Erlent

Chaves þakkar stuðninginn

Hugo Chaves, forseti Vene­súela, hefur þakkað öllum Spánverjum fyrir þá kjörkuðu ákvörðun að selja vopn til Venesúela þrátt fyrir mikinn þrýsting frá Bandaríkjamönnum um að gera slíkt ekki.

Um er að ræða orrustuþotur og varðskip sem ætlað er hlutverk við landamæragæslu en Bandaríkjamenn vöruðu Spánverja við sölunni þar sem slíkt myndi ýta undir þann óróa sem í landinu er. Chaves hefur sem kunnugt er verið óragur við að gagnrýna ríkisstjórn George W. Bush síðustu mánuðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×