Erlent

Skákborðsraðmorðinginn fundinn sekur

Rússneski raðmorðinginn Alexander Pichushkin var fyrir dómi í Moskvu í morgun fundinn sekur um að hafa myrt 48 manns og fyrir þrjár morðtilraunir. Pischushkin ætlaði sér að merkja alla 64 reiitna á skákborði með nöfnum fórnarlamba sinna og hefur hann því fengið viðurnefnið "skákborðs morðinginn" í rússneskum fjölmiðlum.

Erlent

Lögregla í Stuttgart eltist við strokuhumra

Lögregla í Stuttgart þurfti að eltast við óvenjulegan hóp strokufanga um helgina þegar hópur humra slapp úr asískri matvöruverslun í borginni. Undandi vegfarandi hafði samband við lögreglu þegar hann sá humrana á rölti niður götuna. Humrarnir sluppu með því að troða sér gegnum glufu á búrinu sínu, og komust út á götu gegnum hálf opnar búðardyrnar.

Erlent

Föngum sleppt til að berjast við eldana

Slökkviliðsmenn sem berjast við skógareldana í Suður-Kaliforníu hafa fengið hjálp úr ýmsum áttum, meðal annars hefur föngum verið sleppt úr fangelsum í Kaliforníu, hjálp hefur borist frá Mexíkó auk annarra fylkja Bandaríkjanna.

Erlent

Þingkosningar í Danmörku 13. nóvember

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði til þingkosninga í landinu þann 13. nóvember í ræðu á danska þinginu fyrir stundu. Sagðist hann þegar hafa greint Margéti Danadrottningu frá því.

Erlent

Boðað til kosninga á næstu vikum

Ráðherrar í ríkisstjórn Danmerkur hafa staðfest við danska fjölmiðla að Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra hyggist boða til þingkosninga á næstu vikum.

Erlent

Geðvonska af svefnleysi sést á heilanum

Heilaskimun getur sýnt hvernig heilinn verður þreyttur og yfir-tilfinninganæmur ef manneskja er svipt svefni. Bandarískir vísindamenn héldu sjálfboðaliðum vakandi í 35 klukkustundir og fundu mjög vaxandi viðbrögð heilans þegar fólkinu voru sýndar myndir sem voru ætlaðar til að gera þau reið eða leið.

Erlent

Búrma mótmæli í 12 borgum

Fjöldasamkomur hafa verið skipulagðar í tólf stórborgum víðs vegar um heiminn í dag til þess að mótmæla herforingjastjórninni í Búrma.

Erlent

Eldri borgarar vopnaðir handsprengjum

Danir geyma fleiri tonn af sprengjum og sprengiefnum í kjöllurum sínum og háaloftum. Þetta segir yfirmaður sprengjusveitar Danska hersins. Sprengjurnar eru flestar frá tímum seinna stríðs.

Erlent

Mótmæli í Venesúela

Þúsundir námsmanna börðust við óeirðalögreglu í höfuðborg Venesúela, Caracas í gærkvöld. Námsmennirnir voru að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á stjórnarskrá landsins sem gera forsetanum umdeilda Húgó Chaves kleift að bjóða sig endalaust oft fram til endurkjörs.

Erlent

NATO fundar í Hollandi

Ráðherrar Nató ríkjanna hittast í Hollandi í dag þar sem fjölgun í herliði bandalagsins í Afganistan og spenna á landamærum Íraks og Tyrklands verður efst á baugi.

Erlent

Segist ætla að slátra Bhutto eins og geit

Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra í Pakistan segir að henni hafi borist fleiri morðhótanir, en á annað hundruð manns lét lífið þegar sjálfsmorðssprengjumaður reyndi að sprengja Bhutto í loft upp við komu hennar til landsins í síðustu viku.

Erlent

Skera upp herör gegn glæpagengjum

Yfirvöld í Bandaríkjunum og Mexíkó hafa ákveðið að leggja um 504 milljarða króna á næstu þremur árum til efla löggæslusveitir í baráttu þeirra gegn mexíkóskum glæpagengjum. Talið er að glæpagengi í Mexíkó beri ábyrgð á stórum hluta þess fíkniefna sem smyglað er inn í Bandaríkin frá Suður Ameríku.

Erlent

Ellefur óbreyttir borgarar láta lífið í Afganistan

Ellefu óbreyttir borgarar, þar á meðal konur og börn, létu lífið í bænum Jalrez í Afganistan í gær eftir að herþota á vegum NATO varpaði fyrir mistök sprengju á heimili þeirra. Þetta fullyrðir héraðsstjóri í héraðinu Jalrez í Afganista. Fólkið tilheyrði allt einni og sömu fjölskyldunni en aðeins einn meðlimur hennar slapp lifandi frá árásinni. Sá liggur nú alvarlega særður á spítala.

