Erlent Saksóknari fær gögn Saksóknari í Portúgal fær í dag í hendurnar gögn vegna rannsóknar á hvarfinu á bresku telpunni Madeleine McCann. Um er að ræða það sem lögregla hefur aflað eftir að foreldrar stúlkunnar fengu réttarstöðu grunaðra í málinu í síðustu viku. Erlent 10.9.2007 12:15 Telja öryggi sitt minna eftir herferð Bandaríkjamanna Sjö af hverjum tíu Írökum telja að öryggi á þeim stöðum þar sem Bandaríkjamenn hafa farið um í herferð sinni síðustu mánuði hafi versnað. Þetta leiðir skoðanakönnun á vegum BBC, ABC-fréttastofunnar og fleiri í ljós. Erlent 10.9.2007 11:43 Finna gömul flök en ekki Fossett Björgunarlið sem nú leitar að bandaríska ævintýramanninum Steve Fossett í Nevada eyðimörkinni í Bandaríkjunum hafa fundið sex flugvélaflök sem aldrei hafa fundist áður, en ekkert hefur spurst til Fossets. Erlent 10.9.2007 08:34 Önnur umferð í Gvatemala Samkvæm fyrstu tölum þarf að efna til annarar umferðar í forsetakosningunum í Gvatemala sem fram fóru í gær. Hershöfðinginn fyrrverandi, Otto Perez Molina er með 26 prósent atkvæða en vinstrimaðurinn Alvaro Colom og stjórnarsinninn Alejandro Giammetti komu skammt á eftir en þeir fengju báðir 22 prósent atkvæða verði þetta lokatölur. Erlent 10.9.2007 08:29 Flugumferð á Jótlandi í eðlilegt horf Flugumferð til og frá Jótlandi er komin í eðlilegt horf á nýjan leik eftir að flugvél frá SAS flugfélaginu hlekktist á í lendingu á flugvellinum í Álaborg í gær. Rannsóknanefnd flugslysa hóf rannsókn á óhappinu í gær og hefur vélin verið flutt af flugbrautinni. Erlent 10.9.2007 08:26 Sharif sendur aftur í útlegð Fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, Nawas Sharif, hefur verið sendur úr landi. Sharif snéri aftur úr útlegð í morgun og hafði hann lýst því yfir að hann hyggðist leiða baráttuna gegn forseta landsins, Pervez Musharaf í komandi kosningum. Erlent 10.9.2007 08:01 Hvar er barnið? Foreldrar geta nú vitað nákvæmlega hvar börnin þeirra eru á hverjum tíma með því að hafa staðsetningartæki í símunum þeirra. Disney og Wherifone lofa þó að vörn sé í staðsetningartækinu til þess að ókunnugir geti ekki misnotað slík tæki. Erlent 10.9.2007 07:00 Þýska lögreglan leitar að 8 ára stúlku Lögreglan í Hannover í Þýskalandi leitar nú af hinni 8 ára gömlu stúlku Jenisu sem hefur saknað síðan á hádegi á föstudag. Stúlkan fór frá heimili sínu í þeim tilgangi að heimsækja frænku sína en ekkert hefur til hennar spurst síðan þá. Lögreglan útilokar ekki að stúlkunni hafi verið rænt. Erlent 9.9.2007 23:00 ETA heitir frekari sprengjuárásum á Spáni Meðlimir í basknesku aðskilnaðarsamtökunum ETA á Spáni heita því að halda áfram sprengjuárásum í landinu. