Erlent

Of hár blóðþrýstingur styttir ævina um 5 ár

Umfangsmikil rannsókn í Noregi sýnir að ævi þeirra sem reykja meir en 15 sígarettur á dag styttist að meðaltali um 3,5 ár. Offita kostar fólk 1,4 ár af ævi sinni en ef viðkomandi er of horaður kostar það 1,7 ár af ævinni. Of hár blóðþrýstingur kostar fólk hinsvegar 5 ár af ævi sinni.

Erlent

Setti nýtt heimsmet í rúningi

Írinn Ivan Scott sett nýtt heimsmet í rúningi í vikunni á Nýja Sjálandi. Scott náði að rýja 744 kindur á átta tímum og sló þar með fyrra heimsmet um tvær kindur.

Erlent

Hönnunarsamkeppni um Star Trek læknatól kynnt

Bandarískt tæknifyrirtæki skorar á Star Trek aðdáendur að hanna byltingarkennt læknatól í anda þess sem Dr. McCoy notaði við sjúkdómsgreiningar sínar. Tíu milljónir dollarar eru í sigurverðlaun.

Erlent

Köstuðu af sér vatni á látna Afgana

Myndir og myndband sem sýnir bandaríska hermenn kasta af sér vatni á lík nokkurra manna í Afganistan hefur vakið mikla reiði um heim allan. Landgöngulið Bandaríkjahers segir að verið sé að rannsaka málið og uppruna myndbandsins sem virðist hafa verið sett á Netið í gær.

Erlent

Slagurinn færist til S-Karólínu

Mitt Romney vann næsta öruggan sigur í forkosningum repúblikana í New Hampshire-ríki í fyrrakvöld. Hann hlaut 39% atkvæða en þingmaðurinn Ron Paul kom honum næstur með 23% fylgi.

Erlent

Lifandi gyðja kom fram á trúarhátíð í Nepal

Fimm ára gömul gyðja kom opinberlega fram á trúarhátíð í Nepal á mánudaginn. Hún er heilagt trúartákn í augum hindúa í Nepal og mun gegna hlutverki lifandi gyðju þangað til að hún hefur tíðir í fyrsta sinn.

Erlent

Crocs með milljarð dollara í árstekjur

Bandaríski skóframleiðandinn Crocs blæs á gagnrýni tískusérfræðinga en fyrirtækið tilkynnti fyrir stuttu að árstekjur þess hefðu í fyrsta skipti ná einum milljarði dollara.

Erlent

Skelkaður hundur heimsótti kajakræðara

Kajakræðari sem var á veiðum við strendur Sarasoa í Flórída fékk óvæntan gest þegar hundurinn Barney kom svamlandi og fékk sér sæti á bátnum. Atvikið hefur vakið mikla athygli en nú er ljóst að aðdragandi þess var allt annar en skemmtilegur.

Erlent

Brasilískar brúðir vilja vera nærbuxnalausar

Brasilískur borgarfulltrúi hefur samið reglugerð þar sem konum er bannað að vera nærbuxnalausar við altarið þegar þær gifta sig. Maðurinn segir að þessi tíska hafi byrjað fyrir nokkrum árum og æ fleiri konur taki upp á þessu enda trúi þær því að hjónabandið endist lengur fyrir vikið.

Erlent

Um 58 prósent styðja ESB-aðild

Þrátt fyrir fjármálakreppu meðal ríkja Evrópusambandsins (ESB) segjast tæplega 58 prósent Króata styðja aðild landsins að sambandinu samkvæmt nýrri skoðanakönnun samkvæmt frétt á fréttavefnum EUobserver.

Erlent

Dönsk fegurðardrottning í mál vegna hálkuslyss

Fyrrum dönsk fegurðardrottning, Line Kruuse Nielsen, hefur höfðað mál gegn norska bænum Sandefjord vegna skaða sem hún hlaut þar í desember árið 2008 þegar hún féll á svelli við torg bæjarins er hún var á leið á líkamsræktarstöð.

Erlent