Erlent Handtökuskipun á formann Interpol Ríkissaksóknari Suður-Afríku hefur gefið út handtökuskipun á hendur Jackie Selebi ríkislögreglustjóra landsins en Selebi er jafnframt núverandi formaður alþjóðalögreglunnar Interpol. Selebi er sakaður um tengsl við skipulögð glæpasamtök í Suður-Afríku. Erlent 5.10.2007 11:22 Þrjátíu slasast af völdum klórgass Þrjátíu verkamenn slösuðust og þar af einn alvarlega þegar eitrað klórgas lak út úr tanki í verksmiðju í Frankfurt í Þýskalandi í morgun. Slysið átti sér stað þegar verið var að flytja gasið á milli tveggja geymslutanka. Erlent 5.10.2007 11:03 Aulanóbel fyrir rannsóknir á sverðagleypum Ig Nobels- eða Aulanóbelsverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Meðal verðlaunahafa var breskur maður sem fékk Nóbelinn fyrir þá uppgvötun sína að sverðagleypar geti þjást af alvarlegum hliðaráhrifum ef þeir eru truflaðir við iðju sína. Erlent 5.10.2007 10:21 Misstu óvart sprengju á Skotland Flugmenn breska konunglega flughersins misstu óvart æfingasprengju á Skotland úr Tornado GR4 flugvél í æfingaflugi fyrir skömmu. Erlent 5.10.2007 10:11 Lestarsamgöngur í Þýskalandi stöðvast Nánast allar lestarsamgöngur í Þýskalandi stöðvuðust í morgun þegar lestarstjórar hjá þýska lestarfyrirtækinu, Deutsche Bahn, lögðu niður vinnu. Kjaraviðræður lestarstjóra við stjórnvöld hafa staðið yfir í marga mánuði án árangurs. Erlent 5.10.2007 09:28 Greiðir milljónir vegna ólöglegrar dreifingar á tónlist Bandarískur dómstóll hefur dæmt Jammie Thomas, þrjátíu og tveggja ára gamla konu frá Minnesota til að greiða því sem nemur fjórtán milljónum íslenskra króna fyrir að dreifa tónlist á Netinu. Erlent 5.10.2007 07:58 Frumvarp sem eykur ábyrgð öryggisfyrirtækja Einkarekin öryggisfyrirtæki í Írak gætu átt yfir höfði sér málsókn í Bandaríkjunum ef þau gerðust sek um glæpi. Erlent 5.10.2007 07:24 Flugvél hrapaði í Kongó Óttast er að flestir, ef ekki allir, sem um borð voru í lítilli flutningaflugvél hafi látist þegar vélin brotlenti í mannþröng í höfuðborg Kongó. Erlent 5.10.2007 07:21 Tókst að bjarga öllum námumönnunum Öllum námuverkamönnunum sem festust í gullnámunni í Suður - Afríku hefur verið bjargað, alls þrjú þúsund og tvö hundruð manns. Erlent 5.10.2007 07:08 Hillary vill að Bill bæti ímynd Bandaríkjanna Ef Hillary Clinton vinnur forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári fær Bill, eiginmaður hennar það hlutverk að endurbyggja ímynd Bandaríkjanna í alþjóðasamfélaginu. Erlent 5.10.2007 07:04 Kate og Gerry McCann: Stuðningur almennings ómetanlegur Kate og Gerry McCann segja að mikill stuðningur almennings hafi hjálpað þeim í gegn um erfiðustu tímabil síðustu mánaða. Erlent 4.10.2007 21:20 Urðu eiganda sínum að bana Tveir Pit Bull Terrier hundur urðu eiganda sínum að bana í Florida á þriðjudaginn. Eigandinn hafði átt báða hundana síðan þeir voru hvolpar. Erlent 4.10.2007 20:59 Yoko Ono hrósar Íslandi Milljónir aðdáenda Bítlanna hafa fengið skilaboð frá Yoko Ono um að Ísland hafi yngjandi áhrif og hún skorar á fólk að heimsækja landið. Þetta kemur fram í myndbandi þar sem Yoko kynnir friðarsúluna sem afhjúpuð verður í Viðey á fæðingardegi John Lennons á þriðjudag. Erlent 4.10.2007 18:45 Handtökuskipun á fjölskyldu Pinochets Gefin hefur verið út handtökuskipun á fimm börnum og ekkju Augusto Pinochet fyrrum einræðisherra í Chile vegna ákæru um fjárdrátt. Hershöfðinginn