Erlent

Framferði Ians Blair athugað

Lundúnalögreglan hefur fallist á að óháð rannsókn fari fram á frammistöðu hennar í kjölfar drápsins á Brasilíumanninum Jean Charles de Menezes. Lögreglumenn skutu Menezes til bana 22. júlí í sumar, daginn eftir að sprengjuárásir í jarðlestum Lundúna fóru út um þúfur.

Ian Blair lögreglustjóri sagði í fyrstu að Menezes hefði haft tengsl við hryðjuverkahópa en það var síðan dregið til baka. Ættingjar Menezes halda því fram að Blair hafi vísvitandi sagt ósatt til að hylma yfir mistökin og mun rannsóknarnefndin skera úr um það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×