Erlent

Breska lögreglan handtekur stuðningsmenn hryðjuverka

Breska lögreglan handtók átta manns sem grunaðir eru um að styðja hryðjuverkasamtök. Handtakan er liður í viðamikilli aðgerð lögreglunnar þar í landi gegn hryðjuverkum sem um 500 lögreglumenn víðs vegar um Bretland taka þátt í.

Erlent

Athuga hvort fuglaflensa hafi smitast milli manna

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin rannsakar nú hvort átta manna fjölskylda í Indónesíu hafi smitað hvort annað af fuglaflensu. Ef rétt reynist er þetta fyrsta tilfelli þar sem fuglaflensuveiran berst frá manni til manns. Aldrei hafa svo margir á sama stað smitast af fuglaflensunni, en það sem veldur sérstökum áhyggjum starfsmanna alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, er að ekki er vitað til að fólkið hafi komist í snertingu við sýkta fugla eða dýr.

Erlent

Geta skilað inn hnífum án þess að greiða sekt

Breska lögreglan stendur nú fyrir nokkurs konar gjaldfrjálsum dögum út júní. Fólk sem hefur ólöglega hnífa undir höndum getur nú skilað þeim á lögreglustöð án þess að þurfa að greiða sekt fyrir ólöglega vopnaeign. Átakið er til komið vegna vaxandi tíðni ofbeldis þar sem hnífar koma við sögu. Eftir gjaldfrjálsu dagana verður hins vegar tekið fastar en nokkru sinni á þeim sem eru teknir með ólöglega hnífa undir höndum.

Erlent

Óttast að yfir hundrað manns hafi farist

Óttast er að yfir hundrað manns hafi farist í hamfaraflóðum í Norður-Tælandi í gær. 27 höfðu fundist látnir í gær og margra er saknað. Björgunarmenn á þyrlum og á jörðu reyndu í gær að bjarga fólki sem situr fast á heimilum sínum, í lestum og á víðavangi. Um þúsund manns hafa verið fluttir í burtu en reiknað er með að um 75 þúsund manns hafi orðið fyrir einhverju eignatjóni.

Erlent

Hafði ekkert með árásirnar 11. september að gera

Zacarias Moussaoui hafði ekkert með hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 að gera. Þetta segir Osama bin Laden á hljóðupptöku sem birtist á vefsíðu í kvöld. Þar segist bin Laden hafa sjálfur valið alla þá nítján menn sem tóku þátt í árásunum sem kostuðu hátt í þrjú þúsund manns lífið í New York og Washington og því viti hann um hvað hann er að tala.

Erlent

Tvískinnungur rauði þráðurinn

Árið 2005 var mótsagnakennt í mannréttindamálum í heiminum, því þótt margt hafi áunnist, grófu áhrifamiklar ríkisstjórnir undan væntingum um aukin mannréttindi. Þetta er í stuttu máli niðurstaða ársskýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International.

Erlent

Dönsku fjölmiðlarnir gefa út fríblað

Fréttir hafa borist af því að Politiken og Jyllandsposten ætli að gefa út fríblað í Kaupmannahöfn líkt og Dagsbrúnarliðar. Blaðið mun bera nafnið Nyhederavisen, eða Fréttablaðið, upp á ástkæra ylhýra. Forstjóri 365 miðla í Danmörku segist ekki óttast samkeppnina.

Erlent

Auglýstu störf á Íslandi og í Svíþjóð sem ekki voru fyrir hendi

Hátt í þrjátíu manns á Filippseyjum hafa höfðað mál á hendur fyrirtæki þar í landi fyrir að auglýsa störf á Íslandi og í Svíþjóð sem ekki voru fyrir hendi. Talið er að fyrirtækið hafi haft nærri níu milljónir króna af fólkinu með svikastarfsemi. Fyrirtækið sem um ræðir nefnist Cebu Manpower Corporation.

Erlent

Mörgæsir snúa til síns heima

Nítján afrískættaðar mörgæsir fengu að snúa aftur til síns heima í New Orleans í gær. Mörgæsirnar voru á sædýrasafninu í New Orleans þegar fellibylurinn Katrína reið yfir á síðasta ári. Þeim var bjargað þaðan og hafa þær dvalið á sædýrasafni í Kaliforníu síðan í september á síðast ári. FedEx sá um flutninginn á mörgæsunum og lentu þær í New Orleans í gær og uppskáru hátíðlega athöfn.

Erlent

Einn af leiðtogum Hamas handtekinn

Einn af meintum herskáum leiðtogum Hamas-hreyfingarinnar var handekinn í morgun. Ísraelski herinn segir hermenn hafa farið inn í bæinn Ramallah þar sem þeir hafi náð Ibrahim Hammad.

Erlent

Handtóku háttsettan meðlim al-Qaida

Jórdönsk yfirvöld segjast hafa handtekið ónefndan háttsettan leiðtoga innan al-Qaida hreyfingarinnar í Írak. Samkvæmt fréttavef BBC fréttastofunnar er um að ræða einn helsta aðstoðarmann Abu Musab Al Zarqawi leiðtoga al-QWaida í Írak. Jórdönsk yfirvöld segja manninn sem handtekinn var eftirlýstan meðal annars fyrir mannrán og morð.

Erlent

Niðurstöður kosninga í svartfjallalandi standa líklega

55,5 prósent kjósenda í Svartfjallalandi samþykktu aðskilnað frá Serbíu á sunnudag og mun Evrópusambandið að öllum líkindum viðurkenna niðurstöður kosninganna . Þetta er gert þrátt fyrir að sambandssinnar hafi krafist endurtalningar.

Erlent

Reyna að dæla vatni úr námunni

Björgunarsveitarmenn í Kína reyna nú að dæla vatni úr kolanámunni þar sem 57 námumenn hafa verið fastir en vatn flæddi inn á námuna fyrir fimm dögum með fyrrgreindum afleiðingum. Lítil von er á að einhverjir finnist á lífi í námunni en vegna tæknilegra erfiðleika var ekki hægt að byrja að dæla vatni úr námunni fyrr. Dælurnar sem notaðar eru við dælinguna vinna mjög hægt og það getur því tekið björgunarmenn nokkra daga að tæma hana. Þetta er mannskæðasta námuslys í Kína á þessu ári.

Erlent

Nýtt bóluefni við fuglaflensu

Vísindamenn hafa þróað bóluefni sem gæti orðið handhægt tæki í baráttunni við H5N1 fuglaflensu. Þeir segja þó rétt að geta þess að efnið gagnist mannfólkinu ekki til að forðast smit.

Erlent

Lordi-torg í Rovaniemi

Finnar ráða sér vart af kæti yfir árangri finnsku þungarokkshljómsveitarinnar Lordi í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva um helgina. Borgaryfirvöld í Rovaniemi, heimabæ hljómsveitarinnar, hafa ákveðið að nefna torg í miðri borginni í höfuðið á henni. Þetta er í fyrsta sinn sem Finnar vinna sigur í þessari keppni og hafa þeir oft hlotið fremur háðuglega útreið og jafnan rekið lestina. Það má því segja að Finnar hafi fengið uppreisn æru, og vel það, þegar skrímslarokkssveitin Lordi fór með sigur af hólmi í keppninni í Aþenu á laugardaginn, og það með fáheyrðum fjölda stiga sem voru nærri því þrjú hundruð. Finnar hafa fagnað árangrinum en voru margir hverjir með nokkrar áhyggjur af því hvað áhrif flutningur Lordanna á laginu Hard Rock Hallelujah myndi hafa á ímynd landsins. Bæði Tarja Halonen, forseti Finnlands, og Matti Vanhanen, forsætisráðherra, hafa óskað rokkurunum til hamingju með árangurinn. Borgarstjórinn í Rovaniemi í Lapplandi sagði í dag að borgaryfirvöld vildu heiðra þessa frægu syni sína með því að nefna torg í miðborginni eftir hljómsveitinni. Torgið verður hluti af nýrri borgarmynd sem er verið að skipuleggja en auk Lordanna státar Rovaniemi sig af raunverulegu heimili jólasveinsins.

Erlent

Sambandssinnar vilja endurtalningu

Sambandssinnar í Svarfjallalandi krefjast þess að atkvæði verði talin að nýju í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem Svartfellingar samþykktu með naumum meirihluta í gær að segja sig úr lögum við Serba. Kosningaeftirlitsmenn segja ekkert við framkvæmd kosninganna sem þeir geri athugasemd við.

Erlent

Fyrstu H5N1 tilfellin í Íran

Fyrstu tilfelli H5N1 afbrigðis fuglaflensu hafa greinst í fólki í Íran. Um er að ræða mann um fertugt og systur hans á þrítugsaldri.

Erlent

Hróp og köll við réttarhöldin yfir Saddam

Málflutningur hélt áfram í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, í dag. Sem fyrr minnti þar fátt á hefðbundið dómhald heldur settu hróp og köll svip sinn á samkomuna.

Erlent

Svartfellingar kusu sjálfstæði

Svartfellingar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að segja sig úr lögum við Serba. Þarlendir stjórnmálaleiðtogar telja leiðina inn í Evrópusambandið nú greiða. Serbar sitja hins vegar eftir með sárt ennið.

Erlent

Svartfjallaland sjálfstætt ríki

Svartfellingar samþykktu sjálfstæði frá Serbíu með naumum meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. Serbía og Svartfjallaland eru ein eftir í ríkjasambandinu sem eftir er af fyrrverandi Júgóslavíu.

Erlent

Allt erlent herlið frá Írak árið 2010

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom til Bagdad í morgun. Með heimsókn sinni hyggst Blair sýna stuðning sinn við nýja ríkisstjórn Íraka og ræða veru breska herliðsins í Írak.

Erlent

Industria opnar skrifstofu í Kína

Íslenska fyrirtækið Industria ehf. hefur opnað skrifstofu í Kína, og verður landið þar með hið sjötta þar sem Industria hefur starfsemi. Industria selur alhliða breiðbandslausnir til fjárfestinga- og fjarskiptafyrirtækja, og á Asíumarkaði hefur orðið mikill vöxtur í þessum geira undanfarin misseri segir í tilkynningu frá félaginu.

Erlent

Glæsiveisla hjá Beckham hjónunum

Hundruð aðdáenda sem söfnuðust saman við heimili Beckham hjónanna í Hertfordshire í Englandi í von um að berja átrúnaðargoð sín augum höfðu ekki erindi sem erfiði í gærkvöldi þegar til hjónanna flykktust um 350 gestir í HM partý fyrirliðans. Aðdáendurnir urðu margir hverjir fyrir vonbrigðum þegar gesti hjónanna bar að garði því flestir þeirra komu í eðalvögnum og bifreiðum með skyggðum rúðum og því lítið að sjá.

Erlent

Merkel í heimsókn í Kína

Angela Merkel, kanslari Þýsklands, hitti í dag Wen Jiabao, forsætisráðherra Kínverja. Með Merkel í för er iðnaðarráðherra Þýsklands og er tilgangurinn að efla viðskipti milli landanna.

Erlent

Olmert í Washington

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, kom til Washington í gær þar sem hann mun hitta George Bush, forseta Bandaríkjanna. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Olmert hittir Bush í ráðherratíð sinni.

Erlent

Blair í Bagdad

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom til Bagdad nú í morgun. Með heimsókn sinni hyggst Blair sýna stuðning sinn við nýja ríkisstjórn Íraka og ræða veru breskra herliða í Írak.

Erlent