Erlent

Alvarlegt lestarslys á Englandi

Einn týndi lífi og tæplega 80 slösuðust, þar af 5 lífshættulega, þegar hraðlest fór af sporinu á norðvestur Englandi í gærkvöldi. Lestin var á leið frá Lundúnum til Glasgow í Skotlandi með um 120 farþega.

Erlent

Jórdaníukonungur setur Palestínumönnum kosti

Abdullah konungur Jórdaníu segir að það sé breitt samkomulag um það meðal Arabaþjóðanna að hin nýja þjóðstjórn Palestínu verði að hlíta kröfum Miðausturlanda-kvartettsins svonefnda. Kröfurnar eru þær að tilveruréttur Ísraelsríkis verði viðurkenndur, að ofbeldi verði hafnað og að staðið verði við bráðabirgðasamninga sem gerðir hafa verið um frið.

Erlent

Prodi lætur reyna á traust á þingi

Forseti Ítalíu hefur beðið Romano Prodi að halda áfram sem forsætisráðherra landsins og láta reyna á traustsyfirlýsingu í þinginu. Giorgio Napolitano, forseti tók þessa ákvörðun eftir að hafa ráðfært sig við leiðtoga allra stjórnmálaflokkanna. Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra, krafðist þess að stjórnin segði af sér, en stuðningsmenn Prodis fóru fram á að hann fengi tækifæri til þess að sýna framá að hann geti myndað meirihluta á þingi.

Erlent

Lestarvagnar fóru á hvolf

Einn týndi lífi og rúmlega tuttugu slösuðust, þar af fimm lífshættulega, þegar hraðlest fór af sporinu á norðvestur Englandi í gærkvöldi. Lestin var á leið frá Lundúnum til Glasgow í Skotlandi með um hundrað og tuttugu farþega.

Erlent

Aftur barist á Gaza ströndinni

Þrír Palestínumenn féllu og tíu særðust í innbyrðis átökum á Gaza ströndinni, í dag. Þeir féllu í hörðustu átökum sem orðið hafa síðan þjóðstjórnin var mynduð í Mekka, á dögunum. Með þjóðstjórninni var vonast til að hægt yrði að koma í veg fyrir borgarastríð milli Palestínumanna, en yfir níutíu manns höfðu fallið í innbyrðis átökum þeirra á vikunum þar á undan.

Erlent

Talinn hafa myrt sjö konur

Smail Tulja, 67 ára gamall maður sem handtekinn var í Svartfjallalandi, er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti sjö konur í Belgíu, Bandaríkjunum og Albaníu.

Erlent

Mesti eldsvoði í sögu Lettlands

Talið er að yfir tuttugu manns hafi látist í mesta eldsvoða í sögu Lettlands þegar eldur braust út á heimili fyrir aldraða og hreyfihamlaða í Alsunga í Lettlandi skömmu eftir miðnætti aðfaranótt föstudags.

Erlent

Vill sakaruppgjöf stríðsglæpa

Um 25.000 fyrrverandi meðlimir íslamskra baráttusveita í Afganistan söfnuðust saman á fjöldafundi í Kabúl, höfuðborg Afganistan, til stuðnings ályktun sem afganska þingið hefur samþykkt um að Afganar sem eru grunaðir um stríðsglæpi fái sakaruppgjöf.

Erlent

Vilja banna klasasprengjur

Fjörutíu og sex ríki samþykktu í gær yfirlýsingu um bann við klasasprengjum. Í yfirlýsingunni er hvatt til þess að alþjóðlegur sáttmáli um slíkt bann verði gerður árið 2008 og verði hann lagalega bindandi. Yfirlýsingin er afrakstur ráðstefnu, sem boðað var til í Noregi nú í vikunni. Alls sóttu fulltrúar 49 ríkja ráðstefnuna, en þrjú þeirra samþykktu ekki lokayfirlýsinguna.

Erlent

Íslendingar taki við ábyrgðinni

Viðræður við Bandaríkjamenn um hvað taka skuli við þegar fjármögnun þeirra á rekstri Íslenska loftvarnakerfisins (IADS) sleppir í ágúst næstkomandi hófust í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel í gær.

Erlent

Faðmar þétt og rænir veskjum

Í bænum Buffalo í New Yorkríki gengur lausum hala ógnvaldur mikill sem lögreglan kallar „faðmlagaþrjótinn“. Þrjóturinn er reyndar kvenkyns og stundar það að faðma fulla karla að næturlagi og ræna þá veskinu í leiðinni.

Erlent

Húsin sukku fyrirvaralaust

Nokkur hús og að minnsta kosti ein vörubifreið sukku ofan í jörðina þegar stór sigskál myndaðist skyndilega í Gvatemalaborg í fyrrinótt.

Erlent

Hundrað ára fangelsi

Bandarískur herdómstóll dæmdi í gær Paul E. Cortez, 24 ára bandarískan hermann, í 100 ára fangelsi fyrir að hafa í mars á síðasta ári, ásamt fjórum félögum sínum, nauðgað 14 ára íraskri stúlku og síðan myrt bæði hana og fjölskyldu hennar.

Erlent

Eldur braust út í ferju á hafi úti

Að minnsta kosti sextán manns létust þegar eldur braust út í ferju í Javahafi á Indónesíu á fimmtudaginn. Hundruð manna þurftu að stökkva í sjóinn til að forða sér frá eldinum, sumir með smábörn í fanginu.

Erlent

Ný ríkisstjórn líklega mynduð á morgun

Forseti Ítalíu ráðfærði sig í dag við leiðtoga stjórnmálaflokka í landinu til að reyna að leysa pólitískan hnút sem upp er kominn eftir að Romano Prodi forsætisráðherra sagði af sér á miðvikudaginn eftir níu mánaða valdatíð.

Erlent

Simpansar veiða með vopnum

Sést hefur til simpansa í Senegal sem nota spjót til að veiða sér til matar. Alls hafa vísindamenn skásetta á þriðja tug dæma um þetta. Simpansarnir nota trjágreinar sem þeir tálga með tönnunum. Vísindamennirnir segja þetta merkilega uppgötvun sem geti að einhverju leyti varpað nýju ljósi á þróun mannkyns.

Erlent

Tígrisdýr drap stúlku í dýragarði

Sex ára stúlka dó þegar tígrísdýr beit hana í dýragarði í Kunming í suðvesturhluta Kína í dag. Stúlkan var að sitja fyrir á mynd þegar tígrísdýrið fældist við leifturljós myndavélarinnar og beit stúlkuna í höfuðið.

Erlent

Senda þúsund hermenn til Afganistan

Bretar ætla að senda þúsund hermenn til viðbótar til Afganistan. Des Browne varnarmálaráðherra Bretlands staðfesti þetta í kvöld. Hermönnunum er ætlað að aðstoða við að hrinda sókn Talibana í landinu sem hafa gert usla undanfarnar vikur.

Erlent

Síðasta tækifæri friðar

Abdullah konungur Jórdaníu segir lítinn tíma mega fara til viðbótar í friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann segir tækifærið sem nú hefur skapast við myndun þjóðstjórnar Palestínumanna ef til vill það síðasta sem gefst og því þurfi að vanda til verka. „Nú geta orðið þáttakil. Ég hef á tilfinningunni að þetta geti orðið allra síðasta tækifæri okkar til að tryggja frið", sagði Abdullah í sjónvarpsávarpi í kvöld.

Erlent

Enn óveður á Norðurlöndum

Frændur vorir á Norðurlöndunum glíma enn við óveður, líkt og síðustu daga, og nú hafa Svíar og Norðmenn bæst í hóp Dana við að moka, keðja og bölva ofankomunni. Miklar tafir urðu á flugi í gegnum Danmörku og þúsundir norskra vegfarenda komust loks heim til sín eftir að hafa setið fastir í bílum sínum á hraðbraut.

Erlent

Norður-Kóreumenn bjóða Baradei í heimsókn

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa boðið Mohamed El-Baradei yfirmanni Alþjóðakjarnorkumálastofnunar í heimsókn til landsins að ræða kjarnorkumál þess. Baradei segist vonast til þess að hann geti rætt fyrstu skrefin í átt til þess að Norður-Kórea láti af öllum kjarnorkuáætlunum sínum við stjórnvöld í Pyongyang. Fyrr í mánuðinum samþykktu Norður-Kóreumenn að hefja afvopnun gegn aðstoð í efnahags- og orkumálum í viðræðum sex ríkja um kjarnorkumál landsins.

Erlent

Blair vill ekki í stríð við Íran

Tony Blair segist andvígur innrás í Íran og er því í andstöðu við stjórnvöld í Bandaríkjunum. Forsætisráðherrann lét hafa þetta eftir sér áður en eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar upplýstu að Íranir væru enn að auðga úran.

Erlent

Palestínumenn viðurkenni Ísraelsríki

Angela Merkel kanslari Þýskalands leggur áherslu á að palestínsk stjórnvöld viðurkenni tilverurétt Ísraelsríkis annars muni Evrópusambandið ekki aflétta viðskiptaþvingunum. Merkel gegnir nú embætti forseta sambandsins.

Erlent

Vélmenni með tilfinningagreind

Vélmenni sem hafa ályktunarhæfni og tilfinningagreind er eitthvað sem hingað til hefur bara verið til í vísindaskáldskap en nú er samevrópskt teymi að þróa slík vélmenni.

Erlent

Hátt í 300 manns fluttir af hótelpalli í Norðursjó

Hátt í þrjú hundruð manns voru fluttir af hótelpalli í Norðursjó um hádegisbil eftir að akkeri pallsins slitnuðu í nótt og morgun. Mjög hvasst er á þeim slóðum sem palllurinn er og tóku rekstaraðilar hans enga áhættu og sóttu íbúa á pallinum enda er óttast að pallinn fari að reka um Norðursjó.

Erlent

Vilja að stríðsherrar fái friðhelgi

Tugir þúsunda söfnuðust saman í Kabúl höfuðborg Afganistan í dag til að krefjast þess að gamlir stríðsherrar fái friðhelgi gegn því að vera sóttir til saka fyrir stríðsglæpi. Á meðal þeirra sem þar komu saman voru fyrrum stríðsmenn mujahideen og fyrirmenn í ríkisstjórn landsins.

Erlent