kom sjálfur aldrei fyrir dóm vegna spillingar og mannréttindabrota. Ákærurnar eru vegna sjóða ríkisins á bandarískum bankareikningum og eru meðal 23 ákæra sem gefnar voru út í málinu. Erlent 4.10.2007 16:21 Búlgarar veita Sarkozy heiðursorðu Búlgörsk stjórnvöld veittu í dag Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, æðstu heiðursorðu landsins vegna þátttöku hans í lausn búlgarskra heilbrigðisstarfsmanna sem voru haldi í Líbýu. Sarkozy er nú í opinberri heimsókn í Búlgaríu. Erlent 4.10.2007 15:54 Jarðskjálfti í Indónesíu Jarðskjálfti upp á 5,6 á Richter skók Lombokeyju í Indónesíu í dag. Upptök skjálftans voru á hafsbotni um 152 kílómetra fyrir norðaustan Mataram hérað í mið Indónesíu. Erlent 4.10.2007 15:31 Eþíópíumenn styrkja friðargæslu í Darfúr Stjórnvöld í Eþíópíu hafa samþykkt að leggja til fimm þúsund hermenn í friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna og Afríkubandalagsins sem senda á til Darfúr-héraðs í Súdan. Von er á allt að 26 þúsund friðargæsluliðum til héraðsins en þar eru fyrir um sjö þúsund hermenn á vegum Afríkusambandsins. Erlent 4.10.2007 15:17 Bhutto bjartsýn á völd í Pakistan Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan segist bjartsýn á að ná samkomulagi við Pervez Musharraf forseta um að þau muni deila völdum í landinu. Bhutto sagði á blaðamannafundi í London að komist hefði á samkomulag um skilmála sakaruppgjafar vegna ákæru á hendur henni um spillingu. Erlent 4.10.2007 15:04 Sjö þúsund svipuhögg fyrir samkynhneigð Dómstóll í Sádí-Arabíu dæmdi í dag tvo samkynhneigða menn til að þola sjö þúsund svipuhögg vegna kynhneigðar sinnar. Mönnunum verður ekki gert að taka alla refsinguna út einu heldur verður henni skipt niður yfir ákveðið tímabil. Erlent 4.10.2007 14:44 Skipulögðu árás á lestarstöðina í Vejle Til stóð að gera sjálfsmorðssprengjuárás á lestarstöðina í Velje en árásarmennirnir hættu við. Þetta kom fram við vitnaleiðslur í Eystri landsrétti í Danmörku yfir mönnum sem tengjast svokölluðu Vollsmose-máli. Málið kom upp í Vollsmose í Óðinsvéum í fyrra og voru þá sjö handteknir vegna málsins. Erlent 4.10.2007 14:19 Kanínufaraldur í Danmörku Yfirvöld í Danmörku hafa bannað allan flutning á kanínum milli svæða þar í landi til að koma í veg fyrir útbreiðslu banvæns kanínufaralds. Sjúkdómurinn hefur nú greinst á yfir 50 kanínubúum á Sjálandi en hann er skaðlaus mönnum. Erlent 4.10.2007 14:17 Smokkaframleiðendur funda í Suður-Kóreu Um eitt hundrað smokkaframleiðendur frá yfir fimmtíu löndum hittast á mánudaginn í Suður-Kóreu til skrafs og ráðagerða. Á fundinum er ætlunin að reyna smíða samræmdan alþjóðlegan stuðul varðandi gæði og stærð smokka. Erlent 4.10.2007 13:42 Díana var á pillunni þegar hún lést Engar sannanir eru fyrir því að Díana prinsessa hafi verið barnshafandi þegar hún lést í bílslysi ásamt ástmanni sínum Dody Fayed. Þetta sagði dánardómsstjóri við réttarrannsókn yfir andláti hennar í dag. Upplýsingarnar kasta rýrð á samsæriskenningar um að leyniþjónustan hafi fyrirskipað morð á prinsessunni af Wales. Erlent 4.10.2007 13:26 Farþegar og áhöfn létust í flugslysi í Kongó Nú er ljóst að þeir 17 manns sem voru um borð í rússnesku fragtflugvélinni sem fórst í úthverfi Kinshasha í Kongó í dag eru látnir. Vélin lenti á fjölda kofa í Kingasani hverfi nálægt Ndjili alþjóðaflugvellinum. Óttast er um líf fjölda manns á jörðu niðri. Vélin var af gerðinni Antonov í eigu kongóska flugfélagsins Africa 1. Erlent 4.10.2007 12:17 Dash vélar SAS aftur á loft Skandinavíska flugfélagið SAS hefur tekið Dash 8 Q400 flugvélar í notkun á ný en félagið kyrrsetti allar vélar af þessari gerð í síðasta mánuði vegna tíðra bilana. Fyrsta flugferðin var farin í morgun frá Kaupmannahöfn til Hamborgar í Þýskalandi og gekk hún áfallalaust fyrir sig. Erlent 4.10.2007 11:48 Leiðtogar Kóreu semja um frið Roh Moo-hyun forseti Suður Kóreu og Kim Yong-il leiðtogi Norður Kóreu undirrituðu í dag friðaryfirlýsingu eftir þriggja daga sögulegan fund í Pyongyang í Norður Kóreu. Þeir fóru fram á alþjóðlegar viðræður um milliríkjasamning sem koma á í stað vopnahlésins, sem batt enda á Kóreustríðið árið 1953. Erlent 4.10.2007 10:59 Vara við hryðjuverkaárásum á evrópskar borgir Hryðjuverkasamtökin Al Kaída undirbúa nú hryðjuverkaárásir á evrópskar og bandarískar stórborgir samkvæmt bandarísku leyniþjónustunni, CIA. Eiga árásirnar að eiga sér stað á næstu vikum. Erlent 4.10.2007 10:24 Bush hafnar heilbrigðistryggingafrumvarpi George Bush Bandaríkjaforseti beitti í gær neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að frumvarp sem myndi bæta heilbrigðistryggingar í Bandaríkjunum yrði samþykkt. Erlent 4.10.2007 08:07 Díana gæti hafa verið með barni Mörg viðkvæm mál úr lífi Díönu prinsessu verða afhjúpuð í réttarrannsókninni yfir andláti hennar og Dodis Al-Fayed, sem er að hefjast. Erlent 4.10.2007 07:35 Jurtalyf geta verið skaðleg Það eru engar sannanir fyrir því að jurtalyf geri nokkuð gagn. Þau geta verið skaðleg, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birt er í dag. Erlent 4.10.2007 07:29 « ‹ ›
Handtökuskipun á formann Interpol Ríkissaksóknari Suður-Afríku hefur gefið út handtökuskipun á hendur Jackie Selebi ríkislögreglustjóra landsins en Selebi er jafnframt núverandi formaður alþjóðalögreglunnar Interpol. Selebi er sakaður um tengsl við skipulögð glæpasamtök í Suður-Afríku. Erlent 5.10.2007 11:22
Þrjátíu slasast af völdum klórgass Þrjátíu verkamenn slösuðust og þar af einn alvarlega þegar eitrað klórgas lak út úr tanki í verksmiðju í Frankfurt í Þýskalandi í morgun. Slysið átti sér stað þegar verið var að flytja gasið á milli tveggja geymslutanka. Erlent 5.10.2007 11:03
Aulanóbel fyrir rannsóknir á sverðagleypum Ig Nobels- eða Aulanóbelsverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Meðal verðlaunahafa var breskur maður sem fékk Nóbelinn fyrir þá uppgvötun sína að sverðagleypar geti þjást af alvarlegum hliðaráhrifum ef þeir eru truflaðir við iðju sína. Erlent 5.10.2007 10:21
Misstu óvart sprengju á Skotland Flugmenn breska konunglega flughersins misstu óvart æfingasprengju á Skotland úr Tornado GR4 flugvél í æfingaflugi fyrir skömmu. Erlent 5.10.2007 10:11
Lestarsamgöngur í Þýskalandi stöðvast Nánast allar lestarsamgöngur í Þýskalandi stöðvuðust í morgun þegar lestarstjórar hjá þýska lestarfyrirtækinu, Deutsche Bahn, lögðu niður vinnu. Kjaraviðræður lestarstjóra við stjórnvöld hafa staðið yfir í marga mánuði án árangurs. Erlent 5.10.2007 09:28
Greiðir milljónir vegna ólöglegrar dreifingar á tónlist Bandarískur dómstóll hefur dæmt Jammie Thomas, þrjátíu og tveggja ára gamla konu frá Minnesota til að greiða því sem nemur fjórtán milljónum íslenskra króna fyrir að dreifa tónlist á Netinu. Erlent 5.10.2007 07:58