Erlent

Fann rándýrt málverk í ruslatunnu

Málverk sem fannst fyrir tilviljun í rusltunnu í New York verður boðið upp á tæpar 45 milljónir hjá Sotheby í næsta mánuði. Um er ræða verkið Þrjár persónur eftir mexíkóska málarann Rufion Tamayo en því var stolið fyrir um 20 árum síðan.

Erlent

Tyrkir reiðubúnir til innrásar hvenær sem er

Tayyip Erdogan forsætisráðherra Tyrklands sagði í dag að Tyrkir kynnu að ráðast inn í Írak hvenær sem er til að elta uppi kúrdíska skæruliða. Spenna magnast á landamærunum og fátt bendir til að diplómatísk lausn sé í sjónmáli.

Erlent

Kennsluflugvél hrapar í Svíþjóð

Tveir létu lífið þegar lítil kennsluflugvél hrapaði nærri bænum Jönköping í Svíþjóð í dag. Flugvélarinnar hafði verið saknað í nokkurn tíma áður en yfirvöldum var gert viðvart.

Erlent

Fullviss um refsiaðgerðir gegn Íran

David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, segist vera fullviss um að Rússar og Kínverjar samþykki að beita refisaðgerðum gegn Íran á næsta fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þetta kom fram í máli Miliband á blaðamannfundi í Washington í dag.

Erlent

Discovery skotið á loft

Geimferjunni Discovery var skotið á loft frá Canaveralhöfða á Flórída í dag en förinni er heitið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Um borð í geimferjunni er sjö manna áhöfn og tækjabúnaður sem ætlaður er fyrir rannsóknarstofur á vegum geimferðarstofnana Evrópu og Japans.

Erlent

Skógareldarnir ógna 72 þúsund heimilum

Skógareldarnir í sunnanverðri Kaliforníu ógna nú 72 þúsund heimilum og hafa þegar eyðilagt eitt þúsund og þrjú hundruð heimili. Meira en 300 þúsund manns hafa flúið heimili sín í San Diego sýslu þar sem fjöldi neyðarskýla eru orðin yfirfull. George Bush lýsti yfir neyðarástandi í dag í sjö sýslum Kaliforníu. Um leið fór í gang stórslysaáætlun landsins.

Erlent

Bush ítrekar mikilvægi eldflaugavarnakerfis í Evrópu

Nauðsynlegt er að setja upp eldflaugavarnakerfi í Evrópu til að verja Bandaríkin og bandalagsríki þeirra gegn mögulegum árásum frá Íran og öðrum óvinveittum þjóðum. Þetta kom fram í máli Bush, Bandaríkjaforseta, í Washington í dag. Lagði Bush mikla áherslu á að kerfinu væri ekki beint gegn Rússlandi.

Erlent

Bhutto bannað að yfirgefa Pakistan

Yfirvöld í Pakistan hafa bannað Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra að yfirgefa landið. Talsmaður Þjóðarflokks Pakistan sem Bhutto leiðir sagði fréttamanni BBC að flokkurinn hefði skrifað innanríkisráðuneyti landsins vegna málsins. Bhutto slapp ómeidd úr morðtilraun á fimmtudag þegar hún sneri aftur úr átta ára sjálfskipaðri útlegð. Næstum 140 manns létust í árásinni.

Erlent

Kynlíf samkynhneigðra bannað í Singapúr

Þingið í Singapúr ákvað í morgun að fella ekki úr gildi lög sem banna kynlíf samkynhneigðra. Fyrir atkvæðagreiðslu höfðu þingmönnum borist þúsundir undirskrifta þar sem óskað var eftir því að lögin yrðu felld út gildi.

Erlent

Tveir menn ábyrgir fyrir árásinni á Bhutto

Tveir tilræðismenn sprengdu sjálfsmorðssprengjurnar sem beint var gegn Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan þegar hún sneri aftur úr útlegð í síðustu viku. Bhutto slapp ómeidd en að minnsta kosti 136 manns létust í tilræðinu á bílalest hennar í Karachi á fimmtudag.

Erlent

Hundruð þúsund flýja eldana í Kaliforníu

Tvö hundruð og fimmtíu þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín í Kaliforníu vegna mikilla skógarelda, einkum í suðurhluta fylkisins. Að minnsta kosti þrettán skógareldar í sunnanverðu Kaliforníufylki hafa eyðilagt sjö hundruð heimili, valdið dauða eins manns og skaðað á fjórða tug manna.

Erlent