Erlent Ég er á lausu Hringur sem gefur til kynna að þú sért á lausu virðist vera að fara sigurför um heiminn. Hringinn geta borið bæði karlmenn og konur. Hann hefur nú selst í yfir 130 þúsund eintökum og framleiðandinn er að hefja mikla auglýsingaherferð. Hann er nýkominn úr kynningarferð til Kína, þar sem viðtökurnar voru mjög góðar, að hans sögn. Erlent 16.8.2007 11:17 Eldflaug skotið á sænska farþegaflugvél Eldflaug var skotið á sænska farþegaflugvél sem var í flugtaki frá Norður-Írak í síðustu viku. Eldflaugin sprakk rétt fyrir framan vélina, en ekki urðu á henni neinar skemmdir. Vélin var frá flugfélaginu Nordic Airways og um borð voru 137 farþegar og áhöfn. Erlent 16.8.2007 11:01 Komdu þér út kerling Dyraverðir á lúxushóteli í Cancún í Mexíkó brugðust skjótt við þegar indíánakona í litríkum klæðum gekk inn í hótelið þeirra. "Enga götusölu hér," sögðu þeir. Þeir tóku konuna föstum tökum og ætluðu að henda henni út. Sem betur fór var í anddyrinu fólk sem þekkti Rigobertu Menchu, friðarverðlaunahafa Nóbels og frambjóðanda í forsetakosningum í Gvatemala. Erlent 16.8.2007 10:15 Blóðið ekki úr Madeleine litlu Blóðið sem fannst í herberginu þar sem Madeleine McCann var rænt í Portúgal, reyndist ekki vera úr henni. DNA rannsókn í Bretlandi hefur leitt þetta í ljós að sögn Sky fréttastofunnar. Blóðið er sagt vera úr karlmanni. Erlent 16.8.2007 09:54 Heyrðu hljóð úr námunni í Utah Erlent 16.8.2007 09:41 Ekki fleiri svipt sig lífi í Bandaríkjaher í 26 ár Níutíu og níu hermenn í bandaríska hernum sviptu sig lífi á síðasta ári og hefur fjöldi þeirra ekki verið meiri í 26 ár. Þetta kemur fram í skýrslu frá Bandaríkjaher sem AP-fréttastofan hefur undir höndum. Erlent 16.8.2007 08:51 Þúsundir minnast Elvis við Graceland Þúsundir manna hafa lagt leið sína til Memphis í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum til þess að minnast þess að í dag eru 30 ár frá því að rokkkóngurinn Elvis Presley lést. Erlent 16.8.2007 08:08 Minnst 330 látnir eftir öflugan skjálfta í Perú Almannavarnir í Perú segja minnst þrjúhundruð og þrjátíu hafa látist eftir að tveir öflugir jarðskjálftar skóku Perú með nokkurra mínútna millibili í nótt. Erlent 16.8.2007 07:41 250 látnir hið minnsta Írösk yfirvöld segja að 250 hið minnsta, hafi látist í sprengjuárásunum í norðurhluta landsins í gær. Þetta er mannskæðasta árásin í landinu frá því í stríðinu 2003. Fjórar sprengjur lögðu tvö þorp jasída trúflokksins í rúst og slösuðust að minnsta kosti 350. Björgunarsveitir eru enn að störfum og búist er við því að tala látinna eigi eftir að hækka. Erlent 15.8.2007 23:36 Grafa með skóflum og berum höndum Björgunarmenn og almennir borgarar grafa nú með skóflum og berum höndum í rústum húsa í bænum Kataníja í Norður-Írak þar sem sjálfsvígssprengjuárás varð minnst tvö hundruð manns að bana í gær. Fjórar flutningabifreiðar fullar af sprengiefni voru sprengdar í loft upp nær samtímis. Erlent 15.8.2007 19:07 Illdeila mafíufjölskyldna teygir sig til Þýskalands Svo virðist sem áratugagömul illdeila tveggja ítalskra mafíufjölskyldna hafi teygt sig til Þýskalands. Sex karlmenn tengdir annarri fjölskyldunni voru allir myrtir í Duisburg í nótt. Erlent 15.8.2007 19:06 Ekkert gin- og klaufaveikismit í dýragarði í Surrey Allt bendir til þess að búfé í dýragarði í Surrey og á nautgripabúi í Kent í Bretlandi hafi ekki sýkst af gin- og klaufaveiki. Rannsóknum á sýnum sem tekin voru úr búfénu er að mestu lokið. Óttast var á tímabili að yfirvöldum í Bretlandi hafi mistekist að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Erlent 15.8.2007 13:06 Al-Qaeda grunað um sprengjuárásirnar í Írak Talið er líklegt að hryðjuverkarsamtökin al-Qaeda standi á bak við sprengjuárásirnar þrjár sem urðu 175 manns að bana í Írak í gær. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á verknaðinum en talsmaður bandaríska hersins sagði á blaðamannafundi í morgun að grunur beindist helst að al-Qaeda. Erlent 15.8.2007 12:08 Grunaður um að hafa dreift myndbandi sem sýnir aftöku Rússneska lögreglan handtók í morgun mann sem grunaður er um að hafa dreift myndbandi sem sýnir tvo menn tekna af lífi. Annar þeirra er afhöfðaður en hinn skotinn. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta hvort aftakan í myndbandinu sé raunveruleg. Erlent 15.8.2007 11:27 Þrír Þjóðverjar láta lífið í Afganistan Þrír Þjóðverjar létu lífið og einn særðist í Afganistan í morgun þegar sprengja sprakk við bíl mannanna á veg skammt frá Kabul, höfuðborg landsins. Mennirnir voru í hópi þýskra sendiráðsstarfsmanna sem voru að heimsækja Nato-herstöð í nágrenninu. Erlent 15.8.2007 09:56 Tók ekki eftir því að fóturinn færi af við hné Japanskur ökumaður mótorhjóls sem keyrði utan í öryggisgirðingu tók ekki eftir því að fótur hans hefði skorist af í árekstrinum, og keyrði í tæpa tvo kílómetra með blæðandi stubbinn. Erlent 15.8.2007 09:46 Símakynlíf á 21. öldinni Danska farsímafyrirtækið Sonofon hyggst seinna á þessu ári hefja dreifingu á klámefni gegnum farsímakerfi sitt. Þetta gera þeir vegna þrýstings frá viðskiptavinum sínum, sem frá fyrsta nóvember munu geta hlaðið niður klámmyndum og myndskeiðum, á sama hátt og þeir sækja í dag hringitóna, leiki og skjásvæfur. Erlent 15.8.2007 08:35 Reyktu áfram á dönskum öldurhúsum þrátt fyrir reykingabann Reykingingamenn í Danmörku létu reykingabann á veitingahúsum og krám sem tók gildi á miðnættti ekki á sig fá og reyktu áfram á stöðunum eftir því segir í Jótlandspóstinum. Erlent 15.8.2007 08:00 Sex skotnir til bana í Þýskalandi Sex menn á þrítugsaldri voru skotnir til bana í þýsku borginni Duisburg í nótt. Mennirnir fundust í tveimur bílum nærri lestarstöð, eftir að vegfarandi heyrði skothvelli og lét lögregbíl sem átti leið hjá vita. Fimm mannanna voru látnir þegar að var komið, en sá sjötti lést á leið á sjúkrahús. Ekkert er vitað um ástæðu verknaðarins, eða hver myrti mennina. Erlent 15.8.2007 07:25 Írar drykkfelldir frá alda öðli? Ást Íra og afkomenda þeirra á göróttum drykkjum kann að liggja í genunum. Að minnsta kosti á hún sér langa sögu. Vísindamenn hafa nú sett fram kenningu um að sérstök tegund rústa á Írlandi, sem fornleifafræðingar hafa hingað til talið vera ævaforn eldstæði, séu í raun fyrstu ölgerðir landsins. Erlent 15.8.2007 07:12 Ein mannskæðasta árás frá upphafi Íraksstríðsins Minnst 175 manns létust og tvöhundruð særðust þegar þrír sjálfsmorðsárásarmenn á flutningabílum hlöðnum eldsneyti sprengdu sig í loft upp í bænum Katanía í Norður Írak í gær. Erlent 15.8.2007 07:10 Slagurinn er óvenju snemma á ferðinni Átján bandarískir stjórnmálamenn róa nú öllum árum að því að verða forseti Bandaríkjanna að loknum kosningum á næsta ári. Óvenju mikill kraftur hefur verið í baráttunni undanfarið og slagurinn er fyrr á ferðinni en áður. Erlent 15.8.2007 05:30 Talin hafa eitrað fyrir fólki Ungur hjúkrunarfræðingur var handtekinn í Turku í Finnlandi vegna gruns um að hafa myrt tvo sjúklinga á heimili fyrir geðfatlaða í nágrenni Tampere, að sögn finnska dagblaðsins Helsingin Sanomat. Erlent 15.8.2007 05:15 Að minnsta kosti 22 létust Að minnsta kosti 22 létust og 44 er saknað eftir að 320 metra brú, sem verið var að byggja í Fenghuang í Hunan-héraði í Kína, hrundi á mánudag. Erlent 15.8.2007 04:30 Rannsakað eins og hryðjuverk Yfirvöld í Rússlandi telja að hryðjuverkamenn hafi komið fyrir sprengju sem sprakk í hraðlest á leiðinni frá Moskvu til Pétursborgar í gærmorgun. Lestin fór út af sporinu nærri borginni Novgorod, um fimm hundruð kílómetra norður af Moskvu. Sextíu slösuðust. Erlent 15.8.2007 03:15 Skaut samverkamann í augað Ránstilraun tveggja manna í Bandaríkjunum endaði með ósköpum þegar annar ræninginn skaut hinn í augað fyrir misgáning. Erlent 15.8.2007 02:00 Hundruð látinna Meira en tvö hundruð manns eru látnir eða er saknað í Norður-Kóreu en flóð hafa verið í landinu síðustu daga eftir miklar rigningar að undanförnu. Erlent 15.8.2007 01:30 Líklegt að Gul verði forseti Stjórnarflokkur Receps Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, hefur valið utanríkisráðherra landsins, Abdullah Gul, sem forsetaefni flokksins. Erlent 15.8.2007 00:45 Skall í fjallshlíðina og lét lífið Ungur ástralskur fallhlífastökkvari lét lífið eftir að hann hoppaði af fjallstindi í Romsdal í Noregi í dag. Maðurinn var í hópi fjögurra annarra manna sem voru að stunda svokallað "base jump". Talið er maðurinn hafi skollið utan í fjallshlíðina áður en hann gat opnað fallhlíf sína. Erlent 14.8.2007 23:25 Benjamin Netanyahu endurkjörinn formaður Likud bandalagsins Benjamin Netanyahu sigraði andstæðing sinn, Moshe Feiglin, í kosningum um formannsembætti Likud bandalagsins sem fram fóru í Ísrael í dag. Þegar búið var að telja um 80 prósent atkvæða hafði Netanyahu fengið þrjá fjórðu hluta allra greiddra atkvæða. Erlent 14.8.2007 23:05 « ‹ ›
Ég er á lausu Hringur sem gefur til kynna að þú sért á lausu virðist vera að fara sigurför um heiminn. Hringinn geta borið bæði karlmenn og konur. Hann hefur nú selst í yfir 130 þúsund eintökum og framleiðandinn er að hefja mikla auglýsingaherferð. Hann er nýkominn úr kynningarferð til Kína, þar sem viðtökurnar voru mjög góðar, að hans sögn. Erlent 16.8.2007 11:17
Eldflaug skotið á sænska farþegaflugvél Eldflaug var skotið á sænska farþegaflugvél sem var í flugtaki frá Norður-Írak í síðustu viku. Eldflaugin sprakk rétt fyrir framan vélina, en ekki urðu á henni neinar skemmdir. Vélin var frá flugfélaginu Nordic Airways og um borð voru 137 farþegar og áhöfn. Erlent 16.8.2007 11:01
Komdu þér út kerling Dyraverðir á lúxushóteli í Cancún í Mexíkó brugðust skjótt við þegar indíánakona í litríkum klæðum gekk inn í hótelið þeirra. "Enga götusölu hér," sögðu þeir. Þeir tóku konuna föstum tökum og ætluðu að henda henni út. Sem betur fór var í anddyrinu fólk sem þekkti Rigobertu Menchu, friðarverðlaunahafa Nóbels og frambjóðanda í forsetakosningum í Gvatemala. Erlent 16.8.2007 10:15
Blóðið ekki úr Madeleine litlu Blóðið sem fannst í herberginu þar sem Madeleine McCann var rænt í Portúgal, reyndist ekki vera úr henni. DNA rannsókn í Bretlandi hefur leitt þetta í ljós að sögn Sky fréttastofunnar. Blóðið er sagt vera úr karlmanni. Erlent 16.8.2007 09:54
Ekki fleiri svipt sig lífi í Bandaríkjaher í 26 ár Níutíu og níu hermenn í bandaríska hernum sviptu sig lífi á síðasta ári og hefur fjöldi þeirra ekki verið meiri í 26 ár. Þetta kemur fram í skýrslu frá Bandaríkjaher sem AP-fréttastofan hefur undir höndum. Erlent 16.8.2007 08:51
Þúsundir minnast Elvis við Graceland Þúsundir manna hafa lagt leið sína til Memphis í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum til þess að minnast þess að í dag eru 30 ár frá því að rokkkóngurinn Elvis Presley lést. Erlent 16.8.2007 08:08
Minnst 330 látnir eftir öflugan skjálfta í Perú Almannavarnir í Perú segja minnst þrjúhundruð og þrjátíu hafa látist eftir að tveir öflugir jarðskjálftar skóku Perú með nokkurra mínútna millibili í nótt. Erlent 16.8.2007 07:41
250 látnir hið minnsta Írösk yfirvöld segja að 250 hið minnsta, hafi látist í sprengjuárásunum í norðurhluta landsins í gær. Þetta er mannskæðasta árásin í landinu frá því í stríðinu 2003. Fjórar sprengjur lögðu tvö þorp jasída trúflokksins í rúst og slösuðust að minnsta kosti 350. Björgunarsveitir eru enn að störfum og búist er við því að tala látinna eigi eftir að hækka. Erlent 15.8.2007 23:36
Grafa með skóflum og berum höndum Björgunarmenn og almennir borgarar grafa nú með skóflum og berum höndum í rústum húsa í bænum Kataníja í Norður-Írak þar sem sjálfsvígssprengjuárás varð minnst tvö hundruð manns að bana í gær. Fjórar flutningabifreiðar fullar af sprengiefni voru sprengdar í loft upp nær samtímis. Erlent 15.8.2007 19:07
Illdeila mafíufjölskyldna teygir sig til Þýskalands Svo virðist sem áratugagömul illdeila tveggja ítalskra mafíufjölskyldna hafi teygt sig til Þýskalands. Sex karlmenn tengdir annarri fjölskyldunni voru allir myrtir í Duisburg í nótt. Erlent 15.8.2007 19:06
Ekkert gin- og klaufaveikismit í dýragarði í Surrey Allt bendir til þess að búfé í dýragarði í Surrey og á nautgripabúi í Kent í Bretlandi hafi ekki sýkst af gin- og klaufaveiki. Rannsóknum á sýnum sem tekin voru úr búfénu er að mestu lokið. Óttast var á tímabili að yfirvöldum í Bretlandi hafi mistekist að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Erlent 15.8.2007 13:06
Al-Qaeda grunað um sprengjuárásirnar í Írak Talið er líklegt að hryðjuverkarsamtökin al-Qaeda standi á bak við sprengjuárásirnar þrjár sem urðu 175 manns að bana í Írak í gær. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á verknaðinum en talsmaður bandaríska hersins sagði á blaðamannafundi í morgun að grunur beindist helst að al-Qaeda. Erlent 15.8.2007 12:08
Grunaður um að hafa dreift myndbandi sem sýnir aftöku Rússneska lögreglan handtók í morgun mann sem grunaður er um að hafa dreift myndbandi sem sýnir tvo menn tekna af lífi. Annar þeirra er afhöfðaður en hinn skotinn. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta hvort aftakan í myndbandinu sé raunveruleg. Erlent 15.8.2007 11:27
Þrír Þjóðverjar láta lífið í Afganistan Þrír Þjóðverjar létu lífið og einn særðist í Afganistan í morgun þegar sprengja sprakk við bíl mannanna á veg skammt frá Kabul, höfuðborg landsins. Mennirnir voru í hópi þýskra sendiráðsstarfsmanna sem voru að heimsækja Nato-herstöð í nágrenninu. Erlent 15.8.2007 09:56
Tók ekki eftir því að fóturinn færi af við hné Japanskur ökumaður mótorhjóls sem keyrði utan í öryggisgirðingu tók ekki eftir því að fótur hans hefði skorist af í árekstrinum, og keyrði í tæpa tvo kílómetra með blæðandi stubbinn. Erlent 15.8.2007 09:46
Símakynlíf á 21. öldinni Danska farsímafyrirtækið Sonofon hyggst seinna á þessu ári hefja dreifingu á klámefni gegnum farsímakerfi sitt. Þetta gera þeir vegna þrýstings frá viðskiptavinum sínum, sem frá fyrsta nóvember munu geta hlaðið niður klámmyndum og myndskeiðum, á sama hátt og þeir sækja í dag hringitóna, leiki og skjásvæfur. Erlent 15.8.2007 08:35
Reyktu áfram á dönskum öldurhúsum þrátt fyrir reykingabann Reykingingamenn í Danmörku létu reykingabann á veitingahúsum og krám sem tók gildi á miðnættti ekki á sig fá og reyktu áfram á stöðunum eftir því segir í Jótlandspóstinum. Erlent 15.8.2007 08:00
Sex skotnir til bana í Þýskalandi Sex menn á þrítugsaldri voru skotnir til bana í þýsku borginni Duisburg í nótt. Mennirnir fundust í tveimur bílum nærri lestarstöð, eftir að vegfarandi heyrði skothvelli og lét lögregbíl sem átti leið hjá vita. Fimm mannanna voru látnir þegar að var komið, en sá sjötti lést á leið á sjúkrahús. Ekkert er vitað um ástæðu verknaðarins, eða hver myrti mennina. Erlent 15.8.2007 07:25
Írar drykkfelldir frá alda öðli? Ást Íra og afkomenda þeirra á göróttum drykkjum kann að liggja í genunum. Að minnsta kosti á hún sér langa sögu. Vísindamenn hafa nú sett fram kenningu um að sérstök tegund rústa á Írlandi, sem fornleifafræðingar hafa hingað til talið vera ævaforn eldstæði, séu í raun fyrstu ölgerðir landsins. Erlent 15.8.2007 07:12
Ein mannskæðasta árás frá upphafi Íraksstríðsins Minnst 175 manns létust og tvöhundruð særðust þegar þrír sjálfsmorðsárásarmenn á flutningabílum hlöðnum eldsneyti sprengdu sig í loft upp í bænum Katanía í Norður Írak í gær. Erlent 15.8.2007 07:10
Slagurinn er óvenju snemma á ferðinni Átján bandarískir stjórnmálamenn róa nú öllum árum að því að verða forseti Bandaríkjanna að loknum kosningum á næsta ári. Óvenju mikill kraftur hefur verið í baráttunni undanfarið og slagurinn er fyrr á ferðinni en áður. Erlent 15.8.2007 05:30
Talin hafa eitrað fyrir fólki Ungur hjúkrunarfræðingur var handtekinn í Turku í Finnlandi vegna gruns um að hafa myrt tvo sjúklinga á heimili fyrir geðfatlaða í nágrenni Tampere, að sögn finnska dagblaðsins Helsingin Sanomat. Erlent 15.8.2007 05:15
Að minnsta kosti 22 létust Að minnsta kosti 22 létust og 44 er saknað eftir að 320 metra brú, sem verið var að byggja í Fenghuang í Hunan-héraði í Kína, hrundi á mánudag. Erlent 15.8.2007 04:30
Rannsakað eins og hryðjuverk Yfirvöld í Rússlandi telja að hryðjuverkamenn hafi komið fyrir sprengju sem sprakk í hraðlest á leiðinni frá Moskvu til Pétursborgar í gærmorgun. Lestin fór út af sporinu nærri borginni Novgorod, um fimm hundruð kílómetra norður af Moskvu. Sextíu slösuðust. Erlent 15.8.2007 03:15
Skaut samverkamann í augað Ránstilraun tveggja manna í Bandaríkjunum endaði með ósköpum þegar annar ræninginn skaut hinn í augað fyrir misgáning. Erlent 15.8.2007 02:00
Hundruð látinna Meira en tvö hundruð manns eru látnir eða er saknað í Norður-Kóreu en flóð hafa verið í landinu síðustu daga eftir miklar rigningar að undanförnu. Erlent 15.8.2007 01:30
Líklegt að Gul verði forseti Stjórnarflokkur Receps Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, hefur valið utanríkisráðherra landsins, Abdullah Gul, sem forsetaefni flokksins. Erlent 15.8.2007 00:45
Skall í fjallshlíðina og lét lífið Ungur ástralskur fallhlífastökkvari lét lífið eftir að hann hoppaði af fjallstindi í Romsdal í Noregi í dag. Maðurinn var í hópi fjögurra annarra manna sem voru að stunda svokallað "base jump". Talið er maðurinn hafi skollið utan í fjallshlíðina áður en hann gat opnað fallhlíf sína. Erlent 14.8.2007 23:25
Benjamin Netanyahu endurkjörinn formaður Likud bandalagsins Benjamin Netanyahu sigraði andstæðing sinn, Moshe Feiglin, í kosningum um formannsembætti Likud bandalagsins sem fram fóru í Ísrael í dag. Þegar búið var að telja um 80 prósent atkvæða hafði Netanyahu fengið þrjá fjórðu hluta allra greiddra atkvæða. Erlent 14.8.2007 23:05