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í dag. Þau telja að friðarsamkomulagið sem gert var á síðasta ári sýni að það sé tilgangslaust að semja við núverandi stjórnvöld á Spáni. Erlent 9.9.2007 22:45 Tveir særðust í átökum lögreglu og mótmælenda í Malasíu Tveir særðust þegar til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu á heimasvæðum múslima í norðausturhluta Malasíu. Óeirðirnar brutust út í gærkvöldi þegar aðskilnaðarflokkur múslima sem krefst sjálfstæði frá Malasíu hélt útifund. Erlent 9.9.2007 22:45 Aurskriða fellur í Sunndal í Noregi Flytja þurfta íbúa af heimilum sínum í Litjdalen við Sunndal í Noregi í gærkvöldi eftir að aurskriða féll á hús þeirra. Skriðan var um 20 metrar að breidd en nokkrar aurskriður hafa fallið í Sunndal og Romsdal í Noregi á undanförnum dögum. Engan sakaði. Erlent 9.9.2007 22:30 Blóðug kosningabarátta í Gvatemala Íbúar í Suður-Ameríkuríkinu Gvatemala gengu að kjörborði í dag og kusu sér forseta í einni af blóðugustu kosningabaráttu sögunnar. Rúmlega 50 frambjóðendur, stjórnmálamenn og ættingjar þeirra hafa verið myrtir í aðdraganda kosninganna. Erlent 9.9.2007 21:22 Drápu hval með vélbyssu Bandaríska strandgæslan hefur í sínu haldi fimm indjána af Makah ættbálknum í Washingtonfylki en mennirnir eru grunaðir um að hafa drepið hval með því að skutla hann og skjóta með vélbyssu. Að mati strandgæslunnar falla þær aðferðir sem notaðar voru til að drepa hvalinn ekki undir hinar svokölluðu frumbyggjaveiðar. Erlent 9.9.2007 20:24 Nýnasistar handteknir í Ísrael Fyrirfram hefði mátt ætla að engir nýnasistar væru í Ísrael. Lögreglan þar í landi hefur þó handtekið átta slíka. Erlent 9.9.2007 19:02 Sprengja átti Nørreport lestarstöðina á næstu dögum Líklegt er að sprengiefnið sem danska leyniþjónustan fann í hryðjuverkaaðgerðunum í Kaupmannahöfn aðfaranótt þriðjudags hafi átt að nota á næstu dögum til að sprengja upp Nørreport lestarstöðina. Erlent 9.9.2007 19:00 SAS flugvél nauðlendir á flugvellinum í Álaborg Flugvél frá flugfélaginu SAS þurfti að nauðlenda á flugvellinum í Álaborg í Danmörku í dag eftir að hjólabúnaður vélarinnar bilaði í flugi. Við nauðlendingu kviknaði í öðrum hreyfli vélarinnar, sem er skrúfuvél af gerðinni Dash 8/Q400. Alls voru 76 farþegar um borð auk áhafnar en engan sakaði. Erlent 9.9.2007 17:55 Nýnasistar handteknir í Ísrael Ísraelska lögreglan hefur handtekið átta nýnasista þar í landi og leyst upp samtök sem mennirnir höfðu stofnað. Þeir eru á aldrinum 16 til 21 árs - allir ísraelskir ríkisborgarar, aðfluttir frá Austur-Evrópu. Þeim er gefið að sök að hafa ráðist með ofbeldi gegn útlendingum, samkynhneigðum og trúræknum gyðingum. Erlent 9.9.2007 12:18 Sharif snýr heim Musharraf, forseti Pakistans, óttast endurkomu eins höfuð andstæðings síns á morgun. Sá ætlar að koma forsetanum frá völdum. Músaraff hefur látið handtaka tvö þúsund stuðningsmenn hans og hert gæslu á flugvellinum í höfuðborginni. Erlent 9.9.2007 12:15 McCann-hjónin komin heim Hjónin Kate og Gerry McCann, sem bæði eru með réttarstöðu grunaðra vegna hvarfs dóttur þeirra Madeleine í Portúgal í vor, eru komin heim til Englands. Heim fóru þau með leyfi portúgalskra yfirvalda. Erlent 9.9.2007 12:11 Eldur í efnaverksmiðju í Skotlandi Mikill eldur kom upp í efnaverksmiðju í bænum Stevenston í Ayrshire í Skotlandi í kvöld. Ekki er vitað til þess að nokkurn hafi sakað í eldsvoðanum. Erlent 8.9.2007 23:15 Sektaðir fyrir að reyna smygla bjarnarklóm til Kína Tveir Kínverjar og tveir Rússar voru dæmdir af kínverskum dómstól í dag til sektargreiðslu