Frumvarp sem eykur ábyrgð öryggisfyrirtækja Einkarekin öryggisfyrirtæki í Írak gætu átt yfir höfði sér málsókn í Bandaríkjunum ef þau gerðust sek um glæpi. Erlent 5.10.2007 07:24
Flugvél hrapaði í Kongó Óttast er að flestir, ef ekki allir, sem um borð voru í lítilli flutningaflugvél hafi látist þegar vélin brotlenti í mannþröng í höfuðborg Kongó. Erlent 5.10.2007 07:21
Tókst að bjarga öllum námumönnunum Öllum námuverkamönnunum sem festust í gullnámunni í Suður - Afríku hefur verið bjargað, alls þrjú þúsund og tvö hundruð manns. Erlent 5.10.2007 07:08
Hillary vill að Bill bæti ímynd Bandaríkjanna Ef Hillary Clinton vinnur forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári fær Bill, eiginmaður hennar það hlutverk að endurbyggja ímynd Bandaríkjanna í alþjóðasamfélaginu. Erlent 5.10.2007 07:04
Kate og Gerry McCann: Stuðningur almennings ómetanlegur Kate og Gerry McCann segja að mikill stuðningur almennings hafi hjálpað þeim í gegn um erfiðustu tímabil síðustu mánaða. Erlent 4.10.2007 21:20
Urðu eiganda sínum að bana Tveir Pit Bull Terrier hundur urðu eiganda sínum að bana í Florida á þriðjudaginn. Eigandinn hafði átt báða hundana síðan þeir voru hvolpar. Erlent 4.10.2007 20:59
Yoko Ono hrósar Íslandi Milljónir aðdáenda Bítlanna hafa fengið skilaboð frá Yoko Ono um að Ísland hafi yngjandi áhrif og hún skorar á fólk að heimsækja landið. Þetta kemur fram í myndbandi þar sem Yoko kynnir friðarsúluna sem afhjúpuð verður í Viðey á fæðingardegi John Lennons á þriðjudag. Erlent 4.10.2007 18:45
Handtökuskipun á fjölskyldu Pinochets Gefin hefur verið út handtökuskipun á fimm börnum og ekkju Augusto Pinochet fyrrum einræðisherra í Chile vegna ákæru um fjárdrátt. Hershöfðinginn kom sjálfur aldrei fyrir dóm vegna spillingar og mannréttindabrota. Ákærurnar eru vegna sjóða ríkisins á bandarískum bankareikningum og eru meðal 23 ákæra sem gefnar voru út í málinu. Erlent 4.10.2007 16:21
Búlgarar veita Sarkozy heiðursorðu Búlgörsk stjórnvöld veittu í dag Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, æðstu heiðursorðu landsins vegna þátttöku hans í lausn búlgarskra heilbrigðisstarfsmanna sem voru haldi í Líbýu. Sarkozy er nú í opinberri heimsókn í Búlgaríu. Erlent 4.10.2007 15:54
Jarðskjálfti í Indónesíu Jarðskjálfti upp á 5,6 á Richter skók Lombokeyju í Indónesíu í dag. Upptök skjálftans voru á hafsbotni um 152 kílómetra fyrir norðaustan Mataram hérað í mið Indónesíu. Erlent 4.10.2007 15:31
Eþíópíumenn styrkja friðargæslu í Darfúr Stjórnvöld í Eþíópíu hafa samþykkt að leggja til fimm þúsund hermenn í friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna og Afríkubandalagsins sem senda á til Darfúr-héraðs í Súdan. Von er á allt að 26 þúsund friðargæsluliðum til héraðsins en þar eru fyrir um sjö þúsund hermenn á vegum Afríkusambandsins. Erlent 4.10.2007 15:17
Bhutto bjartsýn á völd í Pakistan Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan segist bjartsýn á að ná samkomulagi við Pervez Musharraf forseta um að þau muni deila völdum í landinu. Bhutto sagði á blaðamannafundi í London að komist hefði á samkomulag um skilmála sakaruppgjafar vegna ákæru á hendur henni um spillingu. Erlent 4.10.2007 15:04
Sjö þúsund svipuhögg fyrir samkynhneigð Dómstóll í Sádí-Arabíu dæmdi í dag tvo samkynhneigða menn til að þola sjö þúsund svipuhögg vegna kynhneigðar sinnar. Mönnunum verður ekki gert að taka alla refsinguna út einu heldur verður henni skipt niður yfir ákveðið tímabil. Erlent 4.10.2007 14:44
