Erlent

Minnsta kosti 20 slasaðir og fjölmargir handteknir í Róm

Fjölmargir hafa slasast í átökunum.
Fjölmargir hafa slasast í átökunum. Mynd AP
Minnsta kosti tuttugu hafa slasast og fjölmargir hafa verið handteknir í fjölmennum en ofbeldisfullum mótmælum í miðborg Rómar.

Mótmælendur hafa kveikt í bílum og eyðilagt hraðbanka. Þá segir á fréttavef BBC að kveikt hafi verið í einum lögreglubíl.

Ítalska lögreglan hefur svarað mótmælendum með því að beita táragasi og sprauta vatni á þá.

Mótmælin hafa farið fram í 82 löndum, þar á meðal Íslandi, en þau hafa öll verið friðsöm. Í Lundúnum voru að minnsta kosti þúsund manns. Þar á meðal Julian Assange, forsprakki WikiLeaks.

Á Íslandi fóru mótmælin fram á Lækjartorgi og var fjölmennt.

Mótmælin beinast gegn fjármálveldinu og hófust í Kanada. Svo hafa mótmælendur fjölmennt á Wall Street undanfarnar vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×