Erlent

Stúlka féll af svölum - móðurinnar leitað

Sjö ára gömul bresk stúlka féll fram af svölum á fimmtu hæð hótels á Mæjorka í gær. Stúlkan er í lífshættu en lögregla leitar nú móður hennar en ekkert hefur spurst til hennar eftir að stúlkan fannst á þaki viðbyggingar hótelsins.

Erlent

Stökk í veg fyrir lest á Amager

Fertug kona lést í morgun á Tarnby lestarstöðinni á Amager í Kaupmannahöfn . Svo virðist sem konan hafi stokkið á teinana í þann mund sem lestin kom inn á stöðina og lést hún samstundis.

Erlent

Mafían veltir gríðarlegum upphæðum

Ítalskir verslunarmenn hafa fengið sig fullsadda af ágangi ítölsku mafíunnar. Mafían þykir hafa fært sig upp á skaftið og nú heimtar hún nú verndargjöld frá stórum fyrirtækjum jafnt sem smáum.

Erlent

200 minkar enn á flótta

Talið er að um 200 minkar leiki enn lausum hala, eða skotti, á Jótlandi eftir að brotist var inn í minnkabú í fyrrinótt og fimm þúsund minkum var sleppt lausum.

Erlent

Konan sem rændi barni úr móðurkviði dæmd

Kviðdómendur í Missouri í Bandaríkjunum sakfelldu í gær konu fyrir morð sem vakti mikinn óhug árið 2004. Konan, sem er á fertugsaldri réðst þá á 23 ára gamla ólétta konu, myrti hana og fjarlægði barnið úr legi hennar.

Erlent

Neyðarástand í Kaliforníu

Gífurlegir skógar-­eldar geisa nú í Kaliforníu­ríki í Bandaríkjunum og hefur Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri lýst yfir neyðarástandi í sjö sýslum í suðurhluta ríkisins.

Erlent

Howard tapaði í kappræðum

Forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, þótti bíða lægri hlut fyrir stjórnarandstöðuleiðtoganum Kevin Rudd í heitum sjónvarpskappræðum á sunnudaginn sem yfir 2,1 milljón Ástrala, eða tíu prósent þjóðarinnar, fylgdist með.

Erlent

Brynvagnar stefna að landamærunum

Tyrkland, AP Tugir tyrkneskra brynvagna stefndu í gær að landamærunum að Írak. Á fjölmennum mótmælafundum í borgum landsins var þess krafist að tekið væri af hörku á uppreisnarmönnum Kúrda í kjölfar þess að í fyrradag féllu tólf hermenn í fyrirsát.

Erlent

Aukin pólitísk völd Hu eftir flokksþing

kína, ap Forseti Kína, Hu Jintao, hefur seinna fimm ára kjörtímabil sitt með aukin pólitísk völd að loknu flokksþingi Kommúnistaflokksins í Kína. Hann hefur nú frjálsari hendur til að fást við vaxandi spennu vegna launamunar og til að auka fjárframlög til vanræktrar félagsþjónustu.

Erlent

Atvinnuleysi í Færeyjum lítið

Atvinnuleysi í Færeyjum er í sögulegu lágmarki og mælist aðeins 1,3 prósent samkvæmt færeysku hagstofunni. Fréttavefur færeyska ríkisútvarpsins greinir frá þessu.

Erlent

Hundruð óeirðarseggja í palestínsku fangelsi

Hundruð palestínskra fanga gerðu aðsúg að ísraelskum fangavörðum í Negev eyðimörkinni í suðurhluta Israel. Fimmtán Palestínumenn og 15 fangaverðir særðust í átökunum að sögn ísraelskra yfivalda.

Erlent

Karlmaður á þrítugsaldri syrgir níræða eiginkonu

Argentínska parið Adelfe Volpes og Reinaldo Waveqche höfðu búið saman í nærri áratug þegar þau loks ákváðu að ganga í það heilaga í lok síðasta mánaðar. Nokkur aldursmunur var á þeim hjónum en Adelfe var 82 ára gömul en Reinaldo 24 ára. Aðeins nokkrum vikum eftir athöfnina lést Volpes.

Erlent

Discovery skotið á loft á morgun

Geimskutlunni Discovery verður skotið á loft frá Flórídaskaga á morgun en för hennar heitið að alþjóðlegu geimstöðinni. Þar mun geimskutlan dvelja í fjórtán daga á meðan áhöfn hennar sinnir viðhaldi og endurbætum á geimstöðinni.

Erlent

Rússar opna leynilega flugstöð

Rússar stunda þessa dagana viðamiklar heræfingar í lofti, meðal annars með sprengjuflugvélum sem hafa verið að fljúga meðfram Íslandi. Hinn háleynilegi herflugvöllur í sunnanverðu Rússlandi, þar sem miðstöð vélanna er, hefur ekki áður verið opnaður vestrænum fréttamönnum.

Erlent

Fundu 12 þúsund fornmuni á heimili ellilífeyrisþega

Lögreglan í Feneyjum á Ítalíu lagði í morgun hald á nærri 12 þúsund fornmuni sem fundust á heimili ellilífeyrisþega þar í borg. Maðurinn hafði í mörg ár stundað ólöglegan fornleifauppgröft víða á Ítalíu. Elstu munirnir sem fundust á heimilinu voru nærri 3.600 ára gamlir.

Erlent

Tyrkir safna liði við landamæri Íraks

Tyrkneskar hersveitir héldu í dag að landamærunum við Írak eftir hörð átök við kúrdíska skæruliða alla helgina. Erdogan forsætisráðherra Tyrklands segir þó að ekki verði ráðast inn í Írak fyrr en fullreynt væri að aðrar leiðir dygðu ekki til að binda enda á árásir skæruliða.

Erlent

SAS mismunar farþegum eftir kynþætti

Sérstök kvörtunarnefnd í málefnum minnihlutahópa í Danmörku hefur komist að þeirri niðurstöðu að norræna flugfélagið SAS mismuni farþegum eftir menningarlegum bakgrunni þeirra. Félagið meinar fólki með ónorræn og óengilsaxnesk nöfn að nýta sér sjálfsafgreiðslu við innritun.

Erlent

Kínverjar skjóta geimkönnunarfari á loft

Kínverjar hyggjast síðar í þessari viku skjóta á loft geimkönnunarfarinu, Change'e One, en því er ætlað rannsaka landslag og þykkt jarðefna á tunglinu. Reiknað er með því að könnunarfarið verði næstu tvö árin á sporbraut um tunglið.

Erlent

Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu

Að minnsta kosti einn er látinn og sautján slasaðir í miklum skógareldum í Kaliforníu. Töluverðar tafir hafa orðið á slökkvistarfi þar sem slökkvilið hefur þurft að snúa frá slökkvistörfum til að bjarga íbúum sem neituðu að yfirgefa heimili sín í gær. Ástandið snarversnaði í nótt og er orðið mun verra en slökkviliðsmenn hefðu getað ímyndað sér að sögn Bill Metcalf varðstjóra slökkviliðs sem berst við eldana.

Erlent

Vildu gera hryðjuverkaárás á Tívolíið í Kaupmannahöfn

Hryðjuverkamennirnir í hinu svokallaða Vollmose-máli íhuguðu að koma fyrir sprengju í Tívolíinu í Kaupmannahöfn. Þetta kom fram við vitnaleiðslur í Eystri landsrétti í Danmörku í dag. Mennirnir höfðu einnig hugsað sér að koma fyrir sprengju á aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn.

Erlent

Átta tyrkneskra hermanna saknað

Átta tyrkneskra hermanna er saknað eftir árás uppreisnarmanna Kúrda á tyrkneskar hersveitir í gær sem kostuðu 12 tyrkneska hermenn lífið. Yfirlýsing hersins í Tyrklandi þess efnis var birt í kjölfar þess að fréttastofa sem talin er tengjast uppreisnarmönnunum birti nöfn sjö þeirra sem saknað er.

Erlent

Þýskir lestarstjórar boða verkfall

Reiknað er með miklum töfum á lestarsamgöngum í Þýskalandi næstkomandi fimmtudag og föstudag vegna boðaðs verkfalls þýskra lestarstjóra. Viðræður þeirra við þýska lestarfyrirtækið Deutsche Bahn hafa engan árangur borið.

Erlent

Forsetakosningar í Bandaríkjunum

Barak Obama sigraði í forkosningunum í Wisconsin í nótt og er þetta níundi sigur hans í röð í baráttunni um útnefninguna sem forsetaefni Demókrataflokksins.

Erlent

Kvenkyns sjóliðar skotnir til bana

Tveir kvenkyns sjóliðar voru skotnir til bana í herstöð bandaríska flotans í Bahrain í morgun. Annar sjóliði liggur þungt haldinn af völdum skotsára. í yfirlýsingu frá flotanum kemur fram að ekki sé um hryðjuverk að ræða og að einungis sjóliðar hafi komið við sögu í skotárásinni.

Erlent

Stjórnarandstaðan sigraði í Póllandi

Stjórnarandstaðan í Póllandi fór með sigur af hólmi í kosningum í landinu í gær. Núverandi forsætisráðherra landsins, Jaroslaw Kaczynski hefur viðurkennt ósigur sinn en flokkur hans Lög og regla fékk 32 prósent atkvæða í kosningunum.

Erlent