og í skilorðsbundinn fangelsisdóms fyrir að reyna smygla sjaldgæfum bjarnarklóm til Kína. Klærnar átti að mylja niður og nota til neyslu. Erlent 8.9.2007 22:45 Al-Kaída lýsir yfir ábyrgð á sprengjuárásum í Alsír Hluti Al-Kaída samtakanna í Norður-Afríku hafa lýst yfir ábyrgð á tveimur sprengjuárásum í Alsír sem urðu að minnst fimmtíu manns að bana. Frá þessu var greint á sjónvarpsstöðinni Al Jazeera í kvöld. Erlent 8.9.2007 22:15 Hefur litla trú á fyrirhugaðri friðarráðstefnu Litlar líkur eru á því að fyrirhuguð friðarráðstefna í Mið-Austurlöndum skili árangri þar sem hvorki Bandaríkin né Ísrael eru tilbúin að skuldbinda sig gagnvart mögulega samkomulagi. Þetta kom fram máli Mohammad Dahlan, eins af leiðtogum Fatah samtakanna á fundi í Genf í Sviss. Erlent 8.9.2007 20:57 Segir ástæðu til að óttast al-Qaida George Bush Bandaríkjaforseti segir ummæli Osamas bin Ladens á myndbandi, sýna hver langtímamarkmið hryðjuverkasamtakanna al-Qaida í Írak séu. Í myndbandinu hæðist bin Laden að lýðræðinu í Bandaríkjunum. Erlent 8.9.2007 19:02 Luciano Pavarotti jarðsunginn Vinir, ættingjar og aðdáendur stórtenórsins Lucianos Pavarotti fylgdu honum til grafar í heimabæ hans, Modena á Ítalíu í dag. Erlent 8.9.2007 19:01 Foreldrar Madeleine grunaðir Algjör viðsnúningur hefur orðið á framvindu leitarinnar að Madeleine litlu sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal í maí síðast liðnum. Foreldrar stúlkunnar sem hafa með hjálp fjölmiðla ákaft leitað hennar eru nú grunaðir um að hafa myrt stúlkuna. Erlent 8.9.2007 18:59 Enn eitt fuglaflensusmit í Þýskalandi Yfirvöld í Þýskalandi hófu í gær að slátra þúsundum alifugla á tveimur fuglabúum í bæjunum Trumling og Hofing í Bæjaralandi vegna fuglaflensusmits. Fuglaflensa af hinum hættulega H5N1 stofni greindist í alifuglum í bænum Wachenroth í lok síðasta mánaðar. Fuglabúin í Trumling og Hofing voru í viðskiptasambandi við fuglabúið í Wachenroth. Erlent 8.9.2007 16:26 Þýskur rabbíi stunginn með hníf Ráðist var á þýskan rabbía í borginni Frankfurt í Þýskalandi í gær og hann stunginn með hníf í magann. Ekki er vitað hvað árásarmanninum gekk til en talið er að um múslima sé að ræða. Rabbíinn, sem er 42 ára gamall, náði sjálfur að komast á spítala þar sem hann gekkst undir aðgerð vegna sára sinna. Erlent 8.9.2007 16:14 Páfi heimsækir kraftaverkamynd Þúsundir kristinna pílagríma tóku vel á móti Benedikti páfa sextánda í bænum Mariazell í Austurríki í dag. Tilefni heimsóknarinnar er 850 ára afmæli Mariazell en bærinn er mikilvægur kaþólikkun vegna útskorinnar helgimyndar af Maríu Mey en myndin sú er talin geta gert kraftaverk. Pílagrímarnir létu ekki hellirigningu stoppa sig í að berja páfann augum og ganga með honum að altari helgimyndarinnar. Erlent 8.9.2007 12:34 Fossett ófundinn Enn hefur ekkert spurst til milljarðarmæringsins og ævintýramannsins Steves Fossett en hans hefur verið leitað síðan á mánudag. 26 flugvélar og þyrlur leita hans nú í Nevada og eru leitarmenn vongóðir um að finna Fossett á lífi þar sem hann er þekktur fyrir að bjarga sér oft á ótrluegan hátt úr háska. Erlent 8.9.2007 12:32 « ‹ ›