Skipulögðu árás á lestarstöðina í Vejle Til stóð að gera sjálfsmorðssprengjuárás á lestarstöðina í Velje en árásarmennirnir hættu við. Þetta kom fram við vitnaleiðslur í Eystri landsrétti í Danmörku yfir mönnum sem tengjast svokölluðu Vollsmose-máli. Málið kom upp í Vollsmose í Óðinsvéum í fyrra og voru þá sjö handteknir vegna málsins. Erlent 4.10.2007 14:19
Kanínufaraldur í Danmörku Yfirvöld í Danmörku hafa bannað allan flutning á kanínum milli svæða þar í landi til að koma í veg fyrir útbreiðslu banvæns kanínufaralds. Sjúkdómurinn hefur nú greinst á yfir 50 kanínubúum á Sjálandi en hann er skaðlaus mönnum. Erlent 4.10.2007 14:17
Smokkaframleiðendur funda í Suður-Kóreu Um eitt hundrað smokkaframleiðendur frá yfir fimmtíu löndum hittast á mánudaginn í Suður-Kóreu til skrafs og ráðagerða. Á fundinum er ætlunin að reyna smíða samræmdan alþjóðlegan stuðul varðandi gæði og stærð smokka. Erlent 4.10.2007 13:42
Díana var á pillunni þegar hún lést Engar sannanir eru fyrir því að Díana prinsessa hafi verið barnshafandi þegar hún lést í bílslysi ásamt ástmanni sínum Dody Fayed. Þetta sagði dánardómsstjóri við réttarrannsókn yfir andláti hennar í dag. Upplýsingarnar kasta rýrð á samsæriskenningar um að leyniþjónustan hafi fyrirskipað morð á prinsessunni af Wales. Erlent 4.10.2007 13:26
Farþegar og áhöfn létust í flugslysi í Kongó Nú er ljóst að þeir 17 manns sem voru um borð í rússnesku fragtflugvélinni sem fórst í úthverfi Kinshasha í Kongó í dag eru látnir. Vélin lenti á fjölda kofa í Kingasani hverfi nálægt Ndjili alþjóðaflugvellinum. Óttast er um líf fjölda manns á jörðu niðri. Vélin var af gerðinni Antonov í eigu kongóska flugfélagsins Africa 1. Erlent 4.10.2007 12:17
Dash vélar SAS aftur á loft Skandinavíska flugfélagið SAS hefur tekið Dash 8 Q400 flugvélar í notkun á ný en félagið kyrrsetti allar vélar af þessari gerð í síðasta mánuði vegna tíðra bilana. Fyrsta flugferðin var farin í morgun frá Kaupmannahöfn til Hamborgar í Þýskalandi og gekk hún áfallalaust fyrir sig. Erlent 4.10.2007 11:48
Leiðtogar Kóreu semja um frið Roh Moo-hyun forseti Suður Kóreu og Kim Yong-il leiðtogi Norður Kóreu undirrituðu í dag friðaryfirlýsingu eftir þriggja daga sögulegan fund í Pyongyang í Norður Kóreu. Þeir fóru fram á alþjóðlegar viðræður um milliríkjasamning sem koma á í stað vopnahlésins, sem batt enda á Kóreustríðið árið 1953. Erlent 4.10.2007 10:59
Vara við hryðjuverkaárásum á evrópskar borgir Hryðjuverkasamtökin Al Kaída undirbúa nú hryðjuverkaárásir á evrópskar og bandarískar stórborgir samkvæmt bandarísku leyniþjónustunni, CIA. Eiga árásirnar að eiga sér stað á næstu vikum. Erlent 4.10.2007 10:24
Bush hafnar heilbrigðistryggingafrumvarpi George Bush Bandaríkjaforseti beitti í gær neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að frumvarp sem myndi bæta heilbrigðistryggingar í Bandaríkjunum yrði samþykkt. Erlent 4.10.2007 08:07
Díana gæti hafa verið með barni Mörg viðkvæm mál úr lífi Díönu prinsessu verða afhjúpuð í réttarrannsókninni yfir andláti hennar og Dodis Al-Fayed, sem er að hefjast. Erlent 4.10.2007 07:35
Jurtalyf geta verið skaðleg Það eru engar sannanir fyrir því að jurtalyf geri nokkuð gagn. Þau geta verið skaðleg, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birt er í dag. Erlent 4.10.2007 07:29
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent