Erlent

Pylsusali reyndist líka vera vopnasali

Karlmaður á sextugsaldri var handtekinn af lögreglunni í San Jose í Bandaríkjunum í september ásamt meintum vitorðsmanni sínum, sem er rúmlega tvítugur, fyrir að selja vopn úr pylsuvagni.

Erlent

Mótmæli víða um heim - Assange mótmælti í London

Fjölmenn mótmæli fóru fram í miðborginni í dag sem og í fjölmörgum löndum. Hundruð manna voru samankomnir á Austurvelli þar sem Hörður Torfason hélt ræðu. Á sama tíma fóru fram önnur mótmæli á Lækjartorgi. Þau eru hluti af mótmælum á heimsvísu þar sem meðal annars Julian Assange mótmælti.

Erlent

Íbúar í Bangkok búa sig undir mikil vatnsflóð

Ótti hefur gripið um sig í Bangkok, höfuðborg Taílands, um að flóðavatnið, sem kaffært hefur stóra hluta landsins, muni brátt flæða yfir borgina. Um níu milljónir manna búa í Bangkok þannig að mikil ringulreið myndi skapast ef fólkið þyrfti að forða sér í skyndi. Forsætisráðherra landsins fullyrðir þó að flóðavarnir borgarinnar muni halda. Rammgert kerfi af stíflum, skurðum og flóðvarnargörðum hafi verið styrkt undanfarna daga og vikur. „Ég stend harður á því að flóðin muni aðeins hafa áhrif á úthverfi Bangkok en verði ekki mikil í öðrum hverfum,“ sagði Yingluck Shinawatra forsætisráðherra í gær. Stjórnvöld hafa samt undanfarna daga haft uppi aðvörunarorð um að flóðin séu að ná hættumörkum. Þegar rigningarnar næstu daga bætast ofan á vatnsflóðið norðan úr fjöllunum verði vart hægt að koma í veg fyrir flóð í höfuðborginni, ekki síst þar sem háflæði er á sama tíma. Vatnsyfirborðið geti hækkað það hratt að stjórnvöld geti ekkert gert annað en horft á þegar vatnið flæðir yfir borgina. Nyrst í borginni fylgdist Somjai Tpientong áhyggjufull með vatnsyfirborðinu hækka jafnt og þétt. Hún sagðist ekki átta sig á því hvort sandpokavarnir muni duga til að verja borgirnar Bangkok og Rangsit. „Ef vatnið kemur þá verð ég að láta það gerast. Ég hef ekki nokkra möguleika til að stöðva það. Hvað mig varðar, þá mun ég flytja mig upp á efri hæð hússins,“ sagði hún. „Ég kenni í brjósti um það fólk sem býr á lægri slóðum.“ Ástandið er orðið mjög slæmt víða í Taílandi. Flóðin í ár, sem eru þau verstu sem Taílendingar hafa kynnst í hálfa öld, hafa nú þegar kostað nærri 300 manns lífið. Þau hafa raskað lífi hjá meira en átta milljón manna í 61 af 77 héruðum landsins. gudsteinn@frettabladid.is

Erlent

Skýrslan ótrúlega þunnur þrettándi

"Mér þykir þessi skýrsla nú ótrúlega þunnur þrettándi þegar kemur að varnar- og öryggismálum,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um skýrslu rannsóknarstofnunar sænska hersins um ástand öryggismála á Íslandi, sem Fréttablaðið sagði frá í gær. "Hins vegar gefur hún góða félags- og sálfræðilega sýn á þjóð í vanda að lokinni kreppu.“

Erlent

Töluvert stærri en talið var

Breskir og bandarískir vísindamenn hafa lokið nýjustu rannsóknum á Tyrannosaurus Rex, eða grameðlunni, sem leiða í ljós að hún var um 30 prósentum þyngri en áður var talið. Helsta viðfang rannsóknarinnar var eðlan Sue, fullorðin grameðla, sem nú er til sýnis í Chicago. Vísindamennirnir komust einnig að því að á unglingsárum sínum hafi eðlan stækkað tvisvar sinnum hraðar en fyrri rannsóknir bentu til. Á aldrinum 10 til 15 ára þyngdist Sue um fimm kíló á dag. - sv

Erlent

Obama sendir hermenn til Úganda

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, gerði í dag opinberar áætlanir sínar um að senda 100 bandaríska hermenn til afríkuríkisins Úganda. Hermennirnir munu síðan leggja heimamönnum lið í baráttu sinni við þarlendan uppreisnarher sem er sagður einn sá harðsvíraðasti í Afríku.

Erlent

King vinnur að framhaldi The Shining

Bandaríski rithöfundurinn Stephen King tilkynnti á fyrirlestri í George Mason Háskólanum að hann væri að vinna að framhaldi The Shining. Bókin er ein vinsælasta skáldsaga King. Leikstjórinn Stanley Kubrick framleiddi og leikstýrði kvikmynd byggða á bókinni.

Erlent

Liam Fox segir af sér

Liam Fox, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér. Fox hefur verið undir mikilli pressu að undanförnu eftir að upp komst um óeðlileg samskipti hans við Adam Werritty.

Erlent

Vísindamenn greina gelt píranafiska

Vísindamenn telja sig nú vita hvað gelt píranafiska þýða. Lengi hefur verið vitað að kjötætan ógnvænlega gefi frá sér hljóð en merking þeirra hefur verið á huldu.

Erlent

Átök blossa upp að nýju í Trípólí

Átök blossuðu upp að nýju í Trípólí höfuðborg Líbíu í morgun á milli uppreisnarmanna sem nú hafa landið að mestu leyti á sínu valdi, og stuðningsmanna Múammars Gaddafí fyrrverandi einræðisherra.

Erlent

Obama boðar aðgerðir gegn Íran

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í gær að nauðsynlegt sé að einangra Íran enn frekar vegna meints fyrirhugaðs morðtilræðis á sendirherra Sádí-Arabíu í Washington.

Erlent

Dregið úr björgunaraðstoð eftir mannrán

Ákveðið hefur verið að draga úr björgunaraðstoð í flóttamannabúðum á landamærum Keníu og Sómalíu. Talsmaður Sameinuðu Þjóðanna sagði í viðtali á BBC að þetta hafi verið ákveðið eftir að tveim læknum var rænt við Dadaab flóttamannabúðirnar í Keníu í gær.

Erlent

Ríkisstjórn Berlusconi heldur velli

Ljóst er að ríkisstjórn Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, mun sitja áfram. Kosið var um vantrauststillögu sem lögð var fram gegn ríkisstjórninni í vikunni. Berlusconi sigraði kosningarnar með 316 atkvæðum gegn 301.

Erlent

Harry Potter hrekkjusvín með bensínssprengju

Leikarinn Jamie Waylett hefur verið kærður fyrir að hafa bensínsprengju undir höndum í óeirðunum í London í ágúst á þessu ári. Hann er einnig sakaður um að hafa rænt kampavínsflösku úr verslun sem óeirðarseggir höfðu brotist inn í.

Erlent

T-Rex stærri en áður var talið

Breskir og Bandarískir vísindamenn hafa lokið nýjustu rannsóknum á Tyrannosaurus Rex (T-Rex). Niðurstöðurnar koma mikið á óvart en vísindamennirnir telja að risaeðlan hafi verið mun þyngri en áður var talið. Einnig sýndu sneiðmyndir af beinum risaeðlunnar að unglingsár hennar hafi verið afar róstusöm.

Erlent

Bloomberg neitar að hitta mótmælendur

Hundruð mótmælenda komu saman í gær fyrir fram lúxusveitingastaðinn Ciprani í New York. Mótmælendur vonuðust til að geta afhent Michael Bloomberg, borgarstjóra New York, undirskriftarlista þar sem krafist er þess að mótmælendur fái leyfi til að vera áfram í Zucotti Park en þar hafa meðlimir hreyfingarinnar Hernenum Wall Street komið sér fyrir.

Erlent

Stærðfræðikennari kveikti í sér

Ekki er vitað hvað kennaranum í Béziers í Suður-Frakklandi gekk til þegar hún kveikti í sér í gær. Atvikið átti sér stað í frímínútum og segja vitni að stærðfræðikennarinn hafi hellt yfir sig bensíni áður en hún kveikti í sér.

Erlent

Miklar truflanir á lestarsamgöngum í Danmörku

Miklar truflanir eru á lestarsamgöngum milli landshluta í Danmörku þessa stundina. Lestarferðir lágu niðri í tvo og hálfan tíma í morgun eftir að maður kastaði sér fyrir lest við Hedehusene milli Kaupmannahafnar og Hróarskeldu um klukkan hálf fimm að staðartíma.

Erlent