Saksóknari fær gögn Saksóknari í Portúgal fær í dag í hendurnar gögn vegna rannsóknar á hvarfinu á bresku telpunni Madeleine McCann. Um er að ræða það sem lögregla hefur aflað eftir að foreldrar stúlkunnar fengu réttarstöðu grunaðra í málinu í síðustu viku. Erlent 10.9.2007 12:15
Telja öryggi sitt minna eftir herferð Bandaríkjamanna Sjö af hverjum tíu Írökum telja að öryggi á þeim stöðum þar sem Bandaríkjamenn hafa farið um í herferð sinni síðustu mánuði hafi versnað. Þetta leiðir skoðanakönnun á vegum BBC, ABC-fréttastofunnar og fleiri í ljós. Erlent 10.9.2007 11:43
Finna gömul flök en ekki Fossett Björgunarlið sem nú leitar að bandaríska ævintýramanninum Steve Fossett í Nevada eyðimörkinni í Bandaríkjunum hafa fundið sex flugvélaflök sem aldrei hafa fundist áður, en ekkert hefur spurst til Fossets. Erlent 10.9.2007 08:34
Önnur umferð í Gvatemala Samkvæm fyrstu tölum þarf að efna til annarar umferðar í forsetakosningunum í Gvatemala sem fram fóru í gær. Hershöfðinginn fyrrverandi, Otto Perez Molina er með 26 prósent atkvæða en vinstrimaðurinn Alvaro Colom og stjórnarsinninn Alejandro Giammetti komu skammt á eftir en þeir fengju báðir 22 prósent atkvæða verði þetta lokatölur. Erlent 10.9.2007 08:29
Flugumferð á Jótlandi í eðlilegt horf Flugumferð til og frá Jótlandi er komin í eðlilegt horf á nýjan leik eftir að flugvél frá SAS flugfélaginu hlekktist á í lendingu á flugvellinum í Álaborg í gær. Rannsóknanefnd flugslysa hóf rannsókn á óhappinu í gær og hefur vélin verið flutt af flugbrautinni. Erlent 10.9.2007 08:26
Sharif sendur aftur í útlegð Fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, Nawas Sharif, hefur verið sendur úr landi. Sharif snéri aftur úr útlegð í morgun og hafði hann lýst því yfir að hann hyggðist leiða baráttuna gegn forseta landsins, Pervez Musharaf í komandi kosningum. Erlent 10.9.2007 08:01
Hvar er barnið? Foreldrar geta nú vitað nákvæmlega hvar börnin þeirra eru á hverjum tíma með því að hafa staðsetningartæki í símunum þeirra. Disney og Wherifone lofa þó að vörn sé í staðsetningartækinu til þess að ókunnugir geti ekki misnotað slík tæki. Erlent 10.9.2007 07:00
Þýska lögreglan leitar að 8 ára stúlku Lögreglan í Hannover í Þýskalandi leitar nú af hinni 8 ára gömlu stúlku Jenisu sem hefur saknað síðan á hádegi á föstudag. Stúlkan fór frá heimili sínu í þeim tilgangi að heimsækja frænku sína en ekkert hefur til hennar spurst síðan þá. Lögreglan útilokar ekki að stúlkunni hafi verið rænt. Erlent 9.9.2007 23:00
ETA heitir frekari sprengjuárásum á Spáni Meðlimir í basknesku aðskilnaðarsamtökunum ETA á Spáni heita því að halda áfram sprengjuárásum í landinu. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í dag. Þau telja að friðarsamkomulagið sem gert var á síðasta ári sýni að það sé tilgangslaust að semja við núverandi stjórnvöld á Spáni. Erlent 9.9.2007 22:45
Tveir særðust í átökum lögreglu og mótmælenda í Malasíu Tveir særðust þegar til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu á heimasvæðum múslima í norðausturhluta Malasíu. Óeirðirnar brutust út í gærkvöldi þegar aðskilnaðarflokkur múslima sem krefst sjálfstæði frá Malasíu hélt útifund. Erlent 9.9.2007 22:45
Aurskriða fellur í Sunndal í Noregi Flytja þurfta íbúa af heimilum sínum í Litjdalen við Sunndal í Noregi í gærkvöldi eftir að aurskriða féll á hús þeirra. Skriðan var um 20 metrar að breidd en nokkrar aurskriður hafa fallið í Sunndal og Romsdal í Noregi á undanförnum dögum. Engan sakaði. Erlent 9.9.2007 22:30
Blóðug kosningabarátta í Gvatemala Íbúar í Suður-Ameríkuríkinu Gvatemala gengu að kjörborði í dag og kusu sér forseta í einni af blóðugustu kosningabaráttu sögunnar. Rúmlega 50 frambjóðendur, stjórnmálamenn og ættingjar þeirra hafa verið myrtir í aðdraganda kosninganna. Erlent 9.9.2007 21:22
Drápu hval með vélbyssu Bandaríska strandgæslan hefur í sínu haldi fimm indjána af Makah ættbálknum í Washingtonfylki en mennirnir eru grunaðir um að hafa drepið hval með því að skutla hann og skjóta með vélbyssu. Að mati strandgæslunnar falla þær aðferðir sem notaðar voru til að drepa hvalinn ekki undir hinar svokölluðu frumbyggjaveiðar. Erlent 9.9.2007 20:24
Nýnasistar handteknir í Ísrael Fyrirfram hefði mátt ætla að engir nýnasistar væru í Ísrael. Lögreglan þar í landi hefur þó handtekið átta slíka. Erlent 9.9.2007 19:02
Sprengja átti Nørreport lestarstöðina á næstu dögum Líklegt er að sprengiefnið sem danska leyniþjónustan fann í hryðjuverkaaðgerðunum í Kaupmannahöfn aðfaranótt þriðjudags hafi átt að nota á næstu dögum til að sprengja upp Nørreport lestarstöðina. Erlent 9.9.2007 19:00
SAS flugvél nauðlendir á flugvellinum í Álaborg Flugvél frá flugfélaginu SAS þurfti að nauðlenda á flugvellinum í Álaborg í Danmörku í dag eftir að hjólabúnaður vélarinnar bilaði í flugi. Við nauðlendingu kviknaði í öðrum hreyfli vélarinnar, sem er skrúfuvél af gerðinni Dash 8/Q400. Alls voru 76 farþegar um borð auk áhafnar en engan sakaði. Erlent 9.9.2007 17:55
Nýnasistar handteknir í Ísrael Ísraelska lögreglan hefur handtekið átta nýnasista þar í landi og leyst upp samtök sem mennirnir höfðu stofnað. Þeir eru á aldrinum 16 til 21 árs - allir ísraelskir ríkisborgarar, aðfluttir frá Austur-Evrópu. Þeim er gefið að sök að hafa ráðist með ofbeldi gegn útlendingum, samkynhneigðum og trúræknum gyðingum. Erlent 9.9.2007 12:18
Sharif snýr heim Musharraf, forseti Pakistans, óttast endurkomu eins höfuð andstæðings síns á morgun. Sá ætlar að koma forsetanum frá völdum. Músaraff hefur látið handtaka tvö þúsund stuðningsmenn hans og hert gæslu á flugvellinum í höfuðborginni. Erlent 9.9.2007 12:15
McCann-hjónin komin heim Hjónin Kate og Gerry McCann, sem bæði eru með réttarstöðu grunaðra vegna hvarfs dóttur þeirra Madeleine í Portúgal í vor, eru komin heim til Englands. Heim fóru þau með leyfi portúgalskra yfirvalda. Erlent 9.9.2007 12:11
Eldur í efnaverksmiðju í Skotlandi Mikill eldur kom upp í efnaverksmiðju í bænum Stevenston í Ayrshire í Skotlandi í kvöld. Ekki er vitað til þess að nokkurn hafi sakað í eldsvoðanum. Erlent 8.9.2007 23:15
Sektaðir fyrir að reyna smygla bjarnarklóm til Kína Tveir Kínverjar og tveir Rússar voru dæmdir af kínverskum dómstól í dag til sektargreiðslu og í skilorðsbundinn fangelsisdóms fyrir að reyna smygla sjaldgæfum bjarnarklóm til Kína. Klærnar átti að mylja niður og nota til neyslu. Erlent 8.9.2007 22:45
Al-Kaída lýsir yfir ábyrgð á sprengjuárásum í Alsír Hluti Al-Kaída samtakanna í Norður-Afríku hafa lýst yfir ábyrgð á tveimur sprengjuárásum í Alsír sem urðu að minnst fimmtíu manns að bana. Frá þessu var greint á sjónvarpsstöðinni Al Jazeera í kvöld. Erlent 8.9.2007 22:15
Hefur litla trú á fyrirhugaðri friðarráðstefnu Litlar líkur eru á því að fyrirhuguð friðarráðstefna í Mið-Austurlöndum skili árangri þar sem hvorki Bandaríkin né Ísrael eru tilbúin að skuldbinda sig gagnvart mögulega samkomulagi. Þetta kom fram máli Mohammad Dahlan, eins af leiðtogum Fatah samtakanna á fundi í Genf í Sviss. Erlent 8.9.2007 20:57
Segir ástæðu til að óttast al-Qaida George Bush Bandaríkjaforseti segir ummæli Osamas bin Ladens á myndbandi, sýna hver langtímamarkmið hryðjuverkasamtakanna al-Qaida í Írak séu. Í myndbandinu hæðist bin Laden að lýðræðinu í Bandaríkjunum. Erlent 8.9.2007 19:02
Luciano Pavarotti jarðsunginn Vinir, ættingjar og aðdáendur stórtenórsins Lucianos Pavarotti fylgdu honum til grafar í heimabæ hans, Modena á Ítalíu í dag. Erlent 8.9.2007 19:01
Foreldrar Madeleine grunaðir Algjör viðsnúningur hefur orðið á framvindu leitarinnar að Madeleine litlu sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal í maí síðast liðnum. Foreldrar stúlkunnar sem hafa með hjálp fjölmiðla ákaft leitað hennar eru nú grunaðir um að hafa myrt stúlkuna. Erlent 8.9.2007 18:59
Enn eitt fuglaflensusmit í Þýskalandi Yfirvöld í Þýskalandi hófu í gær að slátra þúsundum alifugla á tveimur fuglabúum í bæjunum Trumling og Hofing í Bæjaralandi vegna fuglaflensusmits. Fuglaflensa af hinum hættulega H5N1 stofni greindist í alifuglum í bænum Wachenroth í lok síðasta mánaðar. Fuglabúin í Trumling og Hofing voru í viðskiptasambandi við fuglabúið í Wachenroth. Erlent 8.9.2007 16:26
Þýskur rabbíi stunginn með hníf Ráðist var á þýskan rabbía í borginni Frankfurt í Þýskalandi í gær og hann stunginn með hníf í magann. Ekki er vitað hvað árásarmanninum gekk til en talið er að um múslima sé að ræða. Rabbíinn, sem er 42 ára gamall, náði sjálfur að komast á spítala þar sem hann gekkst undir aðgerð vegna sára sinna. Erlent 8.9.2007 16:14
Páfi heimsækir kraftaverkamynd Þúsundir kristinna pílagríma tóku vel á móti Benedikti páfa sextánda í bænum Mariazell í Austurríki í dag. Tilefni heimsóknarinnar er 850 ára afmæli Mariazell en bærinn er mikilvægur kaþólikkun vegna útskorinnar helgimyndar af Maríu Mey en myndin sú er talin geta gert kraftaverk. Pílagrímarnir létu ekki hellirigningu stoppa sig í að berja páfann augum og ganga með honum að altari helgimyndarinnar. Erlent 8.9.2007 12:34
Fossett ófundinn Enn hefur ekkert spurst til milljarðarmæringsins og ævintýramannsins Steves Fossett en hans hefur verið leitað síðan á mánudag. 26 flugvélar og þyrlur leita hans nú í Nevada og eru leitarmenn vongóðir um að finna Fossett á lífi þar sem hann er þekktur fyrir að bjarga sér oft á ótrluegan hátt úr háska. Erlent 8.9.2007 12:32