Erlent Breska herliðið fer frá Basra Breska ríkisútvarpið BBC skýrði frá því í gær að breska herliðið í Basra í Írak væri byrjað að yfirgefa borgina. Þegar brottflutningnum er lokið verða allir breskir hermenn farnir frá suðurhluta Íraks. Erlent 3.9.2007 02:00 Fátæktin aldrei verið meiri Fátækt meðal Palestínumanna er nú meiri en nokkru sinni. Rúmlega helmingur allra heimila á svæðum Palestínumanna telst nú vera undir fátæktarmörkum, það er að segja 25 þúsund krónum á mánuði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um efnahagsástandið í Palestínu, sem UNCTAD, Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og þróun, sendi frá sér í lok síðustu viku. Erlent 3.9.2007 01:15 Óhefðbundin hetja Ungur glæpamaður sem notar snilligáfu sína til að ræna og drepa er fremur óhefðbundin hetja í unglingabókum. Írski rithöfundurinn Eoins Colfers skrifar bækurnar um Artemis Fowl í þeim tilgangi að fá drengi til að lesa. Erlent 2.9.2007 19:14 Þjóðarmorð eru að eiga sér stað í Darfur Þjóðarmorð eru að eiga sér stað í héraðinu Darfur í Súdan og umheimurinn bregst allt of hægt við. Þetta segir ljósmyndari sem farið hefur reglulega um svæðið síðustu tvo áratugi. Hann segir íbúa flýja undan hersveitum sem brenni ofan af þeim húsin og drepi þá sem ekki nái að flýja. Erlent 2.9.2007 18:57 Ætla að leggja niður kjarnorkuver sín Norður-Kóreustjórn ætlar að leggja niður kjarnorkuver sín fyrir árslok. Á sama tíma berast fréttir af því að Bandaríkjamenn séu að undirbúa árás á Íran. Erlent 2.9.2007 18:49 Aftur boðað til mótmæla á Norðurbrú í kvöld Ungmenni í Kaupmannahöfn ætla að halda mótmælaaðgerðum áfram í kvöld til að knýja á um nýtt Ungdómshús. Í gærkvöldi voru rúmlega 60 manns handteknir í óeirðum á Norðurbrú. Umfang átakanna kom dönsku lögreglunni í opna skjöldu. Erlent 2.9.2007 18:16 Bush forseti ætlar að eyða ellinni í Dallas George Bush bandaríkjaforseti hefur hingað til ekki viljað ræða mikið um hvað hann ætli að taka sér fyrir hendur þegar hann lætur af embætti á næsta ári. Nú hefur hann sagt rithöfundinum Robert Draper að hann hyggist eyða ellinni í Dallas í Texas. Og ef honum leiðist mun hann hoppa upp í bílinn og keyra á nálægan búgarð sinn. Erlent 2.9.2007 15:38 Hákarl veldur skelfingu í Queens Tveggja metra langur hákarl olli töluverðri skelfingu á vinsælli baðströnd við hverfið Queens í New York um helgina. Strandverðir ráku alla baðgesti upp á land um leið og bakuggi hákarlsins sást skera vatnið rétt fyrir utan fjöruborðið í gærdag. Erlent 2.9.2007 13:47 Báðu þjóð sína afsökunar Nítján suður-kóreskir gíslar, sem voru í haldi Talibana í Afganistan í sex vikur, báðu þjóð sína afsökunar í dag á öllum vandræðunum sem þeir orsökuðu. Erlent 2.9.2007 12:12 Danir vilja sjálfstæði Grænlands Þrír af hverjum fjórum Dönum vilja að Grænlendingar fái fullt sjálfstæði. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem birt var á vef danska blaðsins Politiken. Sextíu og þrjú prósent segjast vilja að Grænlendingar ráði sjálfir yfir málmi olíu og örðum auðlindum sem finnast á grænlenskum hafsbotni. Erlent 2.9.2007 10:11 Átök á Norðurbrú vegna Ungdómshússins Sextíu og þrír voru handteknir í óeirðum á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í nótt. Þúsund ungmenni söfnuðust saman til að minnast þess að hálft ár var í gær liðið frá því að Ungdómshúsið var rifið. Erlent 2.9.2007 10:06 Tveir menn af tíu látnir lausir Tveir af mönnunum tíu, sem handteknir voru í Rússlandi í tengslum við morðið á blaðakonunni Önnu Politkovskaju, hafa verið látnir lausir. Báðir eru þeir lögreglumenn. Auk þess liggur þriðji maðurinn, sem er leyniþjónustumaður, ekki lengur undir grun í málinu. Erlent 2.9.2007 06:00 Segir af sér eftir kynlífsskandal Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Larry Craig sagði af sér í gær í kjölfar handtöku fyrir að falast eftir kynmökum við óeinkennisklæddan lögreglumann á baðherbergi flugvallar. Erlent 2.9.2007 04:15 Mótmæli gegn myndbirtingu Hundruð múslíma efndu til mótmæla í Svíþjóð í gær gegn dagblaðinu Nerikes Allehanda, sem gefið er út í Örebro, vegna þess að blaðið birti skopteikningu af Múhameð spámanni. Erlent 2.9.2007 02:15 Maturinn borinn fram á járnbraut Þýskur maður hefur opnað fyrsta sjálfvirka veitingastað heims í borginni Nürnberg. Á staðnum eru engir þjónar, afgreiðslumenn eða gjaldkerar. Matarpantanir fara allar fram með snertiskjám á borðunum og réttirnir eru bornir fram með hjálp járnbrautar sem liggur frá eldhúsinu á efri hæðinni niður í salinn á neðri hæðinni. Erlent 2.9.2007 01:30 Eldarnir vandamál allrar Evrópu Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, flaug yfir sviðna jörð Grikklands í þyrlu í gær og lofaði fjárstuðningi ESB við illa farin héruð. Alls 64 fórust í eldunum og um 190.000 hektarar ræktarlands og skóga lögðust í eyði. Erlent 2.9.2007 01:15 Raunsæjar myndir af lífi og tilveru Afríkubúa Myndir sem írskur ljósmyndari hefur tekið síðustu tuttugu árin eiga að draga upp raunsæja mynd af lífi og tilveru Afríkubúa. Erlent 1.9.2007 19:16 Fórnarlambanna í Beslan minnst Syrgjandi aðstandendur og íbúar í bænum Beslan í Rússlandi minntust þess í dag að þrjú ár eru frá því að gíslataka uppreinsnarmanna í barnaskóla í bænum endaði með skelfingu. Þrjú hundruð þrjátíu og tveir létu lífið, flestir þeirra börn. Erlent 1.9.2007 19:09 Næringarskortur vaxandi vandamál í Darfur Næringarskortur er vaxandi vandamál í héraðinu Darfur í Súdan á sama tíma og erfitt hefur reynst fyrir hjálparstarfsmenn að aðstoða þá sem hvað verst hafa orðið úti. Erlent 1.9.2007 18:52 Fellibylurinn Felix í uppsiglingu á Karabíska hafinu Gefin hefur verið út aðvörun vegna hitabeltisstormsins Felix sem er í uppsiglingu á Karabíska hafinu. Er þetta sjötti stormurinn sem hlotið hefur nafn á fellibyljatímabilinu í ár. Að sögn Fellibylsmiðstöðvarinnar í Bandaríkjunum er Felix nú staddur um 130 km vestnorðvestur af Granada og færist í vesturátt á um 30 km hraða á klukkustund. Erlent 1.9.2007 16:46 Talibanar segjast hafa fengið yfir milljarð kr. fyrir gíslana Háttsettur meðlimur Talibana segir í samtali við Reuters í dag að þeir hafi fengið 20 milljónir dollara, eða um 1,2 milljarða kr. fyrir suðurkóreansku gíslana sem þeir létu lausa í vikunni. Jafnframt fylgir með í fréttinni að þetta fé ætli Talibanar að nota til vopnakaupa. Talsmaður forsetaembættis Suður-Kóreu segir þetta vera rangt og að ekkert fé hafi verið borgað fyrir gíslana. Erlent 1.9.2007 12:04 Dýrar eignir renna út í Danmörku Dýrustu íbúðarvillurnar í Danmörku selja sig næstum sjálfar. Fréttavefur Jyllands Posten greinir frá því að íbúðarhús sem seld eru á nærri þrjú hundruð milljónir íslenskra króna í Danmörku renni út á meðan mun hægar gangi að selja helmingi ódýrari eignir. Erlent 1.9.2007 09:58 Veðmálavefir geta auglýst í sjónvarpi í Bretlandi Lögum sem lúta að veðmöngurum og spilavítum í Bretlandi hefur verið breytt en frá og með deginum í dag geta slíkir aðilar auglýst bæði í sjónvarpi og útvarpi. Það sama á við um vefsíður sem bjóða upp á veðmál en þær má nú í fyrsta skipti hýsa í Bretlandi. Erlent 1.9.2007 09:53 Chavez gerist sáttasemjari Hugo Chavez forseti Venesúela hefur ákveðið að taka að sér hlutverk sáttasemjara milli kólumbískra uppreisnarmanna og stjórnvalda þar í landi. Samið verður um lausn gísla sem uppreisnarmenn hafa undir höndum. Chavez tilkynnti áformin eftir samræður við Alvaro Uribe, forseta Kólumbíu. Erlent 1.9.2007 09:53 Tanni kóngur dró 300 tonna járnbrautarlest Malasíumaður sem ber viðurnefnið Tanni kóngur náði að draga sjö vagna járnbrautarlest í vikunni með stálvír sem hann beit saman í munni sínum. Þetta mun vera mesta þyngd sem maður hefur dregið með tönnunum einum saman. Erlent 1.9.2007 09:39 Þjóðverjanna ákaft saknað Ættingjar Þjóðverjanna tveggja sem týndust á Svínafellsjökli vilja koma á framfæri þakklæti sínu til leitarfólks. Annar þeirra hefði orðið 25 ára í dag. Erlent 1.9.2007 08:30 Lífsglöð, örlát og besta móðir í heimi Bretar og fjölmargir aðdáendur Díönu prinsessu víða um heim minntust þess í gær að tíu ár voru liðin frá andláti hennar í umferðarslysi í París. Konungsfjölskyldan í Bretlandi minntist hennar með minningarathöfn í Kensingtonhöll í London. Erlent 1.9.2007 07:45 Ætla að koma fíkniefnahundi fyrir kattarnef Hundurinn Rocky í Limerick-fangelsinu á Írlandi finnur svo mikið af fíkniefnum að fangarnir hafa sigað leigumorðingja á hann. Að sögn norður-írska dagblaðsins The Belfast Telegraph eru fangarnir orðnir svo pirraðir á velgengni hundsins að þeir hafa beðið kollega sína utan veggja fangelsisins að drepa hann. Erlent 1.9.2007 06:45 Rekinn ráðherra handtekinn Lögregla í Póllandi handtók á fimmtudag fyrrverandi innanríkisráðherra landsins, sem sakar forsætisráðherrann, Jaroslaw Kaczynski, um að beita leyniþjónustunni til að njósna um stjórnarandstæðinga og blaðamenn. Erlent 1.9.2007 05:00 Fyrirgefið að mér var rænt Einn Suður-Kóreubúanna nítján sem voru í haldi talibana þar til nýlega hefur beðist afsökunar á fyrirhöfninni sem mannránið olli. „Ég get ekki sofið af áhyggjum vegna vandræðanna sem sköpuðust vegna okkar. Mér þykir þetta mjög leitt,“ sagði hann í viðtali. Erlent 1.9.2007 03:45 « ‹ ›
Breska herliðið fer frá Basra Breska ríkisútvarpið BBC skýrði frá því í gær að breska herliðið í Basra í Írak væri byrjað að yfirgefa borgina. Þegar brottflutningnum er lokið verða allir breskir hermenn farnir frá suðurhluta Íraks. Erlent 3.9.2007 02:00
Fátæktin aldrei verið meiri Fátækt meðal Palestínumanna er nú meiri en nokkru sinni. Rúmlega helmingur allra heimila á svæðum Palestínumanna telst nú vera undir fátæktarmörkum, það er að segja 25 þúsund krónum á mánuði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um efnahagsástandið í Palestínu, sem UNCTAD, Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og þróun, sendi frá sér í lok síðustu viku. Erlent 3.9.2007 01:15
Óhefðbundin hetja Ungur glæpamaður sem notar snilligáfu sína til að ræna og drepa er fremur óhefðbundin hetja í unglingabókum. Írski rithöfundurinn Eoins Colfers skrifar bækurnar um Artemis Fowl í þeim tilgangi að fá drengi til að lesa. Erlent 2.9.2007 19:14
Þjóðarmorð eru að eiga sér stað í Darfur Þjóðarmorð eru að eiga sér stað í héraðinu Darfur í Súdan og umheimurinn bregst allt of hægt við. Þetta segir ljósmyndari sem farið hefur reglulega um svæðið síðustu tvo áratugi. Hann segir íbúa flýja undan hersveitum sem brenni ofan af þeim húsin og drepi þá sem ekki nái að flýja. Erlent 2.9.2007 18:57
Ætla að leggja niður kjarnorkuver sín Norður-Kóreustjórn ætlar að leggja niður kjarnorkuver sín fyrir árslok. Á sama tíma berast fréttir af því að Bandaríkjamenn séu að undirbúa árás á Íran. Erlent 2.9.2007 18:49
Aftur boðað til mótmæla á Norðurbrú í kvöld Ungmenni í Kaupmannahöfn ætla að halda mótmælaaðgerðum áfram í kvöld til að knýja á um nýtt Ungdómshús. Í gærkvöldi voru rúmlega 60 manns handteknir í óeirðum á Norðurbrú. Umfang átakanna kom dönsku lögreglunni í opna skjöldu. Erlent 2.9.2007 18:16
Bush forseti ætlar að eyða ellinni í Dallas George Bush bandaríkjaforseti hefur hingað til ekki viljað ræða mikið um hvað hann ætli að taka sér fyrir hendur þegar hann lætur af embætti á næsta ári. Nú hefur hann sagt rithöfundinum Robert Draper að hann hyggist eyða ellinni í Dallas í Texas. Og ef honum leiðist mun hann hoppa upp í bílinn og keyra á nálægan búgarð sinn. Erlent 2.9.2007 15:38
Hákarl veldur skelfingu í Queens Tveggja metra langur hákarl olli töluverðri skelfingu á vinsælli baðströnd við hverfið Queens í New York um helgina. Strandverðir ráku alla baðgesti upp á land um leið og bakuggi hákarlsins sást skera vatnið rétt fyrir utan fjöruborðið í gærdag. Erlent 2.9.2007 13:47
Báðu þjóð sína afsökunar Nítján suður-kóreskir gíslar, sem voru í haldi Talibana í Afganistan í sex vikur, báðu þjóð sína afsökunar í dag á öllum vandræðunum sem þeir orsökuðu. Erlent 2.9.2007 12:12
Danir vilja sjálfstæði Grænlands Þrír af hverjum fjórum Dönum vilja að Grænlendingar fái fullt sjálfstæði. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem birt var á vef danska blaðsins Politiken. Sextíu og þrjú prósent segjast vilja að Grænlendingar ráði sjálfir yfir málmi olíu og örðum auðlindum sem finnast á grænlenskum hafsbotni. Erlent 2.9.2007 10:11
Átök á Norðurbrú vegna Ungdómshússins Sextíu og þrír voru handteknir í óeirðum á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í nótt. Þúsund ungmenni söfnuðust saman til að minnast þess að hálft ár var í gær liðið frá því að Ungdómshúsið var rifið. Erlent 2.9.2007 10:06
Tveir menn af tíu látnir lausir Tveir af mönnunum tíu, sem handteknir voru í Rússlandi í tengslum við morðið á blaðakonunni Önnu Politkovskaju, hafa verið látnir lausir. Báðir eru þeir lögreglumenn. Auk þess liggur þriðji maðurinn, sem er leyniþjónustumaður, ekki lengur undir grun í málinu. Erlent 2.9.2007 06:00
Segir af sér eftir kynlífsskandal Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Larry Craig sagði af sér í gær í kjölfar handtöku fyrir að falast eftir kynmökum við óeinkennisklæddan lögreglumann á baðherbergi flugvallar. Erlent 2.9.2007 04:15
Mótmæli gegn myndbirtingu Hundruð múslíma efndu til mótmæla í Svíþjóð í gær gegn dagblaðinu Nerikes Allehanda, sem gefið er út í Örebro, vegna þess að blaðið birti skopteikningu af Múhameð spámanni. Erlent 2.9.2007 02:15
Maturinn borinn fram á járnbraut Þýskur maður hefur opnað fyrsta sjálfvirka veitingastað heims í borginni Nürnberg. Á staðnum eru engir þjónar, afgreiðslumenn eða gjaldkerar. Matarpantanir fara allar fram með snertiskjám á borðunum og réttirnir eru bornir fram með hjálp járnbrautar sem liggur frá eldhúsinu á efri hæðinni niður í salinn á neðri hæðinni. Erlent 2.9.2007 01:30
Eldarnir vandamál allrar Evrópu Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, flaug yfir sviðna jörð Grikklands í þyrlu í gær og lofaði fjárstuðningi ESB við illa farin héruð. Alls 64 fórust í eldunum og um 190.000 hektarar ræktarlands og skóga lögðust í eyði. Erlent 2.9.2007 01:15
Raunsæjar myndir af lífi og tilveru Afríkubúa Myndir sem írskur ljósmyndari hefur tekið síðustu tuttugu árin eiga að draga upp raunsæja mynd af lífi og tilveru Afríkubúa. Erlent 1.9.2007 19:16
Fórnarlambanna í Beslan minnst Syrgjandi aðstandendur og íbúar í bænum Beslan í Rússlandi minntust þess í dag að þrjú ár eru frá því að gíslataka uppreinsnarmanna í barnaskóla í bænum endaði með skelfingu. Þrjú hundruð þrjátíu og tveir létu lífið, flestir þeirra börn. Erlent 1.9.2007 19:09
Næringarskortur vaxandi vandamál í Darfur Næringarskortur er vaxandi vandamál í héraðinu Darfur í Súdan á sama tíma og erfitt hefur reynst fyrir hjálparstarfsmenn að aðstoða þá sem hvað verst hafa orðið úti. Erlent 1.9.2007 18:52
Fellibylurinn Felix í uppsiglingu á Karabíska hafinu Gefin hefur verið út aðvörun vegna hitabeltisstormsins Felix sem er í uppsiglingu á Karabíska hafinu. Er þetta sjötti stormurinn sem hlotið hefur nafn á fellibyljatímabilinu í ár. Að sögn Fellibylsmiðstöðvarinnar í Bandaríkjunum er Felix nú staddur um 130 km vestnorðvestur af Granada og færist í vesturátt á um 30 km hraða á klukkustund. Erlent 1.9.2007 16:46
Talibanar segjast hafa fengið yfir milljarð kr. fyrir gíslana Háttsettur meðlimur Talibana segir í samtali við Reuters í dag að þeir hafi fengið 20 milljónir dollara, eða um 1,2 milljarða kr. fyrir suðurkóreansku gíslana sem þeir létu lausa í vikunni. Jafnframt fylgir með í fréttinni að þetta fé ætli Talibanar að nota til vopnakaupa. Talsmaður forsetaembættis Suður-Kóreu segir þetta vera rangt og að ekkert fé hafi verið borgað fyrir gíslana. Erlent 1.9.2007 12:04
Dýrar eignir renna út í Danmörku Dýrustu íbúðarvillurnar í Danmörku selja sig næstum sjálfar. Fréttavefur Jyllands Posten greinir frá því að íbúðarhús sem seld eru á nærri þrjú hundruð milljónir íslenskra króna í Danmörku renni út á meðan mun hægar gangi að selja helmingi ódýrari eignir. Erlent 1.9.2007 09:58
Veðmálavefir geta auglýst í sjónvarpi í Bretlandi Lögum sem lúta að veðmöngurum og spilavítum í Bretlandi hefur verið breytt en frá og með deginum í dag geta slíkir aðilar auglýst bæði í sjónvarpi og útvarpi. Það sama á við um vefsíður sem bjóða upp á veðmál en þær má nú í fyrsta skipti hýsa í Bretlandi. Erlent 1.9.2007 09:53
Chavez gerist sáttasemjari Hugo Chavez forseti Venesúela hefur ákveðið að taka að sér hlutverk sáttasemjara milli kólumbískra uppreisnarmanna og stjórnvalda þar í landi. Samið verður um lausn gísla sem uppreisnarmenn hafa undir höndum. Chavez tilkynnti áformin eftir samræður við Alvaro Uribe, forseta Kólumbíu. Erlent 1.9.2007 09:53
Tanni kóngur dró 300 tonna járnbrautarlest Malasíumaður sem ber viðurnefnið Tanni kóngur náði að draga sjö vagna járnbrautarlest í vikunni með stálvír sem hann beit saman í munni sínum. Þetta mun vera mesta þyngd sem maður hefur dregið með tönnunum einum saman. Erlent 1.9.2007 09:39
Þjóðverjanna ákaft saknað Ættingjar Þjóðverjanna tveggja sem týndust á Svínafellsjökli vilja koma á framfæri þakklæti sínu til leitarfólks. Annar þeirra hefði orðið 25 ára í dag. Erlent 1.9.2007 08:30
Lífsglöð, örlát og besta móðir í heimi Bretar og fjölmargir aðdáendur Díönu prinsessu víða um heim minntust þess í gær að tíu ár voru liðin frá andláti hennar í umferðarslysi í París. Konungsfjölskyldan í Bretlandi minntist hennar með minningarathöfn í Kensingtonhöll í London. Erlent 1.9.2007 07:45
Ætla að koma fíkniefnahundi fyrir kattarnef Hundurinn Rocky í Limerick-fangelsinu á Írlandi finnur svo mikið af fíkniefnum að fangarnir hafa sigað leigumorðingja á hann. Að sögn norður-írska dagblaðsins The Belfast Telegraph eru fangarnir orðnir svo pirraðir á velgengni hundsins að þeir hafa beðið kollega sína utan veggja fangelsisins að drepa hann. Erlent 1.9.2007 06:45
Rekinn ráðherra handtekinn Lögregla í Póllandi handtók á fimmtudag fyrrverandi innanríkisráðherra landsins, sem sakar forsætisráðherrann, Jaroslaw Kaczynski, um að beita leyniþjónustunni til að njósna um stjórnarandstæðinga og blaðamenn. Erlent 1.9.2007 05:00
Fyrirgefið að mér var rænt Einn Suður-Kóreubúanna nítján sem voru í haldi talibana þar til nýlega hefur beðist afsökunar á fyrirhöfninni sem mannránið olli. „Ég get ekki sofið af áhyggjum vegna vandræðanna sem sköpuðust vegna okkar. Mér þykir þetta mjög leitt,“ sagði hann í viðtali. Erlent 1.9.2007 03:45