jafnan mun eldri en starfssystur þeirra í borgum - að minnsta kosti í Ástralíu. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem ástralskur háskólaprófessor gerði.

Erlent

Allt á kafi í Kólumbíu

Nærri hundrað hafa látist og meira en þúsund heimili eru rústir einar eftir gríðarleg flóð í Kólumbíu undanfarna daga. Rigningar í landinu undanfarna mánuði eru þær mestu í aldarfjórðung og áhrifanna gætir um allt land.

Erlent

Ríkisstjórn Kanada fallin

Kanadíska ríkisstjórnin er fallin. Í gær var samþykkt vantrauststillaga á stjórnina á kanadíska þinginu og flest bendir því til að boðað verði til kosninga strax í janúar.

Erlent

Kviknaði í út frá hitateppi

Betur fór á en horfðist þegar kviknaði í hitateppi sem þriggja ára gamall drengur svaf með í Vestfold í Noregi. Faðir hans vaknaði út frá reyknum og sá þá að hitateppið var í ljósum logum en drengurinn svaf við hlið hans.

Erlent

Fluglaflensuveiran í Kína hefur stökkbreyst

Fuglaflensuveiran sem fundist hefur í fólki í Kína hefur þegar stökkbreyst og er öðruvísi en sá stofn veirunnar sem fundist hefur í fólki í Víetnam. Þetta fullyrða talsmenn heilbrigðis ráðuneytisins í Kína. Enn geti veiran þó ekki borist beint á milli manna, sem margir óttast að gæti leitt til heimsfaraldurs.

Erlent

Kalt á skjálftasvæðum í Pakistan

Tveir hafa þegar látist af völdum mikilla kulda á jarðskjálftasvæðunum í Pakistan og óttast er að eins muni fara fyrir tugþúsundum manna ef ekki berst meira fjármagn á hamfarasvæðin hið allra fyrsta. Í gær voru meira en hundrað manns fluttir á sjúkrahús með öndunarfærasjúkdóma og tveir lifðu ekki af nóttina.

Erlent

Tvær sprengjuárásir í Bangladess

Að minnsta kosti þrír létust og fjörutíu særðust í tveimur sprengjuárásum í Bangladess í morgun. Talið er að um sjálfsmorðsárásir hafi verið að ræða. Fyrri árásin var gerð við lögregluvarðstöð í borginni Chittagong þar sem þrír létust, tveir lögreglumenn og hinn meinti árásarmaður, og fimmtán liggja sárir.

Erlent

Dómarinn fékk orð í eyra

Réttarhöldin yfir Saddam Hussein hófust á nýjan leik í gær í Bagdad og rétt eins og við þingfestinguna í síðasta mánuði lét Saddam dómara fá það óþvegið. Athygli vakti að fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna var í verjendaliði hins fallna einræðishe

Erlent

Kjörstöðum lokað óvænt

Fatah-hreyfing Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, frestaði í gær forkosningum sínum á Gaza­ströndinni eftir að vopnaðir fylgismenn hreyfingarinnar þustu inn á kjörstaði og lokuðu þeim. Mennirnir sögðu að þúsundir nafna vantaði á kjörskrár og þannig væri komið í veg fyrir að fjöldi fólks gæti kosið.

Erlent

ESB hótar að refsa fangelsisríkjunum

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur tjáð forystumönnum Evrópusambandsins að hún þurfi lengri frest til að bregðast við ásökunum um að leyniþjónustan CIA reki leynifangelsi í Evrópu og fljúgi þangað með grunaða hryðjuverkamenn.

Erlent

Unglingspiltur fannst myrtur

Sautján ára piltur fannst myrtur á hótelherbergi Continent-hótelsins í Kaupmannahöfn í gærmorgun. Pilturinn, sem er af afrískum uppruna, var með skotsár á höfði. Lögregla handtók í gær fjóra menn vegna morðsins auk þess sem fjöldi vitna var yfirheyrður.

Erlent

Ásakanir um mútur til vitna

Husam Taher Husam, fyrrverandi leyniþjónustumaður Sýrlendinga í Líbanon, sakaði í sjónvarpsviðtali um helgina Saad Hariri, son Rafik heitins Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líb­a­nons, um að hafa boðið sér 70 milljónir íslenskra króna fyrir að ljúga að rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna að sýrlensk stjórnvöld hefðu látið myrða föður sinn.

Erlent

Herafli verður tvöfaldaður

Ríkisstjórn Danmerkur hefur uppi áform um að tvöfalda herafla landsins í Afganistan á næstu misserum. Danskir hermenn í landinu verða þá 360 talsins.

Erlent

Framferði Ians Blair athugað

Lundúnalögreglan hefur fallist á að óháð rannsókn fari fram á frammistöðu hennar í kjölfar drápsins á Brasilíumanninum Jean Charles de Menezes. Lögreglumenn skutu Menezes til bana 22. júlí í sumar, daginn eftir að sprengjuárásir í jarðlestum Lundúna fóru út um þúfur.

Erlent

Chaves þakkar stuðninginn

Hugo Chaves, forseti Vene­súela, hefur þakkað öllum Spánverjum fyrir þá kjörkuðu ákvörðun að selja vopn til Venesúela þrátt fyrir mikinn þrýsting frá Bandaríkjamönnum um að gera slíkt ekki.

Erlent

134 námuverkamenn fórust

Sprenging í kolanámu í norðaustanverðu Kína er talin hafa kostað líf í það minnsta 134 verkamanna. Öryggismál í kínverskum námum eru í miklum ólestri og hafa fimm þúsund verkamenn farist það sem af er árinu. 12.000 námum hefur verið lokað vegna slælegs aðbúnaðar.

Erlent

Smygl á fólki ábatasamt

Þeim fer fjölgandi sem leita til glæpasamtaka til að komast yfir landamæri Mexíkó og til Bandaríkjanna. Gjald fyrir slíkt hefur lækkað mikið.

Erlent

Mótmæla heimilisofbeldi

Konur fjölmenntu á götur borga í Gvatemala um helgina og kröfðust þess að stjórnvöld tækju á því mikla vandamáli sem heimilisofbeldi er í landinu. Hafa tæplega 600 konur verið barðar til dauða á heimilum sínum á þessu ári og alls rúmlega tvö þúsund frá aldamótum.

Erlent

Fyrirtæki látin greiða sektir

Fáum íbúum Spánar er jafn annt um sjálfstæði sitt og Katalónum, nema ef vera kynni Baskar í norðurhluta landsins. Katalónsk yfirvöld hafa nú sektað ­fleiri þúsund fyrirtæki sem ­brjóta­­­ þá reglu að katalónska sé töluð á vinnustaðnum eins og lög segja fyrir um.

Erlent

Börn seld til líffæragjafar

Sænska lögreglan útilokar ekki að kínversk börn hafi verið seld til Evrópu og notuð þar sem líffæragjafar. Tveir Kínverjar, kona og maður, voru nýlega handtekin í Svíþjóð fyrir að vera höfuðpaurarnir í smygli á fólki frá Kína til Noregs og Svíþjóðar. Á einu ári hafa 94 kínversk börn horfið í Svíþjóð.

Erlent

Óttast um líf hundruða þúsunda

Vetur er genginn í garð á jarðskjálftasvæðinu í Pakistan, með snjó og kulda. Óttast er um líf hundruð þúsunda fórnarlamba skjálftans sem eiga sér ekkert skjól.

Erlent

Frestað vegna morða á verjendum

Réttarhöldunum yfir Saddam Hússein og þeim sem þátt áttu í voðaverkum í stjórnartíð hans í Írak, var snarlega frestað í dag. Ástæðan: Búið er að drepa verjendur nokkurra sakborninga og þeir hafa enga fundið til að taka við starfanum.

Erlent

Hundruð barna seld í vændi í Svíþjóð

Lögreglan í Svíþjóð handtók í gær kínverskt par sem er grunað um mansal í stórum stíl. Talið er að hundruð barna og ungmenna hafi verið seld í vændi og líffæri numin úr þeim.

Erlent

Fuglarnir brenndir lifandi

Yfirmenn dýralæknisembættisins í Brailahéraði í Rúmeníu voru reknir úr starfi í dag eftir að sjónvarpsstöð sýndi myndir af starfsmönnum þeirra henda lifandi fuglum á bál til að sporna gegn fuglaflensunni.

Erlent

Selja herbúnað í andstöðu við Bandaríkin

Hugo Chavez, forseti Venesúela, og Jose Bono, varnarmálaráðherra Spánar, tóku í dag þátt í athöfn þar sem undirritaður var stærsti vopnasölusamningur í sögu Spánar. Venesúealastjórn hefur ákveðið að kaupa tólf herflugvélar og átta herskip af Spánverjum.

Erlent

Sprengjuárás í Hebron

Palestínskur vígamaður kastaði sprengju að ísraelskum hermönnum við eftirlitsstöð í borginni Hebron á Vesturbakkanum fyrir stundu. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi fallið en árásin var gerð nærri Grafhýsi patríarkanna, stað sem er helgur í augum hvort tveggja múslima og gyðinga.

Erlent

Lést eftir að hafa kysst kærasta sinn

Fimmtán ára kanadísk stúlka lést eftir að hafa kysst kærasta sinn. Stúlkan var með ofnæmi fyrir hnetum en kærasti hennar hafði borðað samloku með hnetusmjöri nokkrum klukkustundum áður en þau kysstust.

Erlent