Erlent

Morðingi Önnu Lindh fær ekki að fara heim

Hinn serbneski morðingi Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, fær ekki að afplána lífstíðar fangelsisdóm sinn í Serbíu. Sænsk fangelsisyfirvöld höfnuðu beiðni þar um, eftir að hafa fengið þau svör frá Serbíu að óljóst væri hvort refsing hans yrði stytt þar.

Erlent

Mótmæla í rúminu

Bandarískt par mótmælir nú í rúminu heima hjá sér að hætti Johns Lennons og Yoko Ono, gegn stríðinu í Írak. Ernie og Lynn Seewer frá Mobile í Alabama hafa fært rúmið sitt inn í stofu og vilja að aðrir fylgi fordæmi sínu. Ernie sagði Press-Register að eins og John Lennon væri honum sama að gera sig að fífli, ef skilaboðin kæmust áfram. Ernie kennir fjölmiðlaframleiðslu í háskólanum í suður Alabama.

Erlent

Tuttugu og fimm ára rútuferð

Jaeyaena Beuraheng er múslimi af malaiskum uppruna sem hvorki kann að tala eða skrifa taílensku. Hún bjó í einu af þrem múslimahéruðum syðst í Thaílandi, sem voru innlimuð í Taíland fyrir meira en eitthundrað árum. Þau hafa hinsvegar aldrei runnið saman við Taíland og tungumál og siðir eru allt aðrir.

Erlent

Brúðarmeyjar til leigu

Kínversk stúlka hefur stofnað fyrirtæki sem séhæfir sig í leigu á brúðarmeyjum. Xu Lisha er nemandi í Tækniskólanum í Tianjin. Í auglýsingu á internetinu leitar hún að grönnum háskólanemum, glæsilegum í útliti, sem hafi hæfileika til að bregðast fljótt og vel við atvikum í brúðkaupum.

Erlent

Bandaríkjamenn skutu á Breta

Breska götublaðið Sun og AP fréttastofan hafa komist yfir upptökur úr stjórnklefa bandarískrar orustuþotu sem skaut á bílalest breskra hermanna í Basra í Írak fyrir tæpum fjórum árum.

Erlent

Börn sjá klám á netinu

Nærri sex af hverjum tíu breskum börnum hafa fyrir slysni rambað inn á klámsíður á netinu. Prófessor í geðlækningum við London School of Economics sem gerði rannsókn með þessum niðurstöðum segir engan sýnilegan árangur af forritum og netvörnum sem eiga að sía út óæskilegt efni.

Erlent

Önnur bréfsprengja í Englandi

Tveir særðust þegar bréfsprengja sprakk í skrifstofubyggingu í Berkshire í suðurhluta Englands í morgun. Í gær slasaðist ein kona þegar önnur bréfsprengja sprakk á skrifstofu í London. Byggingin í Berkshire var rýmd eftir sprenginguna í morgun. Lögregla segir of snemmt að segja til um það hvort sprengingin í dag og sú í gær tengist.

Erlent

Stjórn mynduð í Hollandi

Kristilegir demókratar, Verkamannaflokkurinn og Kristilegi flokkurinn virðast vera að ná saman um samsteypustjórn í Hollandi. Tveir mánuðir eru frá þingkosningum í landinu.

Erlent

Bilaði bíllinn

Bifvélavirki í New York fékk verkbeiðni sem á stóð; Það heyrist alltaf "klúnk" þegar bíllinn beygir. Bifvélavirkinn fór út með bílinn í reynsluakstur. Hann tók hægri beygju, og mikið rétt, það heyrðist "klúnk." Þá tók hann vinstri beygju og það heyrðist aftur "klúnk."

Erlent

Seldi ungabarn á 600 dollara

Hjúkrunarkona í Bishkek í Kyrgistan seldi ungabarn til lögreglumanna í dulargervi á 600 bandaríkjadali. Lögreglumennirnir máttu velja hvort þeir keyptu dreng eða stúlku. Hjúkrunarkonan hefur verið fangelsuð fyrir athæfið. Lögreglu grunar að barnasala sé algeng í Kyrgistan enda búa allt að 80% barna þar í landi við sára fátækt. Nú hefur verið skorin upp herör gegn þessu í landinu.

Erlent

Írönskum erindreka rænt í Bagdad

Utanríkisráðuneyti Íran staðfesti í dag að írönskum diplómata hafi verið rænt í Bagdad í Írak. Manninum var rænt af byssumönnum sem voru klæddir í írakska herbúninga. Íransstjórn segir honum hafa verið rænt af undirlagi Bandaríkjamanna.

Erlent

Egypsk stúlka lést úr fuglaflensu

Sautján ára gömul egypsk stúlka er látin úr fuglaflensu. Hún er þar með sú tólfta sem deyr úr sjúkdómnum í landinu. Talið er að hún hafi smitast af sjúkdómnum eftir að hafa komist í snertingu við sýkta fugla. Yfir 80 manns hafa þá dáið úr flensunni í heiminum síðan hún greindist fyrst í manni í desember 2003, flestir í Suðaustur-Asíu.

Erlent

Haniya vongóður um viðræður

Ismail Haniya forsætisráðherra Palestínu segist vongóður um að viðræður hans, Khaled Meshaal leiðtoga Hamas og Mahmoud Abbas forseta Palestínu og leiðtoga Fatah í Mekka í Sádí-Arabíu muni bera árangur. Þessar tvær fylkingar Palestínumanna hafa borist á banaspjótum undanfarið og hafa minnst 60 fallið í þeim átökum á undanförnum mánuði.

Erlent

Banna innflutning fuglakjöts frá Bretlandi

Rússland, Makedónía, Japan, Suður-Kórea, Suður-Afríka, Hong Kong og eyjan Jersey hafa bannað innflutning á fuglakjöti frá Bretlandi eftir að fuglaflensa af gerðinni H5N1 kom upp á kalkúnabúi Bernard Matthews í Suffolk.

Erlent

Skrá tölvupóstföng barnaníðinga

Dæmdir barnaníðingar í Bretlandi þurfa að skrá tölvupóstföng sín og spjallrásadulnefni hjá lögreglu nái ný lög fram að ganga. Lögin eru hugsuð til að vernda börn í netsamfélaginu. Ef barnaníðingar í Bretlandi gefa upp rangar upplýsingar um nafn og heimilisfang má refsa þeim með allt að fimm ára fangelsi og vill John Reid innanríkisráðherra láta reyna á að heimfæra þá löggjöf upp á netsamfélagið.

Erlent

Giuliani sækist eftir útnefningu repúblikana

Rudolph Giuliani, fyrrum borgarstjóri í New York sækist eftir útnefningu repúblíkana fyrir forsetakosningarnar 2008. Giuliani skilaði í gær inn yfirlýsingu til alríkiskjörnefndar um að hann vildi sækjast eftir embætti forseta.

Erlent

Enn mannfall í flóðum

Enn er fólk að deyja af völdum flóðana í Indónesíu sem fóru að gera vart við sig fyrir helgi. 29 eru að sögn yfirvalda látnir síðan á föstudag og 340 þúsund hafa flúið heimili sín. Enn eykst þá hættan á farsóttum vegna mengaðra vatnsbóla.

Erlent

Viðræður hefjast á fimmtudag

Ef Norður-Kórea vill efnahagsaðstoð verða stjórnvöld að láta af kjarnorkuáætlunum sínum. Þetta segir Christopher Hill sem er ernindreki Bandaríkjastjórnar í viðræðum sex ríkja um kjarnorkumál Norður-Kóreu sem hefjast í Peking á fimmtudag.

Erlent

Stór svæði Jakarta undir vatni

Stór svæði tólf milljón manna höfuðborgar Indónesíu, Jakarta, voru undir mittisháu vatni í gær eftir að ár flæddu yfir bakka sína vegna úrhellisrigninga undanfarna daga. Að minnsta kosti 29 hafa látist, flestir vegna drukknunar og raflosts. Talið er að um 340.000 manns hafi þurft að flýja heimili sín.

Erlent

Slasaðist vegna bréfasprengju

Bréfasprengja sprakk í fyrirtæki sem hefur umsýslu með umferðarteppugjaldi í London í gær. Kona sem er starfsmaður fyrirtækisins slasaðist lítillega í sprengingunni.

Erlent

200 billjóna króna fjárlagafrumvarp

Fjárlagafrumvarpið sem Bush Bandaríkjaforseti lagði fram í gær er það fyrsta í embættistíð hans sem fer fyrir þing sem demókratar ráða. Leiðtogar þeirra segjast munu beita áhrifum sínum til að gera víðtækar breytingar á frumvarpinu.

Erlent

Lífi blásið í hrörnuð hjónabönd

Japanskir karlmenn sem eru komnir á efri ár leita nú margir hverjir leiða til að blása lífi í hjónabandið eftir að hafa ævilangt sett eiginkonuna í annað sætið á eftir starfinu. Margir tóku þátt í „degi hinnar ástkæru eiginkonu" fyrir helgina, þar sem dagskipunin var að sinna eiginkonunum til tilbreytingar.

Erlent

Kvarnast úr Póllandsstjórn

Radek Sikorski, varnarmálaráðherra Póllands, sagði af sér í gær eftir að Jaroslaw Kaczynski forsætisráðherra lýsti efasemdum um verk hans, að því er talsmaður stjórnarinnar greindi frá í Varsjá.

Erlent

ESB-fylgjendum fjölgar

Stuðningur við inngöngu Noregs í Evrópusambandið jókst um 3,6 prósent frá því í desember og mælist nú 41,8 prósent, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar fyrir blöðin Nationen, Klassekampen og Dagen. Andstæðingar aðildar mælast þó enn fleiri; 46,3 prósent. Tólf prósent eru óákveðin.

Erlent

Spurning um stjórnarskrána

Steingrímur J. Sigfússon telur að í leyniviðaukum við varnarsamningnum 1951 sé meðal annars falið beint afsal á íslensku landi. Þetta brjóti í bága við 21. grein stjórnarskrárinnar.

Erlent

Vaxandi umsvif Kínverja í Afríku

Hu Jintao Kínaforseti hélt í gær áfram yfirreið sinni um Afríku, sem hann hóf fyrir viku, og flaug frá Zambíu til Namibíu. Alls heimsækir hann átta Afríkulönd að þessu sinni, en ferðin vekur athygli á vaxandi umsvifum Kínverja þar syðra.

Erlent

Stuðningsmenn ETA sprengja

Talið er að ungir stuðningsmenn aðskilnaðarsamtaka Baska, ETA, hafi staðið á bak við sprengingu nærri borginni Bilbao á Spáni aðfaranótt mánudags. Lestarstöð skemmdist og nokkur hús gjöreyðilögðust í eldi.

Erlent

Indverjar ræða við Google

Google á nú í viðræðum við indversku ríkisstjórnina vegna Google Earth forritsins. Indversk yfirvöld eru hrædd um að of mikið sjáist á myndunum sem eru í Google Earth og að öfgamenn geti notað þær sem teikningar.

Erlent

Öldungadeildin styður Bush

Öldungadeild bandaríska þingsins hafnaði í kvöld tillögu sem hefði lýst yfir óánægju þingsins með aukningu hermanna í Írak. Frumvarpið var ekki bindandi fyrir George W. Bush, forseta Bandaríkjanna. Það var hugsað sem opinber yfirlýsing um andstöðu við áætlanir Bush.

Erlent