Íbúar í Bangkok búa sig undir mikil vatnsflóð 15. október 2011 07:45 Á þessum markaði í Bangkok var vatnið þegar byrjað að flæða. nordicphotos/AFP Ótti hefur gripið um sig í Bangkok, höfuðborg Taílands, um að flóðavatnið, sem kaffært hefur stóra hluta landsins, muni brátt flæða yfir borgina. Um níu milljónir manna búa í Bangkok þannig að mikil ringulreið myndi skapast ef fólkið þyrfti að forða sér í skyndi. Forsætisráðherra landsins fullyrðir þó að flóðavarnir borgarinnar muni halda. Rammgert kerfi af stíflum, skurðum og flóðvarnargörðum hafi verið styrkt undanfarna daga og vikur. „Ég stend harður á því að flóðin muni aðeins hafa áhrif á úthverfi Bangkok en verði ekki mikil í öðrum hverfum,“ sagði Yingluck Shinawatra forsætisráðherra í gær. Stjórnvöld hafa samt undanfarna daga haft uppi aðvörunarorð um að flóðin séu að ná hættumörkum. Þegar rigningarnar næstu daga bætast ofan á vatnsflóðið norðan úr fjöllunum verði vart hægt að koma í veg fyrir flóð í höfuðborginni, ekki síst þar sem háflæði er á sama tíma. Vatnsyfirborðið geti hækkað það hratt að stjórnvöld geti ekkert gert annað en horft á þegar vatnið flæðir yfir borgina. Nyrst í borginni fylgdist Somjai Tpientong áhyggjufull með vatnsyfirborðinu hækka jafnt og þétt. Hún sagðist ekki átta sig á því hvort sandpokavarnir muni duga til að verja borgirnar Bangkok og Rangsit. „Ef vatnið kemur þá verð ég að láta það gerast. Ég hef ekki nokkra möguleika til að stöðva það. Hvað mig varðar, þá mun ég flytja mig upp á efri hæð hússins,“ sagði hún. „Ég kenni í brjósti um það fólk sem býr á lægri slóðum.“ Ástandið er orðið mjög slæmt víða í Taílandi. Flóðin í ár, sem eru þau verstu sem Taílendingar hafa kynnst í hálfa öld, hafa nú þegar kostað nærri 300 manns lífið. Þau hafa raskað lífi hjá meira en átta milljón manna í 61 af 77 héruðum landsins. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Ótti hefur gripið um sig í Bangkok, höfuðborg Taílands, um að flóðavatnið, sem kaffært hefur stóra hluta landsins, muni brátt flæða yfir borgina. Um níu milljónir manna búa í Bangkok þannig að mikil ringulreið myndi skapast ef fólkið þyrfti að forða sér í skyndi. Forsætisráðherra landsins fullyrðir þó að flóðavarnir borgarinnar muni halda. Rammgert kerfi af stíflum, skurðum og flóðvarnargörðum hafi verið styrkt undanfarna daga og vikur. „Ég stend harður á því að flóðin muni aðeins hafa áhrif á úthverfi Bangkok en verði ekki mikil í öðrum hverfum,“ sagði Yingluck Shinawatra forsætisráðherra í gær. Stjórnvöld hafa samt undanfarna daga haft uppi aðvörunarorð um að flóðin séu að ná hættumörkum. Þegar rigningarnar næstu daga bætast ofan á vatnsflóðið norðan úr fjöllunum verði vart hægt að koma í veg fyrir flóð í höfuðborginni, ekki síst þar sem háflæði er á sama tíma. Vatnsyfirborðið geti hækkað það hratt að stjórnvöld geti ekkert gert annað en horft á þegar vatnið flæðir yfir borgina. Nyrst í borginni fylgdist Somjai Tpientong áhyggjufull með vatnsyfirborðinu hækka jafnt og þétt. Hún sagðist ekki átta sig á því hvort sandpokavarnir muni duga til að verja borgirnar Bangkok og Rangsit. „Ef vatnið kemur þá verð ég að láta það gerast. Ég hef ekki nokkra möguleika til að stöðva það. Hvað mig varðar, þá mun ég flytja mig upp á efri hæð hússins,“ sagði hún. „Ég kenni í brjósti um það fólk sem býr á lægri slóðum.“ Ástandið er orðið mjög slæmt víða í Taílandi. Flóðin í ár, sem eru þau verstu sem Taílendingar hafa kynnst í hálfa öld, hafa nú þegar kostað nærri 300 manns lífið. Þau hafa raskað lífi hjá meira en átta milljón manna í 61 af 77 héruðum landsins. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira