Erlent

ESA stefnir á tungl Júpíters

Geimferðastofnun Evrópu (ESA) mun standa fyrir einu metnaðarfyllsta geimverkefni síðustu ára. Stofnunin mun skjóta könnunarflaug á loft árið 2022 en henni er ætlað rannsaka tungl Júpíters.

Erlent

Svona á að viðhalda ástarneistanum

Heilræði aldraðra hjóna í Bandaríkjunum til sonarsonar síns hafa vakið mikla athygli á veraldarvefnum. Í myndbandinu útlista hjónin hvernig eigi að viðhalda ástinni í löngum hjónaböndum.

Erlent

Njósnaskip úr Tomorrow Never Dies á uppboði

Bandaríski sjóherinn stendur nú fyrir uppboði á sögufræga njósnaskipinu Sea Shadow. Ásamt því að hafa sinnt upplýsingaöflun fyrir hernaðaryfirvöld síðustu ár var skipið einnig innblástur Bond kvikmyndarinnar Tomorror Never Dies.

Erlent

Mótmælendur myrtir í Kaíró

Að minnsta kosti 11 létust þegar óþekktir vígamenn réðust gegn mótmælendum í Kaíró í dag. Mótmælendurnir voru samankomnir fyrir utan varnarmálaráðuneyti Egyptalands þegar atvikið átti sér stað.

Erlent

Chen yfirgefur sendiráðið í Peking

Kínverski andófsmaðurinn Chen Guangcheng hefur yfirgefið bandaríska sendiráðið í Peking. Hann hefur haldið þar til síðan hann slapp úr fangelsi í síðustu viku.

Erlent

Ákvörðun Le Pen mikið áfall fyrir Sarkozy

Sú ákvörðun Marine Le Pen leiðtoga Þjóðarfylkingarinnar í Frakklandi að lýsa því yfir að hún myndi skila auðu í seinni umferð forsetakosninganna um næstu helgi er talin mikið áfall fyrir Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta.

Erlent

Setja eiðstafinn ekki fyrir sig

Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, segir að hún og stuðningsmenn hennar ætli að mæta til þings á miðvikudag og sverja embættiseið, þrátt fyrir að þau séu ósátt við orðalag eiðstafsins.

Erlent

Mótorhjóli frá Japan skolaði upp á strönd í Kanada

Mótorhjóli af tegundinni Harley-Davidsson sem flóðbylgjan í Japan á síðasta ári hreif með sér, skolaði nýverið upp á strönd í Kanada. Mótorhjólið er með japanskar númeraplötur og skráð í Miyagi, þar sem þúsundir létust í flóðbylgju í mars í fyrra.

Erlent

Eitt ár frá því Bin Laden var drepinn

Eitt ár er síðan Osama Bin Laden var drepinn af bandarískum sérsveitarmönnum í Pakistan. Mörgum kom á óvart að Bin Laden hefði alls ekki verið í felum í helli, heldur búið í veglegu stórhýsi ásamt fjölskyldu sinni. Bandaríkjamenn óskuðu því eftir svörum um hvort yfirvöld í Pakistan hefðu haldið hlífiskildi yfir Bin Laden. CBS fréttastofan greinir frá því í dag að enn hafi engin svör borist, og að þessi skortur á svörum hafi í raun eitrað samskipti milli yfirvalda landanna tveggja.

Erlent

Grunsamleg taska í ruslafötu

Helle Thorning Schmidts, forsætisráðherra Danmerkur, átti að flytja ræðu í Flakhaven í Óðinsvéum í morgun í tilefni af verkalýðsdeginum 1. maí. Stuttu áður en forsætisráðherran kom á staðinn fékk lögregla tilkynningu um að maður hefði sést setja grunsamlega tösku í ruslatunnu skammt frá höfninni og flýja af vettvangi á skellinöðru. Af öryggisástæðum var ákveðið að flytja ræðuhöldin á annan stað, nánar tiltekið á Eventyrhaven, á meðan lögreglan rannsakar töskuna.

Erlent

1. maí haldinn hátíðlegur um allan heim

Fyrsti maí er haldinn hátíðlegur um allan heim og hafa mótmælafundir og kröfugöngu nú þegar farið fram í Asíu en í Hong Kong kröfðust um 5 þúsund verkamenn hærri lágmarkslauna.

Erlent

Fylgi nýnasista vex hratt

Samkvæmt skoðanakönnunum gætu þingkosningarnar í Grikklandi, sem haldnar verða um næstu helgi, skilað Gylltri dögun, litlum flokki þjóðernisöfgamanna, um það bil fimm prósentum atkvæða. Það er vel yfir þriggja prósenta markinu, sem þarf til að komast á þing.

Erlent

Stefnt að hæli í Bandaríkjunum

Bandarískir og kínverskir embættismenn vinna nú að samkomulagi um að kínverski andófsmaðurinn Chen Guangcheng fái hæli í Bandaríkjunum. Búist er við niðurstöðu innan skamms, að minnsta kosti áður en Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Kína síðar í vikunni.

Erlent

Tveggja mánaða prinsessa stal senunni á afmæli afa síns

Lítil sænsk tveggja mánaða gömul prinsessa stal senunni í dag þegar Karl Gústaf Svíakóngur hélt upp á 66 ára afmælið sitt. Prinsessan litla er dóttir Viktoríu krónprinsessu. Þetta var í fyrsta skipti sem Viktoría sýnir hana opinberlega og krónprinsessan hélt sjálf á henni við það tækifæri á svölum konungshallarinnar.

Erlent

Dagbók Bin Ladens á Netið

Gögn sem fundust á aðsetri Osama Bin Laden munu fara á Netið síðar í þessari viku, að því er sérfræðingur Hvíta hússins fullyrðir. Bandarískir hermenn lögðu hald á gögnin þegar ráðist var inn í virki Bin Ladens í Abbottabad í maí í fyrra og hann tekinn af lífi. Á gögnunum eru meðal annars útprent af samskiptum Bin Ladens við aðstoðarmenn hans og handskrifuð dagbók. Í gögnunum kemur meðal annars fram að Bin Laden hugðist breyta nafni al-Qaeda vegna þess að svo margir hátt settir menn innan samtakanna höfðu verið teknir af lífi.

Erlent

Ný aðferð við meðhöndlun krabbameins í brisi

Breskir vísindamenn hafa þróað nýja aðferð við meðhöndlun krabbameins í brisi. Þessi tiltekna tegund krabbameins er afar mannskæð og er talið að færri en einn af hverjum fimm sem greinast með það séu á lífi ári eftir greiningu.

Erlent

Drukknaði þegar bíllinn fór á kaf

Yfirvöld í Bretlandi óttast að mikil flóðatíð sé nú að hefjast í landinu. Síðustu daga hefur veður verið afar vindasamt og blautt á Bretlandseyjum og er óttast að ár fari brátt að flæða yfir bakka sína.

Erlent

Ghanem drukknaði í Dóná

Ekkert er sagt benda til þess að andlát Shukri Ghanem fyrrverandi olíumálaráðherra Líbíu hafi borið að með saknæmum hætti en lík hans fannst í Dóná í Vínarborg í gær. Að sögn lögreglu drukknaði Ghanem og enn sem komið er bendir ekkert til að hann hafi verið myrtur.

Erlent