Erlent

YouTube myndband vekur óhug í Finnlandi

Lögreglan í Finnlandi hefur í haldi sextán ára dreng sem setti myndband sem hann kallaði Maaninka fjöldamorð inn á vefsíðu YouTube. Drengurinn býr í bænum Maaninka í austurhluta Finnlands.

Erlent

Þúsundir mótmæla í Venezúela

Þúsundir manna komu saman í miðborg Caracas, höfuðborg Venezúela, í dag til að mótmæla stjórnarskrárbreytingum Húgó Chavez, forseta landsins.

Erlent

Verkfall á Broadway

Nánast öllum sýningum á Broadway í New York var aflýst í dag eftir að þúsundir starfsmanna leikhúsa hófu boðað verkfall. Óttast er að verkfallið kunni að standa í margar vikur.

Erlent

Sakaður um að hafa lekið upplýsingum til andstæðingsins

Einn lykilmanna danska jafnaðarmannaflokksins er sakaður um að hafa lekið upplýsingum til höfuðandstæðingsins, stjórnarflokksins Venstre, fyrir þingkosningarnar í Danmörku árið 2005. Sighvatur Jónsson fylgist með kosningabaráttunni í Danmörku.

Erlent

Ný ríkisstjórn í Póllandi

Forysta pólska stjórnmálaflokksins Borgaravettvangur samþykkti í morgun að mynda ríkisstjórn með Bændaflokknum. Donald Tusk, leiðtogi Borgaravettvangsins, verður forsætisráðherra en Waldemar Pawlak, leiðtogi Bændaflokksins, verður aðstoðarforsætisráðherra og ráðherra efnhagsmála.

Erlent

Blaða- og fréttamenn mótmæla í Pakistan

Pakistanskir blaða- og fréttamenn söfnuðust saman í Islamabad, höfuðborg landsins, í morgun til að mótmæla fjölmiðlabanni stjórnar Pervez Musharraf. Meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælunum var Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan.

Erlent

Rithöfundurinn Norman Mailer látinn

Bandaríski rithöfundurinn Norman Mailer er látinn áttatíu og fjögurra ára að aldri. Mailer var tvöfaldur Pulitzer verðlaunahafi og af mörgum talinn einn áhrifamesti rithöfundur Bandaríkjanna á síðari hluta tuttugustu aldarinnar.

Erlent

Tugir falla í átökum á Sri Lanka

Að minnsta kosti 38 Tamil tígrar féllu þegar til átaka kom milli þeirra og stjórnarhermanna á Sri Lanka í morgun. Þá er talið að um 20 Tamil tígrar hafi særst í átökunum að sögn talsmanns stjórnarhersins.

Erlent

Átök magnast í Afganistan

Sex hermenn Atlantshafsbandalagsins og þrír afganskir hermenn féllu í átökum í austurhluta Afganistan. Átök milli alþjóðlegra herliða og uppreinsnarmanna hafa magnast á svæðinu síðustu tvo mánuðina.

Erlent

Bhutto heldur ótrauð áfram

Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, hélt í morgun til fundar við erlenda stjórnarerindreka og stuðningsmenn sína og reyndi þannig að sýna fram á að atburðir gærdagsins hafi ekki áhrif á hana.

Erlent

Bhutto laus úr stofufangelsi

Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, hefur verið látin laus úr stofufangelsi í Islamabad. Bhutto var handtekin til að koma í veg fyrir að hún gæti barist gegn neyðarlögunum sem Musharraf forseti setti á í síðustu viku.

Erlent

Engan dónaskap hér

Megan Coulter, sem er 13 ára gömul var látin sitja eftir í skólanum í tvo daga fyrir að knúsa bekkjarfélaga sinn.

Erlent

Það má víst segja negri

Lögreglustjórinn í Tromsö, í Noregi, hefur verið gagnrýndur fyrir að segja mönnum sínum að það sé í lagi að nota orðið negri.

Erlent

Rukkun fyrir þyrlubjörgun

Portúgalski flugherinn hefur rukkað fiskimann um eina komma tvær milljónir króna fyrir að bjarga honum af bát sínum þegar hann fékk botlangakast.

Erlent

Unglingar og netið undir smásjá í Finnlandi

Umræðan í Finnlandi eftir fjöldamorðin í Jokela menntaskólanum í Tuusula fyrr í vikunni snýst nú um hvar ábyrgð á því efni sem birt er á netinu liggur. Þetta segir Bryndís Hólm fréttaritari Stöðvar 2 á staðnum. Morðinginn birti myndband á YouTube stuttu fyrir skotárásina þar sem hann gaf til kynna hvað var í vændum.

Erlent

Finna rækjur til ?

Írskur líffræðingur heldur því fram að rækjur og önnur skeldýr finni til sársauka ef þau eru soðin lifandi.

Erlent

Áhöfn íslensku vélarinnar í Tsjad leyst úr haldi

Þrír áhafnarmeðlimir íslensku flugvélarinnar í afríkuríkinu Tsjad sem grunaðir voru um að ræna afrískum börnum, hafa verið leystir úr haldi. Belgískur flugstjóri sem er á batavegi á frönskum herspítala í landinu eftir hjartavandamál er einnig frjáls að yfirgefa landið.

Erlent

Þetta var ekki fyndið

Sænsk sjónvarpskona hefur verið dæmd í 200 þúsund króna sekt fyrir að sprauta vatni framan í Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra, og börn hans.

Erlent

Einn af fjórum segja Bush versta forsetann

Tæplega einn af hverjum fjórum, eða 24 prósent þátttakenda í könnun á vegum CNN sjónvarpsstöðvarinnar, segja að George Bush sé versti forseti í sögu Bandaríkjanna. Fjórðungur segir Bush standa sig illa en 40 prósent segja Bush hins vegar standa sig vel miðað við fyrirrennara hans. Einungis eitt prósent segja Bush besta forseta í sögu Bandaríkjanna.

Erlent

Mesta flóðahættan í Englandi liðin hjá

Flóðin á austurströnd Englands eru nú í rénun. Opnað hefur verið fyrir vegi sem flæddi yfir og íbúar eru að snúa aftur á heimili sín eftir að hafa yfirgefið þau. Fjöldi vega lokaðist um stund þegar flóðin náðu hámarki og vatn flæddi inn í fjölmargar byggingar og heimili.

Erlent

Óttast að fleiri árásir fylgi í kjölfarið

Kyrkonkyla skólinn í finnska bænum Kyrkslatt hefur verið rýmdur vegna hótunar. Lögregla er sögð taka hótunina alvarlega en Finnar eru enn í sárum vegna skotárásar í bænum Tuusula þar sem níu lágu í valnum.